Mannlíf

Stofnuðu borðtennisklúbb til að spila meira

Borðtennisáhugi hefur aukist til muna í Borgarhólsskóla og  er nú keppst um borðin til að spila

Lesa meira

„Þetta er þannig starf að þú ert að gefa af þér“

Framhaldsskólinn á Húsavík (FSH) býður upp á fjölbreytt nám og leitar sífellt nýrra leiða til að laða til sín nemendur. Það er vissulega áskorun að halda úti öflugum framhaldsskóla í litlu samfélagi en þeim áskorunum mætir FSH með því að hugsa út fyrir boxið og hanna námsbrautir með sérstöðu.

Ein þeirra námsleiða er heilsunuddbraut sem farið var af stað með haustið 2019. Halldór Jón Gíslason, aðstoðarskólastjóri heldur utan um brautina í FSH en Helga Björg Sigurðardóttir, heilsunuddari stýrir kennslunni. Þau eru í góðu samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla sem hefur kennt brautina um árabil. „Við höfum alltaf getað leitað þangað í þá þekkingu og reynslu sem þar býr,“ segir Halldór Jón en FSH og FÁ eru einu skólarnir á landinu sem bjóða upp á þetta nám. Vikublaðið ræddi við Helgu Björg.

 14 ár í nuddinu

Helga Björg segir að það hafi blundað í sér um nokkurt skeið að læra nudd þegar hún loksins lét verða af því. „Það sem ýtti mér kannski á stað í þetta er bara ákveðin  sjálfsskoðun. Ég var að vinna mikið í sjálfri mér á þessum tíma en þarna var ég orðin læknaritari. Nuddnámið  var kennt í Ármúla þar sem læknaritarinn var kenndur og ég var búin að sjá fög sem voru svolítið lík. Ég útskrifaðist sem læknaritari 2005 og strax í kjölfarið skrái ég mig í heilsunudd. Tek þetta bara í beinu framhaldi. Þá var farið að bjóða upp á þetta nám á Akureyri en ég er í fyrsta árganginum sem lærir þetta á þar. Ég útskrifast vorið 2009 en það er nokkuð síðan þetta nám hætti á Akureyri.

Helga Björg hefur starfað við nudd í og með síðan. „Ég var náttúrlega að vinna sem læknaritari á Heilsugæslunni á Húsavík og nuddaði með. Svo hætti ég á spítalanum og fór að vinna á Deplum þar sem ég var eingöngu að nudda,“ segir Helga Björg en Deplar er lúxushótel í Fljótum.  

„Ég var byrjuð að nudda um áramót 2007 þannig að þetta eru að verða 14 ár. Það er nú bara nokkuð góður lífaldur nuddara,“ segir hún og bætir við að fólk sé oft ekki lengi starfandi í greininni. „Nuddarar eru oft fljótir að brenna upp.“

Nuddarabraut

Hópurinn sem var að klára fyrsta áfangann í verklega náminu, klassískt nudd. Mynd/ aðsend.

 

Sjálf segir Helga Björg að hún hafi yfirleitt unnið við nuddið í hlutastarfi með öðru og þess vegna endist hún lengi í faginu.

Aðspurð hvers vegna starfsaldur nuddara sé oft skammur segir hún að fólk slitni oft í höndum eins og í fleiri iðngreinum. „Mér skilst samt að það sé meira genatískt heldur en nuddið. En margir fá einhverja svona álagskvilla og veldur því að fólk hættir að nudda.

Lesa meira

Átti mér draum að skrifa bók og hann hefur ræst

Hrund Hlöðversdóttir sendir frá sér spennu- og ævintýrabók
Lesa meira

Birkir Blær kominn áfram í 5 manna úrslit

Sjáið frábæran flutning hans í gærkvöld
Lesa meira

Verðlaunaður fyrir framúrskarandi námsárangur

Lenti óvart í laganámi eftir mistök föður síns
Lesa meira

Gönguskíðavertíðin hafin í Hlíðarfjalli

Í boði eru tvær brautir 1,2 km og 3,5 km. Sporað verðu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum þegar veður leyfir. Snjóalög eru með minnsta móti en færið er samt gott.
Lesa meira

Stefnumót í Hofi

Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir tónleikum sunnudaginn 21. nóvember 2021 kl 16 í Hömrum í Hofi. Sif Margrét Tulinius fiðluleikari og Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld eiga þar stefnumót.
Lesa meira

Draumur um skapandi líf

Please Master er nýtt lag með Kjass sem fjallar um drauminn að fá tíma og rými til að vera skapandi einstaklingur í samfélagi þar sem leikreglurnar krefjast þess við útvegum peninga með iðju okkar dags daglega. Hvað fæ ég borgað fyrir að gera þetta? Er spurning sem við spyrjum okkur gjarna þegar við ákveðum að taka eitthvað verk að okkur eða ekki, en hvers virði er lífið ef það er engin list?
Lesa meira

Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Þetta er einstök sýning þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að heyra sannar en lygilegar sögur frá hans langa og viðburðaríka ferli. Fáir segja sögur eins skemmtilega og Jón og enn færri hafa frá jafn mörgu athyglisverðu að segja.
Lesa meira

Tekið á móti vel yfir eitt þúsund köttum um tíðina

Vel yfir 1000 kettir hafa haft viðkomu í Kisukoti frá því starfsemi þess hófst fyrir nær 10 árum, en Kisukot var fyrst opnað 29. janúar 2012. Ragnheiður Gunnarsdóttir stýrir starfseminni og hefur verið dyggur kattavinur í höfuðstað Norðurlands í mörg herrans ár. Um fátt hefur meira verið rætt undanfarið en endurskoðun á samþykkt um kattahald á Akureyri eftir að bæjarstjórn samþykkti að banna lausagöngu katta í bænum eftir rúm 3 ár, 1. janúar 2025. Ragnheiður hefði viljað sjá að mildari leið hefði verið valið til að sætta ólík sjónarmið bæjarbúa til útivistar katta. Ragnheiður rifjar upp að árið 2011 hefði ný samþykkt um kattahald í bænum tekið gildi. Samkvæmt henni átti að skrá alla ketti, greiða fyrir það gjald sem og árgjald. Áður hafði fólk ekki þurft að gera grein fyrir hvort það héldi ketti né hversu marga. Í samþykktinni frá 2011 var ákvæði um að einungis mætti halda þrjá ketti á hverju heimili að hámarki. Þessar nýju reglur gerðu að verkum að einhverjir kettir fengu ný heimili og þá nefnir Ragnheiður einnig að á þessum tíma hafi talsvert verið um villiketti í bænum. Bæði við bryggjunar og eins hefði stór hópur katta komið sér fyrir í hesthúsahverfinu í Breiðholti. Akureyrarbær hafðii forgöngu um að farga þeim sem þar voru en bryggjukettirnir voru áfram á sínum stað.
Lesa meira

Tryggja aðgengi að hreinu vatni og stuðla að því að útrýma hungri

„Þetta er köllun, við sjáum að okkar starf skiptir miklu máli. Það sem við erum að gera bætir lífsgæði fólks til mikilla muna. Verkefnin fram undan eru fjölmörg og við erum hvergi nærri hætt,“ segja hjónin Jóhanna Sólrún Norðfjörð og Haraldur Pálsson sem eiga og reka fyrirtækið Áveituna á Akureyri. Þau hafa undanfarin sex ár farið fjölmargar ferðir til Búrkína Fasó sem er á vesturströnd Afríku. Þar hefur verið borað eftir vatni, dælum komið fyrir sem knúnar eru með sólarsellum. Þá eru lagðar áveitulagnir sem hafa í för með sér að heimamenn hafa ávallt greiðan aðgang að vatni og möguleikar opnast til að stunda ræktun á landinu árið um kring. Allt þeirra framlag hefur verið í sjálfboðavinnu, en í sumar sem leið fengu þau styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins, sem er í samstarfi við Heimstorg Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið. Styrkurinn verður til þess að hægt er að gera enn betur og halda þessu góða starfi áfram, þ.e. að aðstoða fólk í Búrkína Fasó að veita vatni á akra og byggja upp sjálfbær ræktarlönd.

Burkina

Heimamenn hafa nú ávallt greiðan aðgang að vatni sem hefur opnað möguleika á að stunda ræktun á grænmeti á sjálfbærum og gjöflulum ræktarlöndum.

 

„Þetta er köllun, við sjáum að okkar starf skiptir miklu máli. Það sem við erum að gera bætir lífsgæði fólks til mikilla muna. Verkefnin fram undan eru fjölmörg og við erum hvergi nærri hætt,“ segja hjónin Jóhanna Sólrún Norðfjörð og Haraldur Pálsson sem eiga og reka fyrirtækið Áveituna á Akureyri. Þau hafa undanfarin sex ár farið fjölmargar ferðir til Búrkína Fasó sem er á vesturströnd Afríku. Þar hefur verið borað eftir vatni, dælum komið fyrir sem knúnar eru með sólarsellum. Þá eru lagðar áveitulagnir sem hafa í för með sér að heimamenn hafa ávallt greiðan aðgang að vatni og möguleikar opnast til að stunda ræktun á landinu árið um kring. Allt þeirra framlag hefur verið í sjálfboðavinnu, en í sumar sem leið fengu þau styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins, sem er í samstarfi við Heimstorg Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið. Styrkurinn verður til þess að hægt er að gera enn betur og halda þessu góða starfi áfram, þ.e. að aðstoða fólk í Búrkína Fasó að veita vatni á akra og byggja upp sjálfbær ræktarlönd.

