Greifinn gerir styrktarsamning við Hafdísi Sigurðardóttur hjólreiðakonu

Hafdís Sigurðardóttir, Markús Gústafsson  og Arinbjörn Þórarinsson við undirritunina.
Hafdís Sigurðardóttir, Markús Gústafsson og Arinbjörn Þórarinsson við undirritunina.

Hafdís átti ótrúlegu gengi að fagna á síðasta keppnisári og er ríkjandi Íslands og bikarmeistari í bæði götuhjólreiðum og tímatöku kvenna auk þess sem hún var valin Íþróttakona Akureyrar og Hjólreiðakona Íslands.

”Við á Greifanum viljum standa við bakið á Hafdísi enda mikilvægt að fyrirtækin í bænum styðji við afreksfólkið okkar og hefur Hafdís sýnt það og sannað að hún er ekki einungis afbragðs keppnismanneskja heldur frábær fyrirmynd sem hefur eflt hjólreiðar á svæðinu og hvatt aðra áfram til árangurs” segir í tilkynningu.

Hafdís segir það gríðarlega mikilvægt fyrir sig að jafn þekkt og öflugt fyrirtæki og Greifinn velji að verða bakharl hjá sér enda ærinn kostnaður að vera íþróttamaður á landsbyggðinni. Svo er Greifinn líka mathöll útaf fyrir sig, frábær matur fyrir keppni og eftir.

Hafdís er er að fara að keppa á Reykjanesi á fyrstu bikarmótum sumarsins um helgina og óskum við henni góðs gengis.

Segir í tilkynningu

Nýjast