Mannlíf
08.07.2021
Vikublaðið kemur út í dag eins og alla fimmtudaga og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira
Mannlíf
07.07.2021
Þuríði Þráinsdóttur þekkja flestir Húsvíkingar en hún er svo sannarlega með mold undir nöglunum, enda gengur hún stundum undir nafninu garðyrkjudrottningin. „Ég kom þessu nafni reyndar sjálf á,“ segir hún og hlær innilega en hún hefur alla tíð haft áhuga á blóma og garðrækt. Vikublaði ræddi við Þuríði á dögunum.
Lesa meira
Mannlíf
06.07.2021
Lesa meira
Mannlíf
05.07.2021
Christian Schmidt kemur frá Bremen í Norður-Þýskalandi og er menntaður hagfræðingur. Hann kom upphaflega til Íslands sem ferðamaður og heillaðist af landi og þjóð. Hann dvelur á Húsavík í um níu mánuði á ári og starfar hjá Norðursiglingu. Christian er Norðlendingur vikunnar.
„Ég ákvað árið 2009 að sækja um sem sjálfboðaliði hjá Hvalasafninu á Húsavík af því að ég elska hvali,“ segir Christian en við störf sín átti hann erindi um borð í hvalaskoðunarbáta Norðursiglingar nánast daglega. Það varð til þess að honum var boðin vinna sem leiðsögumaður í hvalferðum fyrirtækisins.
Lesa meira
Mannlíf
03.07.2021
Mikil gróska er í Hörgársveit. Íbúum fer ört fjölgandi og ýmsar framkvæmdir í gangi. Horft er til þess að íbúar geti verið orðnir um 900 innan fárra ára og þessari fjölgun þarf að mæta með uppbyggingu innviða. Snorri Finnlaugsson hefur verið sveitarstjóri í Hörgársveit frá árinu 2015 og Vikublaðið ræddi við Snorra um uppganginn í sveitarfélaginu og hann sjálfan. „Hér er allt mjög gott að frétta. Við erum sveitarfélag í vexti og ég finn að íbúar kunna að meta hvernig þessu sveitarfélagi hefur tekist að gera hlutina á þann veg að hér sé uppbygging og jákvæðni fyrir framtíðinni og við séum að fá nýja íbúa vikulega til að búa með okkur í þessu góða samfélagi. Við erum eftirsóknavert sveitarfélag og það er gott,“ segir Snorri.
Lesa meira
Mannlíf
02.07.2021
Siglingasamband Íslands stendur nú fyrir árlegum siglingabúðum sínum sem að þessu sinni eru haldin á Húsavík. Um 20 ungmenni og þjálfarar eru nú í stífum æfingum á láði og landi.
Lesa meira
Mannlíf
01.07.2021
Lesa meira
Mannlíf
01.07.2021
Lesa meira
Mannlíf
28.06.2021
Lesa meira
Mannlíf
27.06.2021
Á föstudag í síðustu viku luku 16 hressar stelpur á aldrinum 10-14 ára fimm daga dvöl í sumarbúðum í Saltvík rétt sunnan Húsavíkur. Í hópnum eru bæði stelpur sem eru þaulvanar að umgangast hesta en einnig aðrar sem aldrei hafa stigið á bak. Þetta er í fyrsta sinn sem sumarbúðir eru starfræktar í Saltvík. Rakel Jóhannsdóttir er einn af skipuleggjendum sumarbúðanna en hún segir að stelpurnar hafi allar verið svakalega ánægðar.
Sumarbúðirnar heita Útreiðar & Útivist og eins og nafnið gefur til kynna er áhersla lögð á hestamennsku en einnig náttúruskoðun, föndur og leiki. Þá skellti hópurinn sér í hvalaskoðun á fimmtudag með Norðursiglingu. „Hvalaskoðuninn var klárlega einn að hápunktunum og svo að fara a stökk og sækja egg hjá hænunum,“ segir Rakel. Gildi sumarbúðanna eru Gleði - Ævintýri - Óvissa! En það voru stelpurnar sjálfar sem sömdu þau og segir Rakel að starfið í kringum sumarbúðirnar sé í stöðugri þróun enda bara rétta að byrja
Lesa meira
Mannlíf
27.06.2021
Lesa meira
Mannlíf
24.06.2021
Lesa meira
Mannlíf
23.06.2021
Handverksmarkaður Kaðlín flutti sig yfir götuna að Naustagarði 1.
Lesa meira
Mannlíf
22.06.2021
Lesa meira
Mannlíf
20.06.2021
Jón Arnór Pétursson er aðeins 14 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur á hann nú þegar að baki glæstan feril sem leikari og skemmtikraftur.
Jón Arnór er þessa dagana að stíga sín fyrstu skref í útgáfu á eigin tónlist ásamt Baldri Birni Arnórssyni vini sínum. Þeir senda frá sér tónlist og koma fram undir listamannanafninu „Jón Arnór & Baldur“. Fyrsta lagið þeirra „Alla leið“ kom út 1. júní 2021. Strákarnir eru komnir í stúdíó með annað lagið sitt og von er á fleirum á næstu mánuðum.
Lesa meira
Mannlíf
17.06.2021
Lesa meira
Mannlíf
16.06.2021
Um þessar mundir eru 16 hressar stelpur á aldrinum 10-14 ára í sumarbúðum í Saltvík rétt sunnan Húsavíkur. Í hópnum eru bæði stelpur sem eru þaulvanar að umgangast hesta en einnig aðrar sem aldrei hafa stigið á bak.
