
Hefur stoppað upp 400 kindahausa
„Þetta er ákveðinn áfangi,“ segir Kristján Stefánsson frá Gilhaga sem lengi hefur unnið við uppstoppun
„Þetta er ákveðinn áfangi,“ segir Kristján Stefánsson frá Gilhaga sem lengi hefur unnið við uppstoppun
Hildur hefur áður gefið út bókina Hugrekki – saga af kvíða sem kom út árið 2016 og ljóðabókina Líkn árið 2019. Sú fyrrnefnda var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2017
Finnur Friðriksson er vísindamaður mánaðarins
Stefán Pétur er verkefnastjóri Hraðsins Nýsköpunarmiðstöðvar Húsavíkur og Fab Lab Húsavíkur sem fellur undir nýsköpunarsvið Þekkingarnets Þingeyinga. Stefán sér um daglegan rekstur Hraðsins og Fab Lab Húsaví, tekur á móti almenningi, fyrirtækjum og frumkvöðlum, veitir ráðgjöf í hönnun og nýsköpun. Vikublaðið spurði hann um hvað hafi staðið upp úr á nýju ári og um væntingar til ársins sem nú er gegnið í garð.
Aldey Unnar Traustadóttir fer yfir það sem stóð upp úr hjá henni á nýliðnu ári en hún steig óvænt inn á svið stjórnmálanna á síðasta ári þegar hún tók sæti í sveitarstjórn Norðurþings fyrir V-lista í sveitarstjórn og varð jafnframt forseti sveitarstjórnar. Hún skipulagði Druslugönguna á Húsavík ásamt systrum sínum en Aldey brennur heitt fyrir jafnréttismálum. Aldey ætlar að halda áfram að vera samkvæm sjálfri sér árið 2022 sem endranær og ber væntingar til þess að jákvæðar breytingar til betra samfélags haldi áfram.
Hólmgeir Rúnar Hreinsson er grjótharður Þistilfirðingursem starfar sem trésmiður hjá Trésmiðjunni Rein á Húsavík þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni. Fyrir liðlega ári síðan strengdi hann óvenjuleg áramótaheit. Hólmgeir hét því að hlaupa 100 ferðir upp á Húsavíkurfjall og til baka á árinu sem nú er nýliðið. Eins og sönnum Þistilfirðingi sæmir er Hólmgeir þverari en færustu forystusauðir sveitarinnar og kom því aldrei annað til greina en að standa við orðin stóru.
Það gerði Hólmger svo sannarlega því þegar blaðamaður settist niður með honum yfir rjúkandi kaffibolla á nýja árinu, þá hafði hann lokið við að hlaupa 160 ferðir upp á Húsavíkurfjall árið 2021 og fór létt með það enda var hann búinn að standa við orð sín í byrjun ágúst en þá voru komnar 100 ferðir.
Hólmgeir sem er 42 ára stundar utanvegahlaup af miklu kappi og hefur gert það síðan 2012 þegar hlaupabakterían smitaðist yfir á hann. „Þá var ég orðinn vel þungur. Ég byrjaði fyrst á því að hjóla duglega en svo tóku hlaupin við þegar fór að snjóa meira. Hlaupin hafa alla tíð síðan verið viðloðandi mig þó ég hafi tekið pásur inn á milli. Og alltaf verið mest í utanvegahlaupum. Ég hef engan áhuga á að vera hlaupa eftir malbiki,“ segir Hólmgeir ákveðið og bætir við að ástæðan fyrir því að hann hafi byrjað að hlaupa hafi einfaldlega verið til að komast í betra form en hann var í.
„Það stefndi óðfluga í þriggja stafa tölu á vigtinni og kominn tími til að gera eitthvað í því. Annars hef ég aldrei pælt mikið í fæðinu, það er kannski helst það sem maður er að klikka á.“
Aðspurður hvað hafi drifið hann áfram í að strengja þessi óvenjulega áramótaheit svaraði Hólmgeir því til að hann hafi einfaldlega viljað ögra sér aðeins og gera eitthvað skemmtilegt í leiðinni en hann er mikil útivistarmanneskja.
