Sýningaropnun Päivi Vaarula í Deiglunni
Steingrímur Thorsteinsson var ekki í vandræðum með að koma orðum að hlutunum og hann á þessa hendingu i fyrirsögn hér að ofnan sem reyndar má mæta vel yfirfæra á okkur hér á Norðurlandi i dag. Síðasti dagur vetrar og sólin leikur svo sannarlega við okkur. Lögmannshlíðin er algjör sælureitur og skelltu íbúar og starfsfólk sér út í sólina, byrjuðu að huga að beðum og tóku leikfimina úti í góða veðrinu
Í morgun komu þeir bræður Luddi og Dúlli heim eftir vetrardvöl í Hörgársveitinni, þeir voru ekki lengi að koma sér fyrir í garðinum og var vel tekið á móti þeim af öllum, mönnum sem dýrum.
Í tilefni af sumardeginum fyrsta verður opið í Menningarhúsi í Sigurhæðum 20. apríl frá kl. 13 - 18.
Á dögunum bárust okkur þær hræðilegu fréttir að riðusmit hafi greinst Miðfjarðarhólfi, en það svæði hefur verið talið musteri sauðfjárræktar í landinu. Það er ávallt áfall þegar riða greinist í sauðfé og aflífa þarf allan stofninn, áfall sem ekki nokkur bóndi á að þurfa að ganga í gegnum. Miðfjarðarhólf var fram að þessu talið hreint svæði og því er erfitt að kyngja þessum nýju tíðindum og hugur okkar er hjá bændum sem nú þurfa að drepa allt sitt fé nokkrum dögum fyrir sauðburð.
Sauðburður hófst með fyrra fallinu á Laxamýri nyrst í Reykjahverfi þetta vorið. Atli Vigfússon bóndi á Laxamýri var með myndavélina á lofti enda löngu landskunnur fyrir myndir sínar af búfénaði á 25 ára ferli sem fréttaritari Morgunblaðsins. Þess má geta að ljósmyndasýning Atla; „Kýrnar kláruðu kálið“ var opnuð laugardaginn 1. apríl sl. í Safnahúsinu á Húsavík. Undirtitill sýningarinnar er Bændur og búfé – samtal manns og náttúru – óður til sveitarinnar. Sýningin er opin þriðjudaga-laugardaga til 29. apríl. Þessa sýningu ætti engin að láta fram hjá sér fara.
Listamaður frá Kýpur vann með börnum úr Borgarhólsskóla á Húsavík
Hjónin Jóhanna Ásdís Baldursdóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigendur á Húsavík keyptu í vikunni allan búnað úr þrotabúi fjölmiðlafyrirtækisins N4 ehf.
Við hefjum föstudagsfréttir á því að minnast Árna Tryggvasonar, leikara og Hríseyings. Árni var fæddur þann 19.janúar 1924 að Víkurbakka á Árskógsströnd en flytur ungur til Hríseyjar með fjölskyldu sinni þar sem hann ólst upp. Árni lést þann 13.apríl á Eir.
Við vottum fjölskyldu Árna innilegar samúðarkveðjur. Fallinn er frá góður Hríseyjar-sonur.
Stórutjarnaskóli tekur þátt á evrópsku samstarfsverkefni
Jón Gunnar Benjamínsson bendir á í færslu á Facebook í dag hvernig búið er um hleðslustöð frá Orku náttúrunnar á bílaplaninu við Glerártorg. Óhætt er að fullyrða að fólk sem nota þarf hjólastól á ekki erindi sem erfiði þar.
Starfsfólkið valdi frekar að láta andvirði páskaeggja sem það hefði annars fengið renna til góðs málefnis og urðu Hollvinasamtökin fyrir valinu.
Við erum endalaust stolt af starfsfólkinu okkar og á meðfylgjandi mynd má sjá Arnar Loga Kristjánsson afhenda Jóhannesi Bjarnassyni frá Hollvinasamtökunum gjöfina fyrir hönd starfsfólks Sprettsins og Greifa
Tónlistarkonurnar Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir unnu þættina upp úr dagskrá sem þær fluttu víða um land árið 2018
-Stefnir á framlengingu Eurovision sýningarinnar á Húsavík
Á heimasíðu klúbbsins segir að Tíunni hefi gengið vel undanfarið að safna fyrir klúbbinn, bingó, happdrætti, auglýsingatekjur og margt fleira gera það að verkum að við hægt sé að styðja vel við safnið.
Stórutjarnaskóli hlaut umhverfisverðlaun fyrir árið 2022 í Þingeyjarsveit, en ákveðið hefur verið að veita slíka viðurkenningu árlega fyrir eftirtektarvert framtak á sviði náttúruverndar, umhverfismála eða sjálfbærrar þróunar. Um er að ræða arfleið frá gamla Skútustaðahreppi segir á vefsíðu Þingeyjarsveitar en bent á að ýmis önnur sveitarfélög veiti slíkar viðurkenningar og þá með ýmsu sniði
Hátíðin í ár verður tileinkuð listakonunni Huldu og undurfallega Skjálfandaflóa
Hin sívinsæla Buch Orkuganga fer fram á skíðasvæði Húsavíkur á Reykjaheiði 8. apríl nk. Gangan er hluti af mótaröðinni Íslandsgöngur sem eru sjö talsins en um er að ræða viðburði sem ætlað er að auka þátttöku almennings á skíðagönguíþróttinni.
