Mannlíf

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Smán í kvöld

Vorið 2019 var Freyvangsleikhúsið með handritasamkeppni og fèkk stjórnin nokkur handrit send til sín undir dulnefnum. Tekin var ákvörðun um að setja á svið verkið Smán og á daginn kom að verkið var eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Það átti svo að setja upp verkið haustið 2020 en ástand í samfèlaginu gerði það að verkum að það frestaðist þangað til núna.
Lesa meira

Öllu tjaldað til á sannkölluðum nostalgíutónleikum

Tónlistarhátíðin Eyrarrokk haldin á Verkstæðinu um helgina
Lesa meira

Viðskiptavinir með bros á vör

„Það er virkilega gaman og gefandi að hitta svona mikið af frábæru fólki á haustin, sem tekur manni með kostum og kynjum,“ segja þær Sara Stefánsdóttir og Margrét Hjaltadóttir sem óku um götur Akureyrar um liðna helgi á Grænmetisbílnum. Sara og eiginmaðurinn, Árni Sigurðsson ásamt foreldrum hennar eru með lífræna ræktun á rófum og gulrótum í landi Flögu í Þistilfirði, en selt er undir nafni Akursels þar sem þau voru staðsett áður. Þær hafa farið í söluferðir til þéttbýlisstaða bæði um nágrannabyggðir og lengra til. Ræktunin í ár gekk einkar vel og var uppskera með mesta móti sem þær stöllur segja að helst megi þakka sérlega góðu sumarveðri norðan heiða.
Lesa meira

Landslið í skógarhöggi að störfum í Vaðlareit

„Það hefur gengið mjög vel og allar áætlanir staðist,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga en í liðinni viku ræsti „landslið“ skógarhöggsmanna keðjusagir sínar og hóf að vinna sér leið þvert í gegnum Vaðlareit. Lokið var við að höggva stíginn í byrjun vikunnar og síðustu daga hafa þeir unnið við snyrtingar út fyrir stígasvæðið. „Við verðum svo í því þó nokkurn tíma að keyra út trjáboli og greinar og munum vinna það verkefni í samstarfi við jarðverktaka, Nesbræður,“ segir Ingólfur. Skógræktarfélagið sér um verkefnið og réð til sín alla helstu skógarhöggsmenn landsins, þeir eru í allt 11 talsins komu víða að af landinu til að ryðja skóginn á sem skemmstum tíma þannig að hægt sé að halda dampi í stígagerðinni.
Lesa meira

Að kæra ofbeldi er annað áfall

Karen Birna Þorvaldsdóttir er vísindamaður mánaðarins
Lesa meira

Birkir Blær í beinni á Vamos

Eins og alþjóð veit, eða a.m.k. Akureyringar flestir þá hefur tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson slegið í gegn í sænsku Idol söngkeppninni undan farin misseri.
Lesa meira

Villibráð með lítið kolefnisspor

Hin geysivinsælu villibráðarhlaðborð Fosshótels Húsavík fara fram um helgina, föstudags og laugardagskvöld. Á boðstólnum verða ómótstæðilegir réttir í boði og má þar nefna dádýr, elgur, hreindýr, gæs, önd, skarfur, lundi, paté, súkkulaðimús, bláberjaskyrkaka, tiramisu og margt fleira.
Lesa meira