„Það var draumur minn frá því ég var barn, að fara til hjálparstarfa í Afríku,“ segir Jóhanna Sólrún sem lengi hafði horft til heimsálfunnar í því skyni að leggja lið. Tækifærið kom þegar henni bauðst að sækja nám í Biblíuskóla, sem fór að hluta til fram í Búrkína Fasó. Hún var treg að fara nema eiginmaðurinn Haraldur kæmi með. Hann langaði engin ósköp að slást í þessa för en lét að lokum undan og saman fóru þau til borgarinnar Bobo Dioulasso, þar sem íslensk hjón, Hinrik og Guðný Ragnhildur hafa starfrækt skóla fyrir börn frá árinu 2008, undir merkjum ABC barnahjálpar. Búrkína Fasó er eitt af fátækustu löndum heims, atvinnuleysi er mikið,  langflestir íbúanna eigi ekki í sig og á.

Í þessari ferð sem farin var árið 2015 má segja að teningnum hafi verið kastað en Haraldur heillaðist einnig af Afríku í þessari ferð. Hann hefur í allt farið sex ferðir til Búrkína Fasó og Jóhanna farið fjórar ferðir. Haraldur kom heim úr síðustu ferð sinni í lok október síðastliðinn og þá eru þau hjónin bæði á leið út í febrúar næstkomandi.

 

Lesa meira

Dalakofinn í 10 ár

Haraldur Bóasson og eiginkona hans, Þóra Fríður Björnsdóttir hafa haldið úti veitingarekstri á Laugum í Reykjadal í 10 ár. Þau reka Dalakofann, vinalegan veitingastað og kjörbúð sem mætti segja að sé ákveðin kjölfesta í samfélaginu á Laugum.
Lesa meira

Saga Akureyrar í öðruvísi ljósi

„Ég skal fallast á að sumt í bókinni er umdeilanlegt eins og til dæmis umfjöllun um fyrstu múturnar. Þá er ekki alveg víst að allir samþykki að hitaveitan okkar hafi orðið til fyrir vanþekkingu eða hversu smekklegt það er að rifja upp formannskjör þar sem frambjóðandinn var látinn fyrir nokkru. En þá er bara að reka í mig hornin,“ segir sagnfræðingurinn Jón Hjaltason.
Lesa meira

„Við erum að verða einn stór vinahópur við erum það mikið saman“

Píramus & Þispa setur upp söngleikinn Mamma mía! Saga Donnu Sheridan
Lesa meira

Tilhneiging til að fjölga börnum í rými og erilshávaði eykst

Skólakerfið hefur tilhneigingu til að fjölga börnum í rýmum. Slíkt hefur í för með sér aukinn erilshávaða í skólastofunum sem langt í frá eru alltaf friðsamlegur vinnustaður. Börn, alveg eins og fullorðnir, eiga erfitt með að einbeita sér í hávaða. Mörg börn eiga sér sögu um eyrnabólgu og rör í eyru. Lítill gaumur er gefinn að því hver hlustunargeta barna er. Börnum er blandað í bekki, öllum boðið inn en ekki tekið nægilegt tillit til þeirra sem eru, t.d. tvítyngdir. Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir radd- og talmeinafræðingur hefur bent á að allt þetta, hávaða í skólastofu, einbeitingarleysi og hlustunargetu, allt hafi þetta áhrif þegar verið er að kenna börnum að lesa. Hún hefur sent frá sér bókina Lestrarkennsluaðferðin sjáðu – heyrðu – finndu - Ævintýraför Stubbs og Stubbalinu í Stafalandið. Hún hefur fengið mjög góð viðbrögð við bókinni.
Lesa meira

Sálumessa Duruflé einstök tónsmíð

Norðlensku kórarnir Hymnodia og Kammerkór Norðurlands leiða saman hesta sína á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 7. nóvember kl. 16. Aðalverkið á tónleikunum er Requiem eða sálumessa eftir franska tónskáldið Maurice Duruflé. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar, Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel, Hildigunnur Einarsdóttir messósópran syngur einsöng og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir leikur á selló.
Lesa meira

Vegalengd sem ekið var jafngildir 4,4 ferðum umhverfis jörðina

Hopphjólin voru leigð í 103 þúsund ferðir í sumar - Um 2,4 tonn af koltvísýringi sparaðist ef miðað er við akstur á bíl
Lesa meira

