Mannlíf
04.09.2021
„Við hjónin tókum áskorun frá Guðrúnu og Garðari,“ segja þau Elva Stefánsdóttir og Sigurður Egill Einarsson sem hafa umsjón með Matarhorni vikunnar. „Ég er fædd og uppalin á Akureyri en Sigurður er fæddur í Reykjavík og óst þar upp. Flutti til Akureyrar 18 ára gamall. Okkar áhugamál eru ferðalög, útivera og vera í góðra vina hópi. Við eigum fjögur börn og fjögur yndisleg tengdabörn og 10 barnabörn Okkur langar að deila með ykkur uppskrift af Ostabuffum, sætkartöflumús ásamt brokkolisalati.“
Lesa meira
Mannlíf
03.09.2021
„Sýningarárið leggst mjög vel í mig, afléttingar eru hafnar og afnám nándartakmarkanna í leikhúsi sem skiptir öllu fyrir okkur í leikhúsinu,“ segir Marta Nordal, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar (LA), í samtali við Vikublaðið. Nýtt leikár hefst senn á fjölum leikhússins. Í vetur verða áfram þrjár sýningar frá fyrra leikári; Benedikt búálfur, sem sló rækilega í gegn, revían og gamanleikurinn Fullorðinn og samstarfssýningin Tæring. Að auki frumsýnir LA verkið Skugga Svein í janúar þar sem Jón Gnarr verður í aðalhlutverki og er sýningin sú stærsta sem leikfélagið setur upp í vetur. Í apríl verður sýningin Happy Days eða Ljúfir dagar með Eddu Björgu Eyjólfsdóttur frumsýnt. Leikárið endar svo á samstarfi við LHÍ, en útskriftarnemar leikarabrautar frumsýna Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht í Samkomuhúsinu í maí og verður verkið í leikstjórn Ólafs Egilssonar.
Lesa meira
Mannlíf
02.09.2021
Lesa meira
Mannlíf
31.08.2021
Skjalasafni Þingeyinga bárust nýlega áhugaverðar ljósmyndir frá strandi danska flutningaskipsins Hans Sif á Rifstanga á Melrakkasléttu. Skipið strandaði aðfaranótt laugardagsins 10. febrúar 1968. Áhöfninni , 11 manns, var bjargað um borð í varðskipið Þór sem flutti hana til Akureyrar. Um borð voru 800 lestir af síldarmjöli sem átti að flytja til Englands.
Einar M. Jóhannesson á Húsavík keypti farminn og náði að koma honum í land að hluta til með öðrum bát en einnig með snjósleðum eftir að hafís umkringdi skipið. Farmurinn var síðan seldur til Englands og Írlands.
Hans Sif náðist á flot 26. júní 1968 og var í kjölfarið selt aftur til fyrri eiganda.
Lesa meira
Mannlíf
26.08.2021
Lesa meira
Mannlíf
24.08.2021
Lesa meira
Mannlíf
23.08.2021
Fanndís Dóra Þórisdóttir frá Húsavík lét drauma sína rætast nýverið og stofnaði fyrirtækið Organized. Á fimmtudag í þarsíðustu viku setti hún í sölu svo kölluð Rósubox sem eru flaggskip fyrirtækisins. Rósuboxin eru í áskrift sem hægt er að panta á organized.is en þau innhalda tíðarvörur og ýmsa aðra glaðninga til að létta konum þann tíma sem þær eru á blæðingum.
Fanndís segist lengi hafa dreymt um það að stofna sitt eigið fyrirtæki og vera þannig sinn eigin herra. Þar sem ég fæ að stjórna, skapa minn eigin vinnutíma og gera það sem mig langar til að gera,“ segir Fanndis og bætir við að hún hafi lagt höfuðið í bleyti og margar hugmyndir litið dagsins ljós. „Ég fór að hugsa hvað ég gæti gert og hvers konar fyrirtæki ég gæti stofnað. Ég datt einhverra hluta vegna áskriftarbox í hug. Svo fór ég að skoða ýmsa möguleika og datt loks niður á þessa hugmynd. Að hafa tíðabox fyrir konur,“ útskýrir hún.
