Sameiginlegt helgihald í Akureyrar og Glerárkirkju um áramót

Sameiginlegt helgihald i Glerár- og Akureyrarkirkju um áramót.
Sameiginlegt helgihald i Glerár- og Akureyrarkirkju um áramót.

Sr. Hildur Eir Bolladóttir birtir á Facebooksíðu sinni í morgun færslu um það að helgihald um áramót verði sameiginlegt  í Akureyrar og Glerárkirkju.  Ástæðan sé sú að þrátt fyrir mikla og góða kirkjusókn á jólum skili fólk sé i minna mæli til kirkju um ármót.

Færsla sr. Hildar er annars svona. 

,,Samvinna, sameining, samstaða eru orð framtíðarinnar. Við í Akureyrar og Glerárkirkju erum spennt fyrir auknu samstarfi kirknanna.

Á jólum eru kirkjurnar báðar þéttsetnar við allar hátíðarmessur en um áramót er og hefur aldrei verið sama mæting, þannig hefur það alltaf verið jafnvel þótt helgihaldið þá sé alveg dýrðlegt.

Við drögum ályktanir og vinnum saman. Á gamlárskvöld er sameiginleg messa í Glerárkirkju og á nýársdag í Akureyrarkirkju. Þórgnýr Dýrfjörð heimspekingur og sóknarnefndarmaður mun prédika í Akureyrarkirkju á nýársdag.

Ég veit að það verður gott að koma, bæði í Glerár og Akureyrarkirkju þar sem við erum öll eitt í Kristi Jesú", segir sr. Hildur Eir í færslu sinni.


Athugasemdir

Nýjast