Hjóluðu sem nemur fimm ferðum til Noregs
Lið Heilsuverndar Hjúkrunarheimila stóð sig vel í hjólkeppninni Road World for Seniors sem fram fór nýverið en liðið endaði í sjöunda sæti.
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tóku þátt líkt og undanfarin ár en það er starfsfólk sjúkraþjálfunar sem heldur utan um þátttakendur og skipulag. Markmið keppninnar er að hvetja fólk til að auka hreyfingu og þá sérstaklega með því að hjóla. Hjúkrunarheimilin hafa verið mjög framarlega í keppninni í mörg ár og hefur verið mikill metnaður og keppnisskap hjá þátttakendum og skipuleggjendum.
Í ár voru 80 einstaklingar í liðinu og hjóluðu þeir samtals 8282 km sem jafnast á við fimm ferðir til Noregs. Á heimsvísu voru 6986 einstaklingar frá 10 löndum sem tóku þátt. Þetta er lang stærsta keppnin hingað til en í 253 lið voru með.
Myndir á vefsíðu Heilsuverndar hjúkrunarheimila.
Fimm keppendur fengu viðurkenningu fyrir að hjóla á bilinu 50-100 kílómetra í keppninni
Athugasemdir