Píeta samtökin á Akureyri stefna á að fjölga ráðgjöfum með vorinu
Brynjar Ingi Bjarnason, atvinnumaður í fótbolta á Ítalíu
Það má segja að Ingibjörg Reynisdóttir hafi marga titla en hún er meðal annars rithöfundur, leikkona, handritshöfundur og fótaaðgerðafræðingur. Hún er fædd og uppalin í Laugardalnum í Reykjavík og hefur ekki flutt úr hverfinu síðan, fyrir utan nokkra ára búsetu í Danmörku fyrir aldamót. Hún býr með manninum sínum Óskari Gunnarssyni og syni sínum Reyni Óskarssyni. Ingibjörg er oftast með mörg járn í eldinum en hún skrifaði meðal annars bókina Gísli á Uppsölum sem var metsölubókin árið 2012. Ingibjörg er jólabarn en við fáum aðeins að skyggnast inn í líf hennar hvað varðar jólin.
Undanfarin ár hefur það orðið sífellt vinsælla að fólk ferðist til útlanda um jólin. Virðist vera sem margir séu sólarþyrstir og eru staðir á borð við Tenerife mjög vinsælir áfangastaðir. Fjölmiðlamaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er oftast kallaður, rekur ferðaskrifstofu á Tenerife og segir hann að um 4.000 miðar séu seldir til Tenerife um jólin frá Íslandi.
-segir Hulda Bryndís Tryggvadóttir, handknattleikskona í KA/Þór
Það er ekki óalgengt að fólk úr landsbyggðinni flykkist suður í nám eða til að elta drauma sína í „Borg óttans“ og þrátt fyrir að hafa búið fyrir sunnan í einhvern tíma þá verður Akureyri alltaf „heima“ fyrir suma, en við spurðum nokkra unga og áhugaverða Norðlendinga sem fluttu suður á svipuðum tíma hvað þau eru að gera fyrir sunnan, jólahefðirnar þeirra og hvað þau sakna mest við heimabyggðina sína.
Aðventuröltið – skemmtileg jólahefð í Dalvíkurbyggð
Nú eru jólin að detta í garð og flestir farnir að undirbúa fyrir hátíðirnar. Sumum finnst jólin vera huggulegur og fallegur tími á meðan aðrir finna fyrir streitu og álagi, enda ákveðin pressa sem getur fylgt jólunum. Jólagjafir er meðal annars eitthvað sem fólk fer að huga að og getur það verið ákveðinn hausverkur.
Það er margt sem kemur manni í jólaskap og fyrir suma er það skötuveisla á Þorláksmessu. Sumum Íslendingum finnst kæst skata vera herramannsmatur á meðan aðrir eru ósammála, aðallega vegna hins einstaka ammoníaksfnyks, sem á það til að vera yfirþyrmandi og gæti sest í fötin. Það er fyrst og fremst fnykurinn sem gerir skötuna óvinsæla í sumum fjölbýlishúsum.
Stefán Sævarsson hefur verið í kringum búskap nær alla ævi. Hann er bóndi á Syðri-Grund í Grýtubakka, þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Hörpu Jónsdóttur. Undirritaður ræddi við Stefán um lífið í sveitinni, bæði í hversdagsleikanum og á jólunum sem senn ganga í garð.
-Segir Ragnar Sverrisson sem stundað hefur kaupmennsku á Akureyri í 56 ár
Út er komin bókin Arnar Saga Björnssonar: Ekki standa á öðrum fæti allt lífið, en það er HB útgáfa sem gefur bókina út.
-Er með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur sjónleysi
„Ég get gert margt af því sem mínir jafnaldrar gera, og reyni að lifa í núinu, hugsa sem minnst um hvað getur orðið. Ég horfi bara á þá stöðu sem ég er í núna og hef það að markmið að njóta lífsins eins og aðrir,“ segir Dagbjört Ósk Jónsdóttir nemi á listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, en hún hóf nám þar á liðnu haust og var að klára fyrstu önnina. Dagbjört er lögblind. Hún hefur enga sjón á hægra auga en sér enn örlítið með því vinstra, nægilega mikið til að geta að mestu bjargað sér sjálf.
Dagbjört er með sjúkdóm sem kallast Chronic Relapsing Inflammatory Optic Neuropathy, CRION og er eini Íslendingurinn sem er með þann sjúkdóm, en hann er mjög sjaldgæfur og einungis um 120 manns í öllum heiminum sem eru með hann. Um er að ræða sjóntaugakvilla, sjálfsofnæmi sem lýsir sér í því að hvítu blóðkornin ráðast á sjóntaugina. Ekki er þó að hennar sögn vitað af hverju það gerist. Þrátt fyrir sjónleysið tekst Dagbjört á við krefjandi nám sitt á listnámsbrautinni af miklum áhuga og elju.