„Ég er búinn að njóta hverrar mínútu“

Nú er komið að síðustu sýningarhelginni af fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfur hjá Leikfélagi Akureyrar. Sýningin hefur algjörlega slegið í gegn og hefur verið sýnd um 70 sinnum í Samkomuhúsinu þegar yfir lýkur.
Lesa meira

Flóttamaður í 40 ár, ættfræði og glens um Akureyringa

Völuspá útgáfa sendir að þessu sinni fjölbreytta flóru bóka á jólamarkaðinn
Lesa meira

„Þetta er kúltúr sem þekkist ekki annars staðar“

Gríðarlegt uppbyggingarstarf Blakdeildar Völsungs á undanförnum árum hefur vakið verðskuldaða athygli. Árangur vinnunnar mátti sjá á dögunum þegar U17 landslið Íslands keppti á Norðurlandamóti í Danmörku. Völsungar áttu hvorki fleiri né færri en níu keppendur á þessu móti, fjóra pilta og fimm stúlkur. Auk þess voru þjálfarar U17 stúlkna, Völsungarnir, þau Tamas Kaposi og Tamara Kaposi-Peto og liðsstjóri í ferðinni var Lúðvík Kristinsson, formaður blakdeildar Völsungs. Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og lönduðu gulli á mótinu. Vikublaðið ræddi við Lúðvík Kristinsson um uppbygginguna í blakinu á Húsavík en hann var einn þeirra foreldra sem lyftu grettistaki fyrri nokkrum árum með því að gera blak að alvöru valkosti fyrir börn og unglinga á Húsavík.
Lesa meira

„Fólk hættir ekkert að eiga afmæli“

Sykurverk safnar fyrir flutningum í Strandgötu
Lesa meira

Þjónustan á Akureyri ekki síðri en var í Noregi

„Við vissum hvað við höfðum en ekki hvað við fengjum. Sem betur fer erum við hæst ánægð með þá þjónustu sem okkur hefur boðist, það er allt til fyrirmyndar,“ segja þau Aðalheiður Jóhannesdóttir og Þóroddur Ingvarsson, foreldrar tveggja sykursjúkra barna. Þau fluttu frá Lillehammer í Noregi til Akureyrar í fyrrasumar. Þar var vel haldið utan um fjölskylduna og góður stuðningur með börnin í skólanum. Þau segja ánægjulegt að upplifa að þjónustan sé ekki síðri á Akureyri. Aðalheiður er frá Dalvík, Þóroddur er Akureyringur, en þau kynntust í Menntaskólanum á Akureyri. Bæði eru læknar og starfa á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þau héldu utan til framhaldsnáms í læknisfræði eftir nám hér á landi, fóru fyrst til Svíþjóðar og síðar Noregs. Tvö yngstu börnin, Magnús 11 ára og Fríða 8 ára fæddust í Svíþjóð. Þau eru nú í 6. og 3. bekk í Brekkuskóla. Eldri börn þeirra hjóna eru Ingvar 23 ára og Ester 17 ára.
Lesa meira

Birkir Blær flaug áfram í kvöld

Hann fékk standandi lófaklapp fyrir flutning á laginu Leave The Door Open
Lesa meira

Karlmennskan á Húsavík

Þorsteinn V. Einarsson frá @karlmennskan hefur verið á ferðinni á Húsavík síðustu daga. Þorsteinn, sem er bæði kennari og kynjafræðingur, heldur úti vefnum karlmennskan.is þar sem hann fjallar um karlmennsku í samfélaginu. Hann hélt fyrirlestur í Framhaldsskólanum á Húsavík, Borgarhólsskóla og í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík.
Lesa meira

Kontrabassinn hefur sótt í sig veðrið sem einleikshljóðfæri

Sunnudaginn 31. október kl 16 verða tónleikar á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Hömrum í Hofi. Þá leika Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari dagskrá sem þau kalla “Hljóðs bið ek allar helgar kindir”
Lesa meira

Benedikt Búálfur í sjónvarpið

Fjölskyldusöngleikurinn Benedikt búálfur, sem Leikfélag Akureyrar hefur sýnt í Samkomuhúsinu, verður sýndur í Sjónvarpi Símans fyrir jólin. Sýningin hefur hlotið dæmalausar vinsældir og hefur nú verið tekin upp af fagfólki fyrir komandi kynslóðir að njóta.
Lesa meira

„Ég nýt þess að prófa mig áfram með mismunandi hráefni í hæsta gæðaflokki“

Dorian Lesman er pólskur kokkur sem starfar á Fosshótel Húsavík. Auk þess rekur hann veisluþjónustu ásamt Martin Varga eiganda gistiheimilisins Tungulendingar á Tjörnesi.
Lesa meira