Mannlíf
25.04.2021
Lesa meira
Mannlíf
24.04.2021
Píeta samtökin munu opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni í sumar þegar þau opna starfsstöð á Akureyri. Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur hjá Píeta samtökunum og listamaður, mun sinna stöðu forstöðumanns á Akureyri.Píeta eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða og bjóða fólki 18 ára og eldri sem glíma við sjálfsvígshugsanir aðstoð frá fagfólki án endurgjalds.Birgir, einnig þekktur sem Biggi í Maus, hefur starfað sem sálfræðingur fyrir Píeta í um þrjú ár. Vikublaðið ræddi við Birgi um samtökin, listina og væntanlega búferlaflutninga norður en hann er þó nokkuð tengdur Akureyri. „Ég kom oft hingað með Maus á sínum tíma og hef einnig verið giftur Akureyrarmær í 13 ár og því eytt töluverðum tíma hérna sl. ár. Við eigum því stóra fjölskyldu hér og marga vini...
Lesa meira
Mannlíf
23.04.2021
Lesa meira
Mannlíf
22.04.2021
Lesa meira
Mannlíf
21.04.2021
Lesa meira
Mannlíf
21.04.2021
Lesa meira
Mannlíf
20.04.2021
„Ég vil byrja á að taka það fram að ég kann Andrési Vilhjálmssyni litlar þakkir fyrir að varpa boltanum yfir á mig beint úr Matarhorninu. Hann hefur aldrei komið í mat til mín og veit því ekki að ég elda yfirleitt ekki, og það sem ég geri í eldhúsinu er einfalt og eitthvað sem fer vel í strákana mína,“ segir Gísli Einar Árnason sem er matgæðingur vikunnar. „En þar sem að Andrés er góður maður kann ég ekki við annað en að taka áskoruninni. Hann er einnig mikill húmoristi og tel ég að áskorunin á mig sé í anda þess og til þess fallinn að vekja kátínu hjá lesendum Matarhornsins. Ég heiti sem sagt Gísli Einar og er Ísfirðingur en hef búið á Akureyri síðan 2007. Ég er tannréttingasérfræðingur og starfa á Tannlæknastofum Akureyrar á Glerártorgi. Er giftur Sigrúnu Maríu Bjarnadóttur sem stendur vaktina í eldhúsinu oftar en ég. Við eigum saman fjóra stráka sem eru álíka liðtækir í eldhúsinu og pabbi þeirra. Ég ætla að bjóða lesendum upp á tvennskonar uppskriftir! Annars vegar er það Vestfirskur plokkfiskur sem er mjög vinsæll mánudagsmatur hjá okkur og strákarnir mínir spæna í sig. Hins vegar eldbakaða pizzu sem við fjölskyldan sameinumst í að útbúa á föstudögum eftir að við fengum viðarkynntan pizza ofn,“ segir Gísli.
Lesa meira
Mannlíf
18.04.2021
Steindór Ragnarsson er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar (GA) en hann hefur starfað á vellinum um árabil. Hann byrjaði fyrst að vinna á vellinum árið 1998 og því öllum hnútum kunnur á vellinum. Steindór er menntaður í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi og er formaður Samtaka íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi. „Ég byrjaði í unglingavinnunni hjá bænum hérna á vellinum og fékk í framhaldi vinnu hjá GA. Fyrstu árin með skóla var þetta sumarvinna en árið 2004 varð ég vallarstjóri og var í því starfi í 15 ár áður en ég fékk stöðu framkvæmdastjóra árið 2017,“ segir Steindór. Það styttist óðum í að golfsumarið hefjist en Klappir, æfingasvæðið á Jaðarsvellinum hjá Golfklúbbi Akureyrar, opnaði í lok mars. Starfsmenn hafa unnið hörðum höndum í vetur að létta á snjó og tryggja það að snjór og klaki fari af flötunum eins fljótt og mögulegt er og því kemur grasið nokkur vel undan vetri. Flatirnar eru í góðu ásigkomulagi og segir Steindór full ástæða fyrir golfara að til að láta sig hlakka til sumarsins. Þá fer sjálft Íslandsmótið í golfi fram á Akureyri og er undirbúningur hafin fyrir þetta stærsta mót sumarins. Steindór er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira
Mannlíf
17.04.2021
Húsavík er á ný orðinn kvikmyndabær og fór að taka á sig mynd sem slíkur nú í morgunsárið. Eins og Vikublaðið greindi frá í gær verður söngatriði í tengslum við Óskarstilnefningu lagsins Husavik – My Home Town úr myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, tekið upp á höfninni á Húsavík í dag og kvöld. Atriðið verður síðan flutt á Óskarsverðlaunaafhendingunni sem fram fer aðfararnótt 26. apríl að íslenskum tíma; í Hollywood og sjónvarpað um allan heim.