Lesa meira
Mannlíf
20.08.2021
Lesa meira
Mannlíf
19.08.2021
Hjólreiðafélag Húsavíkur stendur fyrir fromlegri opnun á nýjasta kaflanum í Enduro-brautinni sem liggur ofan úr Meyjarskarði og alla leið niður í Skrúðgarð. Opnun brautarinnar verðir klukka 14:30 á laugardag. Meðlimir félagsins munu bjóða upp á akstur upp að brautinni frá kl. 12:45 frá Pósthúsplaninu
Lesa meira
Mannlíf
19.08.2021
Hjónin Skarphéðinn Ásbjörnsson og Victoria Smirnova taka við keflinu í matarhorninu og koma með uppskriftir af rammíslenskum fiskrétti og rússneskum rétti. Victoria er fædd og uppalin í Rogovskaya í Rússlandi, hún er menntaður efnafræðingur og líffræðingur og hefur kennt þau fræði fyrst í Rússlandi en síðar í RBSM einkaskólanum á Möltu. Skarphéðinn er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, hann er menntaður rafmagnstæknifræðingur og vélstjóri og starfar sem deildarstjóri varaafls hjá RARIK hér á Akureyri. Þá er Skarphéðinn forfallinn veiðimaður. Gefum þeim hjónum orðið...
Lesa meira
Mannlíf
18.08.2021
Skólabyrjun er á næsta leiti en Borgarhólsskóli verður settur á þriðjudag í næstu viku. í kjölfarið hefst hefðbundið skólahald.
Lesa meira
Mannlíf
14.08.2021
Pálmi Björn Jakobsson er einn af þremur kennurum Borgarhósskóla á Húsavík sem létu af störfum í vor eftir áratuga þjónustu. Hann hefur séð tímana tvenna og skilað fleiri árgöngum til manns, þar á meðal þeim sem þetta ritar. Ég hitti Pálma fyrir utan Borgarhólsskóla á dögunum og ræddi við hann um ferilinn.
Það fyrsta sem Pálmi segir þegar ég hitti hann við ærslabelginn á Húsavík í blíðviðrinu er að nú sé enn betri tími til að sinna barnabörnunum, en hann er þar með einum af afastrákunum sínum.
Hvernig er tilfinningin að vera kominn á eftirlaun? „Blendin. Eftirsjá en líka tilhlökkun eftir því að gera ekki neitt,“ segir Pálmi og það liggur vel á honum í leik með afastráknum.
„Ég ætla að bara að fara njóta efri áranna í rólegheitunum.“
Lesa meira
Mannlíf
12.08.2021
Lesa meira
Mannlíf
11.08.2021
Lesa meira
Mannlíf
10.08.2021
Á Húsavík er skammt að sækja náttúruperlur sem eiga sér engan sinn líka. Lengi vel hefur það einungis verið á vitorði heimamanna en ferðafólk er nú í auknum mæli farið að sækja þessar perlur heim.
Lesa meira
Mannlíf
08.08.2021
Það er líklega fátt jafn dýrmætt samfélagi eins og Húsavík en þegar ungt fólk snýr aftur heim með fjölskyldur sínar eftir að hafa flust á brott til að sinna námi og öðrum störfum.
Lesa meira
Mannlíf
01.08.2021
Fyrir 30 árum síðan útrýmdi Árni Logi Sigurbjörnsson, meindýraeyðir rottum í Hrísey, á Hauganesi og Árskógssandi. Af því tilefni kom hann út í eyju á dögunum og með í för voru hjónin úr Kálfskinni á Árskógsströnd, Sveinn Jónsson og Ása Marínósdóttir.
