Vilja reglur um símanotkun í grunnskólum Akureyrar

Vilja reglur um símanotkun í grunnskólum Akureyrar    Mynd  Vb
Vilja reglur um símanotkun í grunnskólum Akureyrar Mynd Vb

Símanotkun barna og unglinga er mikið rædd  um þessