Mannlíf

Rúmur þriðjungur með ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu

-Þörf er á forvörnum og íhlutandi aðgerðum

Lesa meira

Viðburðaríkt sumar á Bakkafirði

Það stefnir í einstaklega skemmtilegt og viðburðaríkt sumar á Bakkafirði. Bæjar- og menningarhátíðin Bakkafest, sem sleit barnskónum sumarið 2021, brestur á í þessari viku

Lesa meira

Fjölskyldusigling á Eyjafirði í blíðskaparveðri

Landherji, sem er Starfsmannafélag innan Samherja, efndi í gær til fjölskyldusiglingar á Eyjafirði með uppsjávarveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA 11.  Áhöfnin tók vel á móti hópnum, sýndi skipið og svaraði fjölmörgum spurningum gesta og kokkurinn sá um að grilla pylsur handa öllum.  Blíðskaparveður var fyrir norðan í gær, þannig að allar aðstæður til að njóta siglingarinnar í góðra vina hópi voru ákjósanlegar.

Alls tók siglingin um tvær klukkustundir, þannig að gestum gafst kostur á að skoða hið glæsilega skip og njóta veitinga um borð.

Lesa meira

Tíminn líður hratt - Spurningaþraut #13

Spurningaþraut Vikublaðsins #13

Lesa meira

Hvalaskoðun í 30 ár

Hvalaskoðunin á Hauganesi fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli og í tilefni þess verður blásið (mjög viðeigandi orð í þessu samhengi) til veislu n.k sunnudag milli kl: 14-17 að Hafnargötu 2 á Hauganesi.

Lesa meira

Föstudagsfréttir úr Hrísey

Sumarblíða hefur verið í Hrísey alla vikuna og eyjaskeggjar flestir búnir að skipta um lit.

Þau gleði tíðindi bárust á laugardagsmorgni að verkfalli væri lokið og því hefur sundlaugin verið opin þessa blíðviðrisdaga. Fjölmenni var gestkomandi í Hrísey um síðustu helgi og talað var um að bæði fjöldinn og gleðin væri góð upphitun fyrir sumarhátíðirnar sem hér verða í sumar. Eyjan sýndi sínar bestu hliðar og heimamenn gerðu það líka.

Lesa meira

Í kvöld Barbara Hannigan og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands og kanadíska sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan eru komin til Akureyrar og halda tónleika í Hofi í kvöld 16. júní. Aðeins er ár síðan Barbara kom fyrst til landsins og sló eftirminnilega í gegn með hljómsveitinni í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík vorið 2022. Gagnrýnandi Fréttablaðsins sagði meðal annars um þá tónleika: „Túlkunin var draumkennd og skáldleg, það ver einhver upphafin stemning yfir öllu saman,“ og „útkoman var sjaldheyrður unaður“

Lesa meira

Skrudduskrúðgangan

Sumarlistamaður Akureyrar, Egill Andrason með spennandi gjörning í tilefni Bíladaga.

Lesa meira

Þróunarfélag Hríseyjar í burðarliðnum

Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni stendur til að stofna Þróunarfélag Hríseyjar. Til stóð að halda stofnfund í byrjun júní en því var frestað svo hægt væri að gefa tíma til þess að kynna félagið. Var því haldinn kynningarfundur þess í stað laugardaginn 3.júní.

Lesa meira

Batterísferð Rafhjólaklúbbsins í dag 14. júní

Rafhjólaklúbburinn er ört vaxandi félagsskapur fólks hér i bæ sem fer um víðan völl á raffjallahjólum sínum.  Þau stefna á ferð í dag eins  og fram kemur í tilkynningu frá félagsskapnum hér að neðan og í þeirri tilkynningu  koma fram ráð frá þeim um það hvernig gott sé að spara hleðsluna á  rafhlöðu hjólsins.   Ekki þarf að efast um að þessi ráð koma sér vel því margir eru að stíga sín fyrstu ástig á rafhjólum þessa dýrðardagana og öll ráð því gulls í gildi.

Lesa meira

Sterkir menn og gamlir tíkallar - Spurningaþraut #12

Spurningaþraut Vikublaðsins #12

Lesa meira

Skemmtiferðaskip til Hjalteyrar

Sl. laugardagskvöld kom skemmtiferðaskipið Sylvia Earle til Hjalteyrar en líklegt verður að telja að það sé í fyrsta sinn sem skip slíkrar tegundar hefur viðkomu á Hjalteyri.  

Lesa meira

Brúnir Gallerí Eyjafjarðarsveit

Raja / Takmörk er málverkasýning sem opnuð verður í dag sunnudaginn 11.júní að Brúnir Gallerí, Eyjafjarðarsveit, milli kl.14-18. Sýningin stendur til 22.júlí og er opin daglega frá kl.14-18

Lesa meira

Tvær Pastellur undir Reyniviðnum

Þriðjudaginn 13. júní koma tveir listamenn úr Pastel ritröð fram undir Reyniviðnum í Menningarhúsi í Sigurhæðum.

Lesa meira

Amtsbókasafnið ekki bara bækur

Það er óhætt að segja að starfsfólkið á Amtsbókasafninu á Akureyri sé fullkomlega ófeimið við að fara út fyrir hefðbundið starfssvið bókasafna og tekst þeim með því að auðga starfið mjög.

Lesa meira

Kvennakórinn Embla flytur perlur frá barrokktímanum ásamt hljómsveit og einsöngvurum

Kvennakórinn Embla flytur perlur frá barrokktímanum ásamt hljómsveit og einsöngvurum.

Laugardagskvöldið 10 .maí 2023 verður Stabat mater eftir Pergolesi og Gloria eftir Vivaldi flutt á tónleikum í Glerárkirkju.

Flytjendur eru Kvennakórinn Embla, Barrokksveit Akureyrar og einsöngvarar eru Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Erla Dóra Vogler og Sigrún Hermannsdóttir.
Stjórnandi er Roar Kvam.

Miðasala verður við innganginn.

Miðaverð er kr 5000 og er posi á staðnum. Einnig verður geisladiskur Kvennakórsins, Íslenskar söngperlur, til sölu við innganginn og kostar kr 3500. Diskurinn kom út í lok árs 2022 og er ófáanlegur í verslunum.

Pergolesi samdi Stabat mater við latneskt miðaldarljóð og fjallar verkið um sorg Maríu meyjar við krossfestingu sonar síns. Verkið var síðasta tónverk hans og er af mörgum talið hans besta verk.  Gloria eftir Vivaldi er eitt vinsælasta kórverk allra tíma og var upprunalega samið fyrir blandaðan kór en verður hér flutt í útsetningu fyrir kvennakór og strengjasveit og orgel. Verkið er byggt á bæninni Gloria in excelsis Deo frá fjórðu öld.

Segir i tilkynningu  frá kórnum



Lesa meira

Magnaður dagur á Kerlingu

Gönguklúbburinn 24x24 er hópur fólks sem hefur það sameiginlegt að hafa ástríðu á fjallamennsku og útivist. Aðra hverja helgi ganga þau í 24x24 ert á eitthvert fjallið, en aðalgönguferð félagsins er Glerárdalshringur sem er gengin aðra helgi í júlí ár hvert.

Lesa meira

„Klofvega situr hann á atómbombu“ - Spurningaþraut #11

Hér er spurt um fleyg orð og ýmslegt fleira

Lesa meira

Rannsókn á algengi svefnvandamála barna:

„Algengi svefnvandamála barna.“ er viðamikil rannsókn sem Sjúkrahúsið á Akureyri leiðir. Nú er vika þar til gagnasöfnun lýkur en í dag eru 363 börn skráð í rannsóknina. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að kæfisvefn meðal barna sé algengara vandamál en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna en alls hafa 75þátttakendur með meðal- eða alvarlegan kæfisvefn mætt í skoðun og eftirfylgni hjá háls-, nef- og eyrnalækni, barnalækni og tannréttingasérfræðingi á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk).

Lesa meira

„Öryggismálin eru alltaf tekin föstum tökum“

Kristján Páll Hannesson stýrimaður er fastráðinn annar stýrimaður á Björgvin EA 311 en gegnir að auki margvíslegum öðrum stöðum á skipum Samherja. „Skip Samherja stunda margvíslegar veiðar, eru öll afar vel búin enda hef ég verið hjá Samherja eða tengdum félögum alla mína sjómennsku“. Kristján Páll segist þakklátur fyrir öll þau fjölbreyttu verkefni sem honum hefur verið trúað fyrir.

Lesa meira

Svanhildur Daníelsdóttir stofnaði Teppahóp Svönu um þarft samfélagsverkefni

„Ég er hræð yfir þessum góðu viðtökum,“ segir Svanhildur Daníelsdóttir sem í vetur stofnaði Teppahóp Svönu á facebook í því skyni að fá fleiri til liðs við sig við að hekla eða prjóna ungbarnateppi fyrir sængurkonur í neyð.