Lesa meira
Mannlíf
31.07.2021
„Það eru jól hjá mér alla daga,“ segir Benedikt Ingi Blomsterberg Grétarsson sem ásamt konu sinni Ragnheiði Hreiðarsdóttur og Margréti Veru dóttur þeirra rekur Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit. Þar hafa þau staðið fyrir samfelldu jólahaldi í aldarfjórðung, en starfsemin hófst síðasta dag maímánaðar árið 1996. „Mín jól eru í geymslu uppi á háalofti og eru allt öðruvísi en það sem ég er að vasast í alla daga. Þau snúast um annað, m.a. dýrmætar minningar frá fyrri tíð.“
Benedikt segir að hugmyndin að stofnun Jólagarðsins hafi kviknað þegar þau hjón voru að ræða saman eitthvert kvöldið. „Við vorum að spjalla, þreytt seint um kvöld þegar þessi hugmynd kom upp,“ segir hann en sjálfur er hann húsasmiður og matreiðslumaður að mennt. Þau Ragnheiður störfuðu að hluta til saman á þessu árum, á Kristnesi, í veiðihúsi Víðidalsár og ráku í félagi við bróður hennar og mágkonu sumarhótel á Hrafnagili.
„Við Ragnheiður erum góð saman í verki, þannig að þetta virtist tilvalið. Við sáum líka fyrir okkur að öll fjölskyldan gæti haft nóg fyrir stafni hjá þessu litla fyrirtæki um ókoman tíð,“ bætir hann við eitt bros, meðvitaður um að börnin og barnabörnin eigi ófá sporin kringum þetta uppátæki.
Lesa meira
Mannlíf
30.07.2021
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands (SN) hefur undanfarin ár róið á mið kvikmyndatónlistar og að sögn Þorvaldar Bjarna Þorvaldsson, tónlistarstjóra Menningarfélags Akureyrar hafa aflabrögð verið með eindæmum góð.
Lesa meira
Mannlíf
19.07.2021
Ferðamannastraumurinn er smám saman að aukast á Húsavík og aukinnar bjartsýni gætir í ferðaþjónustunni. Þetta á ekki síst við um hvalaskoðunarfyrirtækin í bænum. Vikublaðið ræddi við Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóra Gientle Giants hvalaferða(GG). Hann fagnar sérstaklega komu skemmtiferðaskipa til Húsavíkur en fyrsta skipið sigldi inn í Húsavíkurhöfn á dögunum.
Heimsfaraldurinn hefur sett sitt mark á rekstur GG en Stefán lítur björtum augum á sumarið. „Við vorum búin að fresta vertíðarbyrjun nokkrum sinnum frá 1. mars vegna ástandsins og óvissunar. Við fórum nokkrar sérferðir síðari hluta maí og svo ákváðum við að starta fyrir alvöru með góðum fyrirvara 1. júní,“ útskýrir Stefán og bætir við að ferðamannastraumurinn sé hægt og bítadi að aukast. „Það svo sem er bara búinn að vera merkilega góður stígandi í þessu, hægt og bítandi.“
Lesa meira
Mannlíf
18.07.2021
Undanfarna daga hafa listamennirnir Jonna og Brynhildur Kristinsdóttir flakkað um með listasmiðjur í gerð handbrúða. Viðtökur hafa verið frábærar og krakkarnir verið skapandi og hugmyndarík eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira
Mannlíf
17.07.2021
„Helstu áhyggjur mínar eru þær að sú alúð og nærvera sem einkennt hefur allt starf Öldrunarheimila Akureyrar, sé í óvissu af því nú eru það ekki bæjarfulltrúar eða slíkir hagaðilar í heimabyggð sem taka þátt í ákvarðanatöku í framtíðinni. Það hefur mögulega orðið ákveðið rof þarna á milli,“ segir Halldór S. Guðmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, ÖA. Halldóri var ásamt fjölda annarra starfsmanna sagt upp störfum á dögunum. Heilsuvernd hjúkrunarheimili tóku við rekstri heimilanna með samningi við Sjúkratryggingar Íslands í vor.