„Byrjaði að læra á píanó þegar ég var 7 ára og hef ekkert stoppað síðan“

Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri er kominn í úrslitakeppni sænsku Idol söngkeppninnar. Á fyrsta útsláttarkvöldinu sem fram fór á föstudag söng Birkir Blær lagið No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo. Birkir Blær hefur fengið góðan meðbyr hjá dómnefndinni og líka átt upp á pallborðið hjá sænsku þjóðinni enda komst hann áfram eftir símakosningu í síðustu viku þegar hann söng lagið Sexy and I know it. Hann kemur fram aftur nk. föstudagskvöld og þá mun einnig flutningur hans á laginu No Good verða settur í dóm sænsku þjóðarinnar. Vikublaði sló á þráðinn til Svíþjóðar þar sem Birkir Blær undirbýr sig fyrir næstu beinu útsendingu sem fer fram á morgun föstudag. „Föstudagskvöldið leggst bara helvíti vel í mig þetta er mjög gaman,“ segir hann og útskýrir fyrirkomulag útsláttarkeppninnar: „Um leið og þátturinn kláraðist á föstudag, þá opnaðist fyrir kosninguna og hún lokast ekki fyrr en að næsti þáttur byrjar. Það kemur alltaf í ljós viku síðar hvort ég hafi komist áfram eða ekki. Þetta er gert svona af því að fólk horfir ekki eins mikið á sjónvarp í línulegri dagskrá eins og í gamla daga. Það er því hægt að horfa á þáttinn hvenær sem maður vill og kosið þessa viku sem líður á milli þátta,“ segir Birkir Blær og bætir við að það detti bara einn keppandi út í hverri umferð.
Lesa meira

Guðríður frá Lóni gefur út barnabók

Bókin fjallar um 12 ára strák, Kára Hrafn, sem verður fyrir því óláni að foreldrar hans taka frá honum öll snjalltæki og leikjatölvur og í staðinn fær hann skærgulan farsíma sem hentar bara risaeðlum.
Lesa meira

Húsavík í sviðsljósinu í sænsku Idol-söngkeppninni

Spennan er að magnast fyrir sænsku Idol söngkeppnina þar sem Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri hefur verið að slá í gegn.
Lesa meira

Þættir af einkennilegum mönnum

– Down & Out gefur út sína fyrstu breiðskífu
Lesa meira

„Liðið var ekki alltaf mjög gamalt á pappírnum“

Völsungur átti gott mót í 2. deildinni í sumar og voru í toppbaráttu allan tímann þrátt fyrir að hafa verið spáð falli af flestum sparkspekingum í vor. „Við áttum hryllilegt mót í fyrra og spáin var því alveg eðlileg samkvæmt því. Við vorum ekki að gera neinar risastórar breytingar á liðinu. En við breyttum mörgum litlum hlutum hjá okkur, bærði í þjálfun og aðeins í mannskapnum líka,“ segir Jóhann Kristinn og bætir við að markmiðið hafi verið að vera í toppbaráttu og helst að komast upp um deild. „Maður er alveg með í kollinum nokkur úrslit þar sem við missum stig sem á venjulegum degi við hefðum ekki verið að missa þau. Það er bara svoleiðis.“ En heilt yfir er Jóhann Kristinn afar ánægður með sumarið og gengur sáttur frá borði „Minni markmið voru einnig í gangi og er ég eiginlega persónulega ánægðastur með að allir leikmenn okkar á skrá, vel á þriðja tuginn, komu við sögu í Íslandsmótsleik í sumar. Yngsti fæddur 2005, Jakob Héðinn - sem var reyndar í stóru hlutverki þegar allt kom til alls. Við bættum aðbúnað og umgjörð og erum ánægðir með þann stað sem starfið er komið á hjá okkur og líður vel að láta það í hendurnar á næsta þjálfara,“ útskýrir Jóhann Kristinn og viðurkennir að það hafi verið sérstaklega sárt að fara ekki upp um deild af því að það munaði svo litlu.
Lesa meira

„Það er lang mikilvægast hvernig maður notar hestana“

Iðunn Bjarnadóttir frá Húsavík er hestakona af guðsnáð enda alin upp í Saltvík þar sem rekin er hestamennskutengd ferðaþjónusta. Fyrir skemmstu tók hún þátt í nýrri reiðkeppni sem skipulögð var af Landssambandi Hestamanna (LH). Keppnin fólst í fjögurra daga reið yfir Kjöl. Það er skemmst frá því að segja að Iðunn gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina. Vikublaðið tók þessa ungu hestakonu tali.
Lesa meira