Lesa meira
Mannlíf
16.06.2021
Lesa meira
Mannlíf
14.06.2021
Hluti af því að vera blómaáhugamaður er að gera alls konar tilraunir, sama hversu gáfulegar þær eru. Í dag er ég með tvær skemmtilegar tilraunir í gangi. Annars vegar setti ég niður fræ úr lífrænni sítrónu úr Nettó en það eru komnar þrjár litlar plöntur sem virðast ætla að komast á legg. Hins vegar spíraði ég fræ úr avókadóávexti og setti að lokum í mold. Það er tilrauninn sem ég ætla að fjalla um að þessu sinni.
Lesa meira
Mannlíf
12.06.2021
Harpa Fönn Sigurjónssdóttir ólst upp í Kaldbak á Húsavík en fluttist til höfuðborgarinnar til að fara í menntaskóla og hefur að mestu búið þar síðan. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur m.a. starfað sem slíkur fyrir Myndstef en hún lagði áherslu á höfundaréttarmál í námi sínu. Hún hefur þó lengst af starfað með einum eða öðrum hætti við listsköpun og skipulagningu listviðburða.
Lesa meira
Mannlíf
12.06.2021
Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey frá árinu 1990 eða í 31 ár. Óhætt er að segja að hún sé athafnakona þar sem hún er að vasast í ýmsu á eynni og stekkur í hin og þessi störf. Hún segist kunna afar vel við sig á hjara veraldar. „Hér finnst mér dásamlegt að vera, annars væri ég varla búin að vera hér svona lengi,“ segir Anna María sem er Norðlendingur vikunnar. „Hér er allt gott að frétta. Það var verið að bólusetja okkur hér í eyjunni nýverið, alls 16 manns sem áttu eftir að fá bólusetningu og alveg magnað að vera orðin full bólusett.“ Anna María segir mikið líf færast yfir Grímsey þegar vorar. „Hér lifnar allt mikið við í maí þegar fuglarnir mæta til okkar og bjargfuglinn fer að verpa og eggjatakan á fullu. Núna er strandveiðin að byrja og þá koma hér sjómenn og lífga upp á eyjalífið. Ferjan kemur orðið fimm sinnum í viku og með henni koma ferðamennirnir og vistir til okkar. Dagurinn er orðin svo bjartur og næturnar líka og bara allt eins og það á að vera,“ segir Anna María.
Lesa meira
Mannlíf
10.06.2021
Lesa meira
Mannlíf
08.06.2021
Lesa meira
Mannlíf
06.06.2021
Ármann Örn Gunnlaugsson stendur á þrítugu en hann er Húsvíkingur í húð og hár. Ármann bjó á Húsavík fyrstu 20 ár ævinnar áður en hann fór á flakk. „Síðustu 10 ár eða svo hef ég verið töluvert á flakki en þó alltaf með ræturnar á Húsavík. Tvítugur fór ég í nám í Bandaríkjunum, Birmingham, Alabama, í viðskipta- og hagfræði ásamt því að spila fótbolta. Svo tóku við tvö ár í framhaldsnámi við Háskólann í Reykjavík, með viðkomu eina önn í skiptinámi í París.
Því næst var förinni heitið til Sviss þar sem kærasta mín var í námi og nú er maður aftur kominn til Húsavíkur,“ segir Ármann sem er Norðlendingur vikunnar.
Ármann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða og segist hann vera mjög spenntur fyrir þeirri áskorun. „Þetta er spennandi verkefni sem gaman verður að takast á við.“
Lesa meira
Mannlíf
05.06.2021
Lesa meira
Mannlíf
05.06.2021
Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Bergmann hefur verið í fantaformi með KA í Pepsi-Max deildinni í fótbolta í sumar en norðanmenn hafa spilað vel í byrjun sumars og eru í toppbaráttunni. Hallgrímur hefur verið lengi í herbúðum KA og er leikjahæsti leikmaður liðsins. Vikublaðið ræddi við Hallgrím um boltann og ýmislegt fleira. Ég byrja á að spyrja Hallgrím hvort frammistaða KA-manna í sumar hafi verið vonum framar? „Nei, í sjálfu sér ekki. Við erum með mjög sterkan og kröfuharðan hóp svo ég myndi mögulega segja að hún sé á pari ef við horfum á stigafjöldann. Liðið sjálft á nóg inni hvað varðar spilamennsku. Við höfum misst sterka leikmenn í meiðsli en það segir svolítið um styrkin á okkar hóp hvar við erum í töflunni þrátt fyrir svona mörg áföll,“ segir Hallgrímur. Er raunhæft að stefna á Íslandsmeistaratitilinn? „Ég hef fulla trú á því að við getum barist við bestu liðin, hvort sem það verður um Evrópusæti eða Íslandsmeistaratitilinn....
Lesa meira
Mannlíf
02.06.2021
Vinir mínir segja margir að ég sé klikkaður enda aukast sífellt öfgarnar í pottablómaáhugamáli mínu. Í dag á ég eina plöntu fyrir hverja viku ársins eða alls 52 og þeim á eflaust eftir að fjölga. Plönturnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Allt frá litlum kaktusum, hawaii rósum, stórum drekatrjám og eitt nýlegt ólívutré svo dæmi sé tekið.
Lesa meira