Eins og í Sjallanum í denn!

Jólasveinabrekka er alltaf vinsæl þó líði ár og áratugir.   Myndir Vikubl.
Jólasveinabrekka er alltaf vinsæl þó líði ár og áratugir. Myndir Vikubl.

 Það er óhætt að fullyrða að hreyfing og útivera var ofarlega í huga Akureyringa í dag.  Hvert sem litið var mátti sjá fólk á göngu, skokki eða í sundi  og á gönguskíðum.  Likamsræktarstöðvar voru afar vinsælar og í Hlíðarfjalli renndi fólk sér í troðnum púðursnjó.

Reyndar heyrðist einn gestur líkamsræktarstöðvar líkja deginum við ferð í Sjallann í denn.  Það var  þegar báðir voru upp á sitt besta  þ.e Sjallinn og sá sem talaði.  Annar dagur jóla var þannig að þá var Sjallinn pakkaður af fólki, þar var tónlist,  sviti og mikið drukkið.  Drykkur dagsins við æfingar þó með öðrum hætti en forðum

Einn þeirra sem var að lyfta lóðum heitir Jón Ingi Guðmundsson, enginn nýgræðingur i þeim efnum. 

,,Ég fór að lyfta þegar ég hætti í fótboltanum og hef haldið mig við líkamsrækt  i áratugi er óhætt að segja.  Það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir eru að æfa í dag  því það gerir öllum gott.“ 

Ég byrjaði annars daginn á því að fara á gönguskíði í Kjarnaskógi, það var meiriháttar færi, nýji troðarinn frábær.  Hreyfing er mér mikilvæg og ég sem á þrjá veiðihunda fæ nóg af henni með þeim til viðbótar við lóðin og gönguskíðin“ sagði Jón Ingi  og rauk að næsta æfingatæki.

Jón Ingi einbeittur á svip

Í Kjarnaskógi var margt um manninn etv rólegra yfirbragð en í ræktinni en fólk á öllum aldri út um allan skóg. 

Einn af gestum skógarins var Ellert Gunnsteinsson. ,, Það er  ekki slæmt að koma hingað og fara á gönguskíði, slóðir sporaðar um allan skóg og starfsfólk skógarins eiga heiður skilinn fyrir það hve vel er hugsað um þarfir okkar.  Á jóladag var búið að leggja brautir  eldsnemma, löngu fyrir  fótaferðatíma hjá venjulegu fólki.“  Þegar ég var yngri var ég i hand og fótbolta svo kom fjölskyldulífið en núna þegar við konan eru eftir i kotinu þá fundum við t.d að skíðaganga væri eitthvað sem gott væri að stunda saman og við gerum mikið að því enda tækifærið hér i Kjarnaskógi aldeilis einstakt.“

Ellert Gunnsteinsson að gera sig til.

Já fólk var út um allt, göngustígar mjög margir höfðu verið ruddir  og þakklátir bæjarbúar  og gestir hans kunnu vel að meta, og vinsældir Jólasveinabrekku breytast seint.


Athugasemdir

Nýjast