Eftir leiðum stíga og gátta

Luke Fair og Natalie Goulet.
Luke Fair og Natalie Goulet.

Eftir leiðum stíga og gátta (e. Along the lines of paths and portals) er sýning  júlí-gestalistamanna Gilfélagsins, Luke Fair og Natalie Goulet. Sýningin opnar kl 19.30 föstudagskvöldið 28. júlí og er opin frá 14 – 17 laugardag 29. og sunnudag 30. júlí.

Sýningin er af blandaðri tækni innsetning sem samanstendur af teikningum, handprentuðum ljósmyndum og myndbandsverkum. Teikningar- og máluð verk Fair skarast og samtvinnast ljósmyndaverkum Goulets og spurningar sem snúa að vatni, vistfræði og iðkunar göngu sem íhugandi leiðar til að verða þáatkandi í landslaginu vakna.

Stígur getur verið gangstígur eða slóð sem hefur verið troðin af mörgum fótum. Sem viðskeyti er leið orðsifjafræðilega bundið við þjáningu: „sá sem þjáist af“ ákveðnum sjúkdómi, ástandi eða kvilla. Í læknisfræðilegum skilningi er gátt staður þar sem eitthvað fer inn og út úr kerfinu. Ganga verður að íhugun, gangandi gátt í gegnum landslag sem hvort tveggja í senn afhjúpar og leynir sér, þegar ákveðnir þættir landsins hverfa í bakgrunn hugsana okkar.

Þegar landið verður fyrir áhrifum ofnýtingar-kapítalisma í auknum mæli, hvert mun vatnið fara? Hvert munum við fara? Af hverju munum við þjást af þegar jöklarnir deyja og sjávarborð hækkar? Hvernig kynnumst við og lifum með vistkerfunum? Hvað þýðir það að vera vistvænn? Verkið ætlar sér ekki að leysa þennann vanda, heldur veltir honum fyrir sér fyrir sér og reynir að skapa samkennd til að bregðast við, fyrir umhverfið.

Um listamennina:

Natalie Goulet er kanadískur listamaður sem starfar innan  ljósmyndunar og myndagerðar í víðum skilningi. Af skosk/frönskum innflytjendaættum ólst hún upp í Norður-Ontario (Sáttmálinn 9. svæði) en er nú búsett í Kjipuktuk/Halifax. Hún er með MFA frá NSCAD háskólanum og BFA í ljósmyndun og kvikmyndafræðum frá háskólanum í Ottawa. Starf hennar, þó hún eigi sér rætur í hefðbundinni ljósmyndun, samanstendur af fjölbreytilegum listrannsóknum, meðal annars notkun fundinna hluta og gjörningum. Verk Natalie snúast oft um hugmyndir um stað/tengsl og leitast við að skapa samúð með sköpunar tilhneigingu mannsinns.

Luke Fair er myndlistarmaður með aðsetur í Kjipuktuk-Halifax. Málverk hans og teikningar eru brú milli  fegurðar náttúrunnar og skáldskap manngerðar tilveru. Þrúgað af yfirvofandi stöðugri umhverfishnignun, rannsaka verk hans flókin tilfinningaleg og efnahagsleg tengsl auðlindavinnslu, framleiðslu og þróunar undir merkjum alþjóða kapítalisma. Hann er með BFA frá University of Victoria og MFA frá NSCAD University.

 


Athugasemdir

Nýjast