Dagbjört var rétt að verða 11 ára þegar sjúkdómurinn uppgötvaðist í september árið 2016. Hún fór að taka eftir að sjón á hægra auga varð skrýtin, hún varð æ lakari með nánast hverjum degi sem leið en hún fann ekki neitt til.
Flugeldasala björgunarsveita hefur verið gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir þeirra starf. Leonard Birgisson byrjaði að starfa í björgunarsveit 1980 og hefur hann gegnt fjölmörgum störfum á þeim vettvangi. Hann hefur verið formaður, gjaldkeri og séð um nýliðastarf auk þess að sinna almennum verkefnum sem félagi í björgunarsveit. Þá hefur hann einnig setið í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar, verið gjaldkeri félagsins og formaður flugeldanefndar.
Hvernig eru störf björgunarsveitarinnar um hátíðirnar? Er meira álag?
„Það er öllu jöfnu ekkert aukið álag á björgunarsveitir um hátíðirnar nema í þeim tilfellum sem veðurfar setur samgöngur og mannlíf úr skorðum. Verkefni sem björgunarsveitir fengu í hendur í byrjun desember 2019 og voru viðvarandi langt fram á árið 2020 eru enn í fersku minni. Einnig er 30. desember 2018 eftirminnilegur því þá fengum við krefjandi fjallabjörgunarverkefni í Dalsmynni þar sem þekking og samvinna skipti sköpum við að bjarga einstaklingum sem slösuðust í fjallgöngu.“
Hversu mikilvæg er flugeldasalan ykkur í björgunarsveitinni?
„Flugeldasala á sér áratuga hefð á Íslandi og er björgunarsveitum mjög mikilvæg og í mörgum tilfellum stendur hún undir 50-70% af tekjum björgunarsveita.“
Kvöldið 22. desember er löngu orðið jólatónleikakvöld Hymnodiu. Kórinn hefur sungið í Akureyrarkirkju þetta kvöld í áratug og mörgum er ómissandi að gera hlé á jólaönnum til að njóta kyrrðar og friðar með Hymnodiu í kirkjunni.
„Ég held ég verði að segja að uppáhalds jólahefðin mín sé sú að við maðurinn minn kaupum alltaf nýja, skemmtilega hluti á jólatréð á hverju ári og það er alltaf svo gaman þegar við skreytum það. Í fyrra vorum við með tré sem var 250 cm og skrautið okkar dugði á það, svo það mætti segja að við séum komnir með ágætt safn. Einnig er alltaf yndislegt að gera laufabrauð með fjölskyldunni en við gerum það á hverju ári.“
Matargjafir á Akureyri og nágrenni hefur aðstoðað fólk í neyð í 7 ár
Í dag, laugardaginn 4. desember verður opnuð sýning Jónínu Mjallar Þormóðsdóttur, Kyrrð, í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Þar sýnir Jónína Mjöll ný verk sem unnin eru úr hvítum fjöðrum og sýna mýkt og hreinleika. Jónína leitar fanga í íslenskri náttúru og eru verk sýningarinnar innblásin af henni. Þegar rýnt er í verkin má þar greina hverfulleika, endurspeglun og smæð manneskjunnar, en jafnframt kærleika og viðkvæmni lífsins.
Jólasveinarnir ætla að stelast aðeins til byggða og hafa boðað komu sína á svalirnar fyrir ofan innganginn hjá Verksmiðjunni á Glerártorgi á morgun laugardag kl 14:00
Hópur að nafni Öfgar hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum upp á síðkastið en hópurinn hefur haft hátt í umræðu kynbundið áreiti og ofbeldi
Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, sem er í stjórn hópsins en hún er fædd og uppalin á Húsavík. Hún flutti til Noregs árið 2015 og býr þar í dag ásamt unnusta sínum og tveimur börnum 5, og 3 ára. Hún byrjaði fyrir sex árum síðan að tjá sig opinskátt um kynbundið ofbeldi á samfélagsmiðlum sem er veruleiki allt of margra kvenna.
Tanja segir að Öfgar sé fjölbreyttur hópur af femíniskum aðgerðarsinnum sem stofnaður var í sumar, en hópurinn hefur tekið miklum breytingum síðan hann var stofnaður.
Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru veitt árlega af JCI á Íslandi en þetta er í 20. skipti sem verðlaunin eru veitt.