Lesa meira

Sparisjóður Suður-Þingeyinga styrkir björgunarsveitir í Þingeyjarsýslum um fjórar milljónir króna.

Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. í Skjólbrekku í Mývatnssveit.  Rekstur sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var rúmar 76 milljónir króna eftir skatta.  Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins um 12,3 milljarðar króna og hafa aukist um 1,3 milljarða á milli ára.  Innlán voru á sama tíma um 11 milljarðar og jukust þau um 1,1 milljarð á milli ára.  Eigið fé sparisjóðsins var 1,1milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.

Lesa meira

Uppgangur í hjólreiðum með tilkomu rafhjóla

,,Akureyri hentar  ekki til hjólreiða” var oft sagt og var þá verið að vísa til Gilsins og Þórunnarstrætis sem ekki voru á allra færi að hjóla upp. Svo sannfærðir voru menn um þessa ,,staðreynd” að þegar hjólreiðar fóru að aukast með tilkomu ,,hjólað í vinnuna” komst hjólalyfta upp Gilið í kosningaloforðalista stjórnmálaflokka, þetta var fyrir aðeins en 10 árum.

Lesa meira

Gámakortin nú í síma

Löngum var svo að  til þess að henda rusli á gámasvæðinu við Réttarhvamm þurfti að hafa  meðferðis  klippikort og  ef það var fullnýtt  var ekki um annað að ræða en  fara á bæjarskrifstofurnar og fá nýtt.  

Lesa meira

Þrjár sýningar opnaðar á föstudagskvöld

Föstudagskvöldið 2. júní kl. 20 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Samsýning norðlenskra myndlistarmanna – Afmæli, Ásmundur Ásmundsson – Myrkvi, og Inga Lísa Middleton – Hafið á öld mannsins. Boðið verður upp á listamannaspjall með Ásmundi og Ingu Lísu kl. 21 og er stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins.

Lesa meira

ÁFL konur sýna í Listigarðinum

Í tólfta sinn bjóða ÁLFkonur, í samvinnu við Lystigarðinn á Akureyri og LYST kaffihús uppá ljósmyndasýningu við útsvæðið og veitingasöluna í garðinum.
Að þessu sinni takast þær á við vetrarríki, -birtu og form sem fanga augað yfir köldustu mánuðina. Sýning hefst um sjómannadagshelgina og ÁLFkonur tileinka sýninguna íslenskum sjómönnum sem öðrum fremur kljást við vetrarstorma og veðrabrigði í störfum sínum.

Lesa meira

Fréttatilkynning - Útilistasýningin „Heimalingar VI"

Sumarið 2020 bauð Dyngjan-listhús Myndlistafélaginu á Akureyri að taka þátt í útilistasýningu við Dyngjuna-listhús sem er í landi Fífilbrekku undir fjallinu Kerlingu í Eyjafjarðarsveit. Sýningin stóð yfir í 3 mánuði frá júní byrjun fram til ágústloka.

Sköpuð voru fjölbreytt listaverk sem þoldu veður og vind íslenskt sumars. Sýningin hlaut nafnið „Heimalingar“, ástæðan fyrir því var að staðarhaldari hafði fengið að láni 2 undurfagra heimalninga, sem tóku sig vel út á sýningarsvæðinu og glöddu sýningagesti.

Nú verður opnuð 4. útilistasýningin „Heimalingar IV“.

20 heimalingar / norðlenskir listamenn sýna list sína í fjórða sinn, hjá Dyngjunni-listhúsi við Eyjafjarðarbraut eystri, 605 Akureyri, sumarið 2023.

Opið alla daga frá 14.00-17.00 frá 3. júní - 31. ágúst. 

Aðgangur ókeypis.
Velkomin að njóta menningar í fagurri náttúru Eyjafjarðarsveitar.
Nánari upplýsingar eru á Dyngjan-listhús á FB og í síma 8998770

Sýnendur :
Hadda, Brynhildur Kristinsdóttir, Jonna, Anna Þóra Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Karólína Baldvinsdóttir,
Oddný E Magnúsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Hjördís Frímann, Joris Rademaker, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir,
Hrefna Harðardóttir, Freyja Reynisdóttir, Rosa Kristin Juliusdottir, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Björg Eiríksdóttir, Stefán Tryggva og Sigríðarson, Hallgrímur Stefán Ingólfsson, Ólafur Sveinsson.

Lesa meira