Stígur úr Hagahverfi að afleggjara að Hömrum verður lagður á komandi sumri, leitað að hentugra húsnæði fyrir Lautina, og Matargjafir á Akureyri og nágrenni fær fyrirspurnir um páskaegg. Afkoma Kjarnafæðis Norðlenska á sl. ári var jákvæð og Búnaðarsamband Eyjafjarðar vill að fólk viti hvaðan matur fólks kemur.
Á Facebooksíðu Iðnaðarsafnsins er sagt frá heimsókn Lilju Alfreðsdóttur Menningar-viðskipta og ferðamálaráðherra á safnið í gær.
Akureyrarbær auglýsir nú útboð lóða í fyrsta áfanga Móahverfis og fagna ég því að sjá þar birtast áherslur Framsóknarfólks í húsnæðismálum. Í samræmi við rammasamning ríkis og sveitarfélaga þar sem kveðið er á um að 30% húsnæðis eigi að vera hagkvæmt húsnæði eru sett skilyrði um að 20% af þeim íbúðum sem byggðar verði í fjölbýlishúsnunum eigi að falla undir skilmála hlutdeildarlána.Eins og sakir standa þá eru forsendur lánanna reyndar brostnar hér á Akureyri vegna gríðarlegrar hækkunar á fasteignaverði. Hins vegar er í gangi endurskoðun á skilmálum hlutdeildarlána og mikilvægt að henni verði lokið sem fyrst.
Að venju kennir ýmissa grasa í blaði dagsins.
Hrísey og Grímsey koma við sögu og samgöngur við eyjarnar. Höldur Bílaleiga Akureyrar átti gott ár í fyrra, það besta í sögunni og útlitið gott fyrir yfirstandandi ár. Þar á bæ er í óða önn verið að huga að orkuskiptum bílaflotans, 26% flotans eru raf- eða vistvænir bílar.
Sunnudaginn 26. mars býður Ladies Circle 7 Akureyringum og nærsveitungum til myndlistar, matarlystar og tónlistarviðburðar í sal Rauða krossins, Viðjulundi 2, milli kl. 15-18. Á staðnum verður sýning og þögult uppboð á ýmsum listmunum og handverki og rennur allur ágóði óskert til verkefnis Rauða krossins, Stuðningur við flóttafólk.
Stundum er sagt að hlutir hafi tilhneigingu til að fara í hringi. Þegar Pétur heitinn Jónasson ljósmyndari var að undirbúa og byggja íbúðarhús og aðsetur fyrir ljósmyndastofu á Stóragarði 15 byrjaði hann á að fá rými á fjórðu hæð í Kaupfélagshúsinu og útbjó þar framköllunaraðstöðu. Sem nýttist vel þangað til ljósmyndastofan varð tilbúin og opnaði á Stóragarðinum. Þar var hún starfrækt þangað til í fyrra og eins og margir þekkja, vel búin tækjum og þekkingu varðandi myndir og myndatengda þjónustu, í takt við fáanlega tækni á hverjum tíma.
Annars vegar er um að ræða sýningu Söru Bjargar Bjarnadóttur, Tvær eilífðir milli 1 og 3, og hins vegar sýning Guðjóns Gísla Kristinssonar, Nýtt af nálinni, sem er hluti af listahátíðinni List án landamæra.
Langlíft og farsælt ástarsamband Síríus súkkulaðisins og íslenska lakkríssins er vel þekkt meðal þjóðarinnar. Nú hefur þetta samband getið af sér nýtt og gómsætt afkvæmi, Eitt Sett Drumba. Drumbarnir eru ljúffengir, súkkulaðihjúpaðir karamelludrumbar með lungamjúkum lakkrískjarna.
Akureyringurinn Selma Sigurðardóttir er vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus: „Það er ofboðslega gaman að vinna með svona rótgróið vörumerki eins og Eitt Sett, og finna á því nýja fleti. Ég heyrði oft sögur af því frá mér eldra fólki hér áður að fólk hafi farið út í sjoppu á Akureyri til að kaupa Síríuslengju og mjúkan lakkrísborða til að borða þetta tvennt saman. Það er skemmtileg staðreynd að sá siður varð svo til þess að Eitt Sett fæddist.“ segir Selma og bætir við að það séu vissulega forréttindi að fá að halda utan um sumar af eftirlætisvörum þjóðarinnar.
Eins og Selma kemur inn á þá hófu íslensk ungmenni tóku að para saman Síríuslengjur og lakkrísborða fyrir margt löngu síðan. Sú uppfinningasemi var kveikjan að Eitt Sett fjölskyldunni sem nú telur fimm vörur: Hina klassísku Síríuslengju með lakkrísborðanum, Eitt Sett súkkulaðiplötuna, Eitt Sett Töggur og Eitt Sett bita í endurlokanlegum pokum. Að lokum er það svo nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, Eitt Sett Drumbar. Þessa súkkulaðihjúpuðu karamelludrumba með lungamjúkum lakkrískjarna má nú finna í öllum helstu verslunum norðan heiða.