Þetta árið bárust hátt í þrjú hundrað tilnefningar frá almenningi en auglýst er eftir tilnefningum á hverju ári og getur hver sem er tilnefnt framúrskarandi ungan Íslending. Sérstök dómnefnd fer svo yfir tilnefningar og velur úr 10 framúrskarandi einstaklinga sem fá viðurkenningu og þar af einn verðlaunahafa. Tanja ein af þessum 10 framúrskarandi ungu Íslendingum.
„Þetta er svo dýrmætt af því að þetta er búið að vera svo ótrúlega erfitt. Ég er búin að fá yfir mig svo mikið mótlæti. Vinir og fjölskylda ekki alltaf verið með mér í liði. Þannig að þegar viðurkenningin kemur þá get ég sagt við sjálfa mig: Ég er greinilega að gera eitthvað rétt,“ útskýrir Tanja og bætir við að mótlætið sé alls konar, fullt af fólki sem ekki sé sammála aðferðafræði hennar og hefur jafnvel slitið sambandi við hana.
„Þetta er spennandi,“ segir hún í hæðni og bætir við að baráttunni hafi fylgt mikill fórnarkostnaður. „Þetta tekur frá andlegu heilsunni og þetta er auðvitað líka erfitt fyrir fjölskyldu mína, manninn og börnin að ég sé alltaf á vakt í baráttunni.“
Tanja segir að grunnurinn að aðgerðarhópnum Öfgar hafi verið lagður á samskiptamiðlinum Tik Tok sem er mjög vinsæll um þessar mundir.
„Það var eftirspurn eftir feminískum aðgöngum á samfélagsmiðlum. Þá sérstaklega á Tik Tok. Þar finnur maður mikið af ungu fólki með hatursorðræðu í garð minnihlutahópa. Það er fitusmánun, transfóbía, kvennhatur, þetta er rosalega ljót orðræða oft á tíðum. Þannig að það vaknaði þessi þörf eftir feminíska aktívisma á samfélagsmiðlum og þá byrjuðum við að hópa okkur saman. Við þekktumst eiginlega ekkert áður en höfðum séð hverjar aðra í bardaganum. Svo smullum við svona fínt saman og þannig byrjaði þetta,“ segir Tanja um stofnun Öfga.
Aðspurð hvað valdi þessari hatursorðræðu ungmenna á samskiptamiðlum segir Tanja að hana megi rekja til þess að börnin læri það sem fyrir þeim er haft.
„Þau heyra þetta heiman frá, hvernig fullorðna fólkið talar um hvort annað og fara með það á netið. Hvort sem það er létt óviðeigandi grín eða alvarlegar samræður við matarborðið um að þessi sé svona eða hinsegin. Börnin eru eins og svampar og tileinka sér þetta. Þau hafa heldur ekki þroskað með sér þessa gagnrýnu hugsun sem þarf til að skora viðhorf og orðræðu foreldra sinna á hólm. Þau eru heldur ekki með jafn góðan radar á kaldhæðni en við þurfum líka að passa okkur á hvað við segjum í kaldhæðni,“ segir Tanja.
Nafnið á aðgerðarhópnum hefur verið umdeilt enda margir sem vilja sjá hófstilltari umræðu. Tanja segir að nafnið Öfgar sé ádeila. „Þegar við vorum að leita að nafni á hópinn þá var ein okkar sem stakk upp á þessu. Okkur fannst flestum þetta vera of mikið en svo spurðum við okkur; af hverju er þetta of mikið? Það er alltaf verið að segja við okkur að við séum bara helvítis öfgafemínistar, femí-nasistar og einhver svona ógeðsleg orð. Við hugsuðum bara; Druslugangan gerði þetta, tóku orðið drusla og gerði að sínu. Af hverju gerum við ekki það sama með orðið Öfgar. Ef þú hugsar út í merkingu orðsins öfgar. Það er þegar er of mikið af einhverju en jafnrétti er ekki jafnrétti ef það hallar í aðra áttina. Þannig að þú getur aldrei fengið of mikið jafnrétti. Það er því ekki til öfgafemínismi eða öfgajafnrétti. Þaðan kom nafnið.“
Tanja segist ekki í vafa um að baráttan fyrir réttlæti hafi skilað sér frá því hún fór að láta í sér heyra um jafnrétti kynjanna.
Í fylgd með fullorðnum eftir Pétur Guðjónsson sem jafnframt er leikstjóri