Himinlifandi - nýtt norðlenskt barnaefni á leið á sjónvarpsskjáinn

Fyrsta leikna barnaefnið fyrir sjónvarp, sem framleitt er af fagfólki búsettu á landsbyggðunum, er á leið í sýningu á N4 sjónvarpsstöðinni. Um er að ræða 12 þátta seríu sem fengið hefur nafnið Himinlifandi. Þættirnir eru unnir í samstarfi við Þjóðkirkjuna-Biskupsstofu.
Lesa meira

Menningarveisla í Hofi í október

Októberdagskráin í Hofi er hin glæsilegasta. Strax í upphafi október mun hljómsveitin Dúndurfréttir hrista af sér covidslenið og flytja vel valin Pink Floyd verk.
Lesa meira

Kornuppskera eins og hún gerist best í Evrópu

Þó haustið sé nú loks farið að láta að sér kræla var sumarblíðan allsráðandi í síðustu viku þegar blaðamaður Vikublaðsins var á ferðinn í Eyjafirði. Blaðamaður hitti þar á Hermann Inga Gunnarsson, bónda á bænum Klauf en hann var í óða önn við að ljúka þriðja og síðasta slætti á túnum sínum. Hann var glaðbeittur þrátt fyrir þessa óvæntu truflun og stökk brosandi út úr dráttavélinni. Aðspurður sagði Hermann að það væri í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að slegið sé í september. „Ekkert svo, við hreinsum alltaf af túnunum í september. Þetta er þriðja skiptið sem við sláum í sumar en við höfum gert það undan farin 10 ár eða svo.“
Lesa meira

„Við tókumst á við allt sem hægt er að takast á við í íslenskri náttúru“

Bjarni Páll Vilhjálmsson rekur ásamt fjölskyldu sinni ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í hestaferðum með hópa að Saltvík rétt sunnan Húsavíkur. Á bænum er einnig gistiheimili. Bjarni Páll kom heim fyrir skemmstu úr tveggja mánaða hestaferð þvert yfir landið en á annað hundruð manns tóku þátt í ferðinni. Blaðamaður Vikublaðsins heimsótti Bjarna Pál á dögunum og ræddi við hann um ferðina. Bjarni Páll segir að kjarninn í starfseminni sé einmitt þessar lengri hestaferðir sem hann hefur verið að bjóða upp á. „Svo erum við með dagstúra líka og gistiheimili,“ bætir hann við.

Lesa meira

Vel lukkaður Eyfirskur safnadagur

Eyfirski safnadagurinn var haldinn um síðustu helgi og gestum og gangandi boðið að skoða söfn á Eyjafjarðarsvæðinu. Alls tóku 15 söfn á svæðinu þátt í deginum.
Lesa meira

Söfnuðu hálfri milljón fyrir Pietasamtökin

Fjölmargir gestasöngvarar stigu á stokk; systurnar Bylgja, Harpa og Svava Steingrímsdætur fluttu hverjar sitt lagið af sinni alkunnu snilld. Aðalsteinn Júlíusson var nálægt því að rífa þakið af kirkjunni með kraftmikilli röst sinni. Frímann kokkur átti flotta innkomu. Ragnheiður Gröndal bjó til töfrandi stund þegar hún söng tvö lög án undirspils og auðvitað dustaði Biggi í Maus rykið af pönkaranum og flutti lag eftir Billy Idol.
Lesa meira

Nýtt Vikublað komið út

Vikublaðið er komið út - Kosningarnar sem fara fram þann 25. september nk. eru eðli málsins fyrirferðamiklar í blaði vikunnar en einnig er gott úrval af mannlífs,- menningar,- og fréttaefni.
Lesa meira