Lesa meira
Mannlíf
16.04.2021
Kvikmyndafyrirtækið True North er mætt til Húsavíkur til að taka upp myndband af flutningi Molly Sandén á laginu Husavik – My Home Town úr kvikmyndinni Eurovision Song
Contest: The Story of Fire Saga sem tilnefnt er til Óskarsverðlauna
Lesa meira
Mannlíf
16.04.2021
Um hádegisbil í dag mættu vaskir menn á vegum þjónustumiðstöðvar Norðurþings með málningu og rúllur
Lesa meira
Mannlíf
16.04.2021
Egill Bjarnason blaðamaður sem er búsettur á Húsavík gefur út sína fyrstu bók í maí, How Iceland Changed the World (is. Hvernig Ísland breytti heiminum). Hann hefur skrifað fyrir Associated Press, The New York Times, National Geographic og fleiri erlenda miðla.
Lesa meira
Mannlíf
15.04.2021
Lesa meira
Mannlíf
14.04.2021
Lesa meira
Mannlíf
14.04.2021
Lesa meira
Mannlíf
12.04.2021
Lesa meira
Mannlíf
11.04.2021
„Ég vil byrja á því að þakka Brynjari Davíðssyni kærlega fyrir að skora á mig í matarhornið. Þar er á ferðinni vandaður og góður maður. Þó skapstyggur og saðsamur sé þá veit hann ávallt hvar svangur maður situr,“ segir Andrés Vilhjálmsson sem sér um matarhornið þessa vikuna. „Burtséð frá því að vera söngvari stórhljómsveitarinnar Pálmar, eins og Brynjar kom glettilega inn á, þá starfa ég sem markaðsstjóri hjá Kjarnafæði. Ég er þriggja barna faðir, í sambúð með Helgu Sif Eiðsdóttur og hef mikinn áhuga á matargerð. Í starfi mínu fæst ég við mat allan daginn og hef gaman að skoða uppskriftir. Við tengjum páskana að sjálfsögðu við lambakjöt og því er ein uppskrift í þeim dúr.
Lesa meira
Mannlíf
10.04.2021
Inga Berglind Birgisdóttir er yfirhjúkrunarfræðingur hjá HSN sem hefur séð um bólusetningar á Norðurlandi. Nóg hefur verið að gera hjá Ingu undanfarið og í mörg horn að líta enda eru bólusetningarnar afar vandasamt og krefjandi verkefni. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Ingu Berglindar. „Bólusetningarnar hérna fyrir norðan hafa heilt yfir gengið mjög vel og ég er afar þakklát fyrir hvað það er frábært fólk sem hefur komið að þessu stóra verkefni. Helst ber að nefna mjög gott samstarf allra viðbragðsaðila hér á Akureyri og þá helst Slökkviliðið og lögreglu, einnig Rauða Krossinn, Landsbjörgu og Sjúkrahúsið. Síðast en alls ekki síst allt starfsfólkið á HSN sem hefur staðið sig afar vel í þessu stóra verkefni,“ segir Inga Berglind. Hún segir að almennt sé fólk jákvætt fyrir því að fá bóluefni. „Flestir eru mjög fegnir að loks sé komið að því að bólusetja landann. Margir hafa verið í erfiðri stöðu um langa hríð og því er það mikið gleðiefni fyrir fólk að fá bólusetningu. Það er mín upplifun að fólki finnst þetta ganga of hægt og flestir eru tilbúnir að rétta fram handlegginn og þiggja bóluefni.“ Hún segir þetta umfangsmesta verkefnið sem hún hafi tekist á við í sínu starfi. „Tvímælalaust. Eins og bara faraldurinn allur. Við rétt blikkum augunum og þá eru áherslurnar í dag orðnar allt aðrar en í gær en með einhverjum ótrúlegum hætti náum við þó alltaf að rétta úr okkur og halda áfram. Vinnudagarnir hafa verið bæði langir og strangir og stundum erfitt að slíta sig frá vinnu eftir að heim er komið. En þrátt fyrir það hafa þeir líka verið lærdómsríkir og skemmtilegir.“ Inga segir að enginn dagur sé eins í vinnunni.
Lesa meira
Mannlíf
06.04.2021
Lesa meira
Mannlíf
02.04.2021
„Það var mikið gleðiefni þegar Hjalti vinur minn, höfum reyndar þekkst í skamman tíma, skoraði á mig í þetta ágæta matarhorn. Hann hefur væntanlega gert það að áeggjan Siguróla sem ég er búin að þekkja af góðu einu mun lengur,“ segir Brynjar Davíðsson sem tók áskorun frá Hjalta Þór Hreinssyni og sér um matarhornið þessa vikuna. „Það gleður mig mjög að þeir hafi getað skemmt sér yfir þessum gjörningi. Siguróli skuldar mér einmitt matarboð og ég geri kröfu á að Hjalti verði þar líka. Sjálfur er ég ekki mikið í tilraunamennsku í eldhúsinu, þessi eina önn sem ég tók á matvælabraut í VMA virðist löngu gleymd. Ekki eru matreiðslubækur ofarlega í staflanum á náttborðinu mínu eins og hjá þeim kumpánum og liðsfélögum mínum í El Clasico boltanum. Er þó mikill aðdáandi Matreiðslubókar Friðriks Dórs, en líklega best að segja ekki mikið frá því hér. En þegar neyðin er stærst þá er hjálpin stundum næst og þó engar séu bækurnar þá er gagnaöflun nokkuð einföld. Ég ætla nú samt að reyna vinna með þrjá rétti í þessari grein. Lambalæri er einfalt og erfitt að klúðra því nema með nokkuri lagni. Hamborgarar eru klassískir á grillið og nú þegar vora tekur er það alveg tilvalið. Svo er líka þessi fína döðluterta í boði sem sjaldan klikkar. Nema þú borðir ekki döðlur,eins og tilfellið er reyndar með mig,“ segir Brynjar.
