Heimsókn á Iðnaðarsafnið frá Færeyjum

Iðnaðarsafnið
Iðnaðarsafnið

Í tengslum við Stelludaginn í s.l viku komu gestir  til bæjarins  frá Færeyjum og gerðu þeir víðreist  um bæinn, skoðuðu m.a.  Iðnaðarsafnið undir leiðsögn  Sigfúsar Ólafs Helgasonar safnsstjóra.

,,Heimsóknin bar þannig til að þeir Birgir og Ólafur bróðir hans komu gagngert frá Færeyjum til að vera viðstaddir Stelluhátíðina og okkur sem er orðið vel til vina.  Það var  því tilvalið að bjóða þeim að skoða þetta merkilega safn okkar Akureyringa. Óhætt er að segja að þeir hafi verið hrifnir og skoðuðu hér mikið, spurðu og mynduðu og svo kom frétt í færeyskum fjölmiðlum af heimsókn þeirra til okkar á safnið og svona heimsókn er mikils virði fyrir okkur á safninu sem eins ótrúlega sem það hljómar berst fyrir tilveru sinni“ sagði Sigfús.

Umfjöllunin sem  Sigfús  talar um má svo lesa með því að smella HÉR og reynir þá á  kunnáttu lesenda á færeysku. 

 


Athugasemdir

Nýjast