Sigurður Illugason er listamaður Norðurþings 2021

Listamaður Norðurþings 2021 er Sigurður Helgi Illugason, leikari og tónlistarmaður. Sigurður, eða Siggi Illuga eins og hann er best þekktur, ólst upp í Reykjadal til 16 ára aldurs. Þá flutti hann til Akureyrar til að læra málaraiðn og kynntist þar konu sinni Guðrúnu Sigríði Gunnarsdóttur. Sigurður flutti til Húsavíkur árið 1981 til að spila fótbolta með Völsungi og hefur verið áberandi í samfélaginu síðan. Tónlist og leiklist hafa verið viðloðandi allt hans líf en hann byrjaði að spila á dansleikjum með föður sínu 14 ára gamall. Hann söng um tíma með karlakórnum Hreim og hefur verið í mörgum hljómsveitum, meðal annars Túpílökum sem hafa gefið út tvær plötur.
Lesa meira

„Metnaður til að gera enn betur“

Björgvin Ingi Pétursson tók á dögunum við starfi forstöðumanns Húsavíkurstofu. Hann er viðskiptafræðingur með master í markaðsfræðum og á að baki fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnulífinu. Vikublaðið heimsótti Björgvin í vikunni og ræddi við hann um allt frá pönki til fótbolta. Þá segir Björgvin frá því hvernig það kom til að hann flutti til Húsavíkur. Björgvin er fæddur á Akureyri og bjó þar til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan suður um heiðar og kom sér fyrir í Mosfellsbæ. Við vorum þar í fjögur ár og fluttum svo í Hafnarfjörð þar sem ég hef búið mest alla tíð síðan,“ segir hann.
Lesa meira

Þakklátur fyrir lífið og góðu heilsu

Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grenivík fagnaði 60 ára afmæli á dögunum. Þröstur hefur verið sveitarstjóri í sjö ár og kann vel við sig í Grýtubakkahreppi. Vikublaðið fékk hina hliðina af Þresti sem er Norðlendingur vikunnar.
Lesa meira

„Ert þú stjórnandi?“

Ég hef rekið mig á það að margt hefur breyst í verkalýðs- og hagsmunamálum á Íslandi síðustu áratugi. Þegar ég var að alast upp var Guðmundur Jaki áberandi persóna á sjónarsviðinu og sjálfsagt ekki að ósekju. Það var annar taktur í þjóðfélaginu þá. Atvinnuleysi og verðbólga algengt fyrirbæri sem lagðist helst á hina vinnandi stétt. Það var verkalýðurinn í landinu sem borgaði yfirleitt brúsann að lokum.
Lesa meira

Glaðningur á leið inn um bréfalúguna eða póstkassann

Brakandi ferskt Vikublað er komið út og er á leið til áskrifenda.
Lesa meira

„Íslenska þjóðlagatónlistin er oft tilfinningaþrungnari og tregafyllri“

Tvær upprennandi tónlistarkonur, harmóníkuleikarar standa fyrir tónleikaröð á Norðurlandi í september
Lesa meira

Færeyingur fann látinn afa sinn á Húsavík eftir áralanga leit

Birgir Þórðarson og Linda dóttir hans deila saman miklum áhuga á ættfræði og í raun öllu sem er gamalt. „Linda er sú eina af mínum börnum sem hefur áhuga á þessu og við ræðum mikið saman um þessi mál,“ segir Birgir en blaðamaður leit við hjá feðgininum á dögunum og hlýddi á þessa stórmerkilegu sögu. Þetta byrjaði allt með færslu á fjasbókarsíðu sem heitir Dagbókarfærslur Helgu Sigurjónsdóttur, saumakonu frá Miðhvammi, 1919. Síðan hefur þann tilgang eins og nafnið gefur til kynna að þarna eru settar inn dagbókarfærslur þessarar ágætu konu allt frá árinu 1919. Linda hafði rekið augun í færslu í ágúst árið 2018, það var dagbókarfærsla skrifuð 30. ágúst 1925 og segir m.a. frá því að færeyskur sjómaður um borð í skipinu Vigeland hafi látist á sjúkrahúsi á Húsavík eftir að hafa fallið úr reyða niður í lest á skipinu. Maðurinn hét Jens Oliver Pedersen.
Lesa meira