Slökkvilið Akureyrar - Árið 2023 í tölum

Sjúkrabílar eru i dag vel tækjum búnir.  Mynd slokkvilid.is
Sjúkrabílar eru i dag vel tækjum búnir. Mynd slokkvilid.is

 

Sjúkraflug:

Árið 2023 voru flogin 903 sjúkraflug með 974 sjúklinga.

-          45% af sjúkraflugum ársins 2023 voru í forgangi F1 eða F2, sem teljast sem bráðatilvik. F1 er lífsógn/bráðatilvik sjúklings og F2 er möguleg lífsógn/bráðtilvik sjúklings.

-          Í 7% tilfella er verið að fljúga með erlenda ferðamenn.

-          1% af flugunum eru með upphafs eða endastað erlendis.

Til samanburðar voru flogin 891 sjúkraflug og í þeim  fluttir 934 sjúklingar árið 2022.

 Sjúkraflutningar:

 Árið 2023 voru 3285 sjúkraflutningar.

 -         28% voru í forgangi F1 og F2.

-          9% sjúklinga voru erlendir ferðamenn.

-          8% flutninga voru millistofnanaflutningar í önnur sveitarfélög á Norður- og Austurlandi.

Arið 2022 voru sjúkraflutningar  3068. 

 Útköll á dælubíla:

 Heildarútköll á dælubíla voru 138.

 -          49% þeirra voru F1 eða F2 útköll.

Heildarútköll á dælubíla árið 2022 voru 119.

Þetta kemur fram i skriflegu svari frá Elvu Dögg Pálsdóttur  verkefnastjóra á skrifstofu  Slökkviliðs Akureyrar

Norlandair tók  við sjúkraflugi á landinu kl 22 á Gamlárskvöld.


Athugasemdir

Nýjast