Dekurdagar haldnir í 15 sinn
Dekurdagar verða haldnir á Akureyri um komandi helgi og undirbúningur stendur nú sem hæst. Eitt af því er sala á slaufum sem hengdar eru á ljósastaura um bæinn og lífga mjög upp á lífið þessa haustdaga.
Dekurdagar verða haldnir á Akureyri um komandi helgi og undirbúningur stendur nú sem hæst. Eitt af því er sala á slaufum sem hengdar eru á ljósastaura um bæinn og lífga mjög upp á lífið þessa haustdaga.
„Það er augljóst að áhyggjur okkar félagsmanna af sínum kjörum fara vaxandi, vissulega er misjafnt á milli manna hver kjörin eru, en það eru allir sammála um að skerðingar Tryggingastofnunar á lífeyrisgreiðslum eru óréttlátar og fyrir því finna allir,“ segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri. Félagið hélt á dögunum fund um kjaramál og var mæting einkar góð, um 200 manns mættu til að hlýða á framsögur og taka þátt í umræðum. Stofnaður hefur verið kjarahópur innan félagsins sem vinna á að bættum kjörum eldri borgara á svæðinu en mikilvægt þykir að rödd eyfirskra eldri borgara heyrist í umræðunni um málefni þeirra.
Það var glatt á hjalla á Jaðri síðdegis í gær þegar um 100 félagsmenn mættu og voru viðstaddir þegar Gísli Bragi Hjartarson, heiðursfélagi GA, tók fyrstu skóflustunguna af viðbyggingu sem mun rísa vestan við klúbbhúsið og hýsa inniaðstöðu GA.
Kristín Aðalsteinsdóttir fjallaði um álegg á fræðslustund sem efnt var til á Amtsbókasafninu. Hún er iðin við brauðbakstur og býður gestum sínum ævinlega upp á þrjú ólík en ljúffeng heimagerð álegg með brauði sínu. Það er að hennar sögn sívinsælt.
Gréta Kristín snýr nú heim eftir meistaranám í leikstjórn í Helsinki. Hún hefur starfað í sviðslistum síðan hún lauk námi við Listaháskóla Íslands árið 2016 og hefur leikstýrt fjölda sýninga í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og í sjálfstæðu senunni
Krabbameinsfélagi Akureyrar hafa undanfarið borist nokkrir styrkir frá fyrirtækjum, félögum og einstaklingum. Þessir styrkir koma sér einstaklega vel þar sem félagið er alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé. þ.e. stuðning frá félagsmönnum, einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu, ásamt rekstrarstyrk og verkefnastyrkjum frá Velunnurum Krabbameinsfélags Íslands.
Rokkað gegn sjálfsvígum í Húsavíkurkirkju
Þessa dagana stendur yfir síðasta sýningarvika á verki Ragnars Kjartanssonar, The Visitors, sem lýkur sunnudaginn 17. september í Listasafninu á Akureyri.
Í smiðjunni fengu fjölskyldur tækifæri til að vinna saman undir leiðsögn myndlistarkonunnar Fríðu Karlsdóttur
Jón Gnarr snýr tekur þátt í uppsetningu á verkinu And Björk, of course eftir Þorvald Þorsteinsson sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í febrúar 2024.
„Þetta er ma
Listasafnið og Heilsuvernd vinna saman að því að fræða og gleðja íbúa, starfsfólk og gesti Hlíðar með tveimur myndlistarsýningum í ár og leiðsögn þeim tengdum.
Down & Out fagnaði Þáttum af einkennilegum mönnum
Starfsár Menningarfélags Akureyrar hefst með hvelli þegar hinn óviðjafnanlegi dúett Hundur í óskilum mætir aftur á svið Samkomuhússins og nú með sýninguna Njála á hundavaði. Leikarar eru að vanda Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson og leikstjóri Ágústa Skúladóttir. Sýningar hefjast í Samkomuhúsinu 22. september.
Um er að ræða tilvistar- og aðferðafræðilega raun um eðli tónlista. Getur hnitanetaður og óskeikandi metalgítarriþmi Jamesar Hetfields fundið samleið með flæðandi, síbreytilega svarandi og ofurdínamísku klassísku píanói?
Dúettinn Down & Out fagna plötu sinni með tónleikum á Gamla Bauk á fimmtudagskvöld
-Segir Hildur Sigurgeirsdóttir frá Húsavík sem vann tvö bronsverðlaun á Heimsleikum Special Olympics
Listasafnið á Akureyri fagnar 30 ára afmæli nú um komandi helgi, dagana 25.-27. ágúst.
Afmælishátíðin hefst í sal 11 á föstudagskvöldinu kl. 22 með tónleikum tékkneska oktettsins HLASkontraBAS. Blásið verður til mikillar listahátíðar á laugardaginn kl. 15 þegar fimm nýjar sýningar verða opnaðar í safninu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ávarp ásamt Ásthildi Sturludóttir, bæjarstjóra á Akureyri, og Hlyni Hallssyni, safnstjóra.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og kona hans frú Eliza Reid komu í morgun til bæjarins i opinbera heimsókn eins og kunnugt er. Hjónin hafa gert víðreist um bæinn en meðal viðkomustaða voru Heilsuvernd Hjúkrunarheimili og Iðnaðarsafnið.
Afmælishátíðin hefst í sal 11 á föstudagskvöldinu kl. 22 með tónleikum tékkneska oktettsins HLASkontraBAS. Blásið verður til mikillar listahátíðar á laugardaginn kl. 15 þegar fimm nýjar sýningar verða opnaðar í safninu. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flytur ávarp, einnig Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Hlynur Hallsson safnstjóri.
Akureyrarbær fagnar 161 árs afmæli sínu 29. ágúst og verður því verður fagnað með ýmsu móti um helgina. Á dagskrá eru fleiri en 70 fjölbreyttir viðburðir víðsvegar um bæinn frá föstudeginum 25. til sunnudagsins 27. ágúst
Menningararfi Langanesstrandar var svo sannarlega gert hátt undir höfði þetta síðsumar með fimm kvölda tónleikaröð sem bar nafnið ‚Stofutónleikar á Bjarmalandi‘.
Ótrúleg uppbygging á Katlavelli skilað sér í enn betri upplifun
Ekki slæmt vera á þessari biðstöð í bænum. Þarna er kaffi, sherrý, útsaumuð mynd og hægt að grípa í Þingeyskt loft Jóns frá Garðsvík, kexdúnkur jafnvel! Hvert smáatriði er með og á réttum stað bara eins og hjá frænku gömlu í ,,Gilsbakkaveginum“ forðum daga!
Hvaða snillingur/ar standa fyrir þessu veit vefurinn ekki líklega ,,sjálfssprottið" en takk til þeirra fyrir að kalla fram bros hjá okkur hinum.
,,Þetta hefur verið virkilega gott og skemmtilegt ár,“ segir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sem á tvöfalt afmæli á þessu ári, hún varð 60 ára fyrr í sumar og átti 30 ára útskriftarafmæli frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Hún fagnaði tímamótunum með því að bjóða landsmönnum upp á 60 gjöringa á 6 dögum hér og hvar um landið. Sýning hennar, Vegamót stendur yfir í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og lýkur í næstu viku en hún á einnig verk á samsýningu norðlenskra listamanna í Listasafninu á Akureyri. Næst liggur leið Aðalheiðar til Danmerkur þar sem hún verður við listsköpun og sýningarhald.