Halldór og aðrir stjórnendur innan ÖA sem sagt var upp á dögunum hittast reglulega og taka gott spjall. „Við erum að þessu sjálfra okkar vegna. Við og aðrir stjórnendur hjá ÖA höfum unnið náið saman í langan tíma og viljum bara gæta hvors annars og styðja og fylgjast að um stund. Þessi morgunhittingur er einn hluti þess og gerir gott þó ekki sé annað en hittast og spjalla,“ segir hann um samverustundirnar.
Lesa meira
Mannlíf
15.07.2021
Listasumar á Akureyri 2021 er í fullum gangi en hátíðin var sett þann 2. júlí síðastliðinn og mun hún standa yfir til 31. júlí. Listasumar hefur verið með aðeins breyttu sniði í ár en nú er áhersla lögð á færri en stærri viðburði. Einnig hefur verið komið til móts við vaxandi áhuga á listasmiðjum og þeim fjölgað.
Lesa meira
Mannlíf
12.07.2021
Egill Bjarnason blaðamaður er búsettur á Húsavík ásamt sambýliskonu sinni, Sigrúnu Björgu Aðalgeirsdóttur og tveimur sonum þeirra. Egill gaf út sína fyrstu bók í maí, How Iceland Changed the World (is. Hvernig Ísland breytti heiminum). Hann hefur skrifað fyrir AP, The New York Times (NYT) og fleiri erlenda miðla. Bókin var gefin út á ensku en það er bókaútgáfan Penguin Random House sem gefur hana út. Í bókinni er farið yfir þá ósögðu atburðarás sem varð til þess að örsmá eyja í miðju Atlantshafi hefur mótað heiminn í aldaraðir.
Ég settist niður með Agli í garðinum hans á Húsavík enda veðrið milt og gott. Egill er hávaxinn og virkar örlítið hlédrægur en líklega er það vegna þess hvað hann er einstaklega yfirvegaður. Hann hefur góða nærveru og er áhugasamur umumhverfi sitt. Við settumst niður í miðjum garðinum sem er umlukinn stórum trjám og drekkum í okkur sólina. Egill kann vel þá list að segja frá og ég þarf lítið að gera annað en að hlusta. Viðtalið fæðist af sjálfu sér.
Lesa meira
Mannlíf
11.07.2021
Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gekk nýlega lið liðs við ítalsaka liðið Lecce sem spilar í ítölsku B-deildinni. Brynjar hefur spilað afar vel með KA í úrvalsdeildinni í sumar og spilaði nýverið sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hlutirnir hafa því gerst hratt hjá knattspyrnumanninum efnilega.
Vikublaðið forvitnaðist um líf Brynjars sem er Norðlendingur vikunnar. Ég byrja á að spyrja Brynjar hvernig það leggist í hann að flytja út til Ítalíu. „Bara æðislega, ég er tilbúinn andlega og hlakka til að fá prufa eitthvað nýtt og Ítalía er frábær staður fyrir það. Ég tel að þetta sé fínn áfangastaður til að hefja atvinnumannaferilinn erlendis. Það sem maður hefur séð og heyrt um Lecce er ekkert nema jákvætt fyrir ungan mann sem er að taka sín fyrstu skref. Þeir er með tvo frá Skandinavíu sem eru á mínum aldri og þeir eru eru að fá spilatíma.“
Lesa meira
Mannlíf
10.07.2021
Vikublaðið ræddi við Aðalgeir Sævar Óskarsson, formann Hjólreiðafélags Húsavíkur en hann var mjög spenntur yfir því að fá hluta mótsins til Húsavíkur.
Lesa meira
Mannlíf
09.07.2021
Sirkushópurinn Hringleikur leggur land undir fót og sýnir Allra veðra von utandyra um allt land í sumar. Sýningin var sýnd í Tjarnarbíói í vor og hlaut góðar viðtökur áhorfenda á öllum aldri.
Lesa meira