Nýtt Sportveiðiblað komið út

Sportveiðiblaðið er komið út.
Sportveiðiblaðið er komið út.

 Einn er sá hópur fólks sem líklega fagnar hvað innilegast með sjálfum sér sólstöðum þ.e sá fjölmenni hópur sem gaman hefur af  því að sveifla veiðistöng á árbakkanum.  Þessi hópur getur eiginlega fagnað tvöfalt því nú nýverið kom út 3 t.b.l af Sportveiðiblaðinu 43 árgangur. 

Það er Gunnar Bender sem hefur veg  og vanda af  útgáfu blaðsins.

M.a efnis er magnað viðtal við Birgi Gunnlaugsson tónlistarmann sem sá gamalreyndi fjölmiðlamaður Eggert Skúlason tók. Birgir sem berst við illvígan sjúkdóm lét ekkert slíkt stöðva sig  og fór í eftirlætis á sína Grímsá og kvaddi hana ,,hneigði sig þrisvar í átt til árinnar og kvaddi“ eins og segir frá í áður nefndu viðtali. 

Skotveiði er einnig gerð góð skil i blaðinu sem er 100 bls. að stærð og því óhætt að fullyrða að áhugafólk um veiði hvers konar fær vel fyrir sinn snúð.


Athugasemdir

Nýjast