Lesa meira
Mannlíf
29.03.2021
Lesa meira
Mannlíf
28.03.2021
Helena Eyjólfsdóttir er landsmönnum góðkunn en hún söng sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar sem barn og hefur gert ófáar dægurlagaperlurnar ógleymanlegar á löngum ferli sem söngkona. Helena vakti nýverið athygli í þættinum Það er komin Helgi þar sem hún mætti í heimsókn í hlöðuna til Helga Björns og Reiðamanna Vindanna. Helena, sem er í kringum áttrætt, sló algerlega í gegn og lék á als oddi. Vikublaðið fékk Helenu til að vera Norðlending vikunnar og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira
Mannlíf
26.03.2021
Lesa meira
Mannlíf
26.03.2021
Lesa meira
Mannlíf
25.03.2021
Lesa meira
Mannlíf
23.03.2021
„Ég er virkilega ánægður með útnefninguna frá Siguróla vini mínum fyrir þennan ágæta lið,“ segir Hjalti Þór Hreinsson sem hefur umsjón með matarhorni vikunnar. „Ég, og við hjónin, erum ansi dugleg og liðtæk í eldhúsinu. Njótum þess að fá gesti í mat og eigum bæði nokkrar skotheldar uppskriftir sem við grípum oft í, en finnst líka gaman að söðla um og feta nýjar slóðir. Við horfum líka mikið á matreiðsluþætti og ýmislegt tengt mat og matargerð. Þá skoðar maður netið, bæði samfélagsmiðla og heimasíður (mæli með Serious Eats síðunni, sérstaklega). Ég hef mjög gaman af því að lesa, á fjölda uppskriftabóka, allt frá tæknilegum bókum um vísindi bakvið matargerð (mæli með Food Lab eftir Kenji López-Alt), út í sögu matargerðar, til dæmis gaf Siguróli mér einmitt bók um matargerðarlist Íslendinga á miðöldum, Pipraðir Páfuglar. Hafði eðlilega mjög gaman af henni. Ég er meira fyrir slíkar bækur en eiginlegar uppskriftabækur. Ég fylgi ekki oft uppskriftum en fæ oft hugmyndir og innblástur af þeim, sem svo breytast aðeins og þróast þegar maður færir sig í eldhúsið,“ segir Hjalti. „Uppskriftirnar hér eru nokkuð klassískar og eiga það sameiginlegt að henta vel í matarboð og jafnvel í fjölmennari veislur. Við Siguróli höfum einmitt staðið fyrir fögnuði í kringum Superbowl undanfarin ár, þar sló pulled pork til að mynda vel í gegn fyrir nokkrum árum, og nú síðast í janúar var það eftirrétturinn sem var margrómaður.“
Lesa meira
Mannlíf
22.03.2021
Gönguskíðaæðið á landinu hefur varla farið framhjá mörgum en nánast annar hver maður stundar nú sportið af harðfylgi. Ólafur Björnsson hjá Skíðafélagi Akureyrar hefur ekki farið varhluta af áhuga Akureyringa og annarra landsmanna á gönguskíðasportinu. Ólafur, sem starfar sem kennari við VMA í aðalstarfi, ræddi við Vikublaðið um íþróttina vinsælu. „Skíðafélag Akureyrar heldur úti reglulegum æfingum fyrir börn og unglinga. Einnig eru vikulegar æfingar fyrir fullorðna. Þar fjölgaði svo mikið í vetur að við þurftum að skipta fólki í fleiri hópa. Það eru tveir svokallaðir byrjendahópar, einn millihópur fyrir fólk með svolitla reynslu og svo er framhaldshópur þar sem stundum er tekið ansi vel á því. Þetta eru sirka 100 manns sem að eru á þessum vikulegu æfingum. Þar erum við þrír þjálfarar. Það hefur verið mikið að gera í námskeiðshaldi og æfingum í vetur en sérstaklega hefur iðkun fullorðinna sprungið út og við erum með tugi manns sem mæta á vikulegar æfingar hjá Skíðafélaginu,“ segir Ólafur. Þá segir hann mikla fjölgun hjá þeim sem stunda skíðagöngu sér til ánægju og heilsubótar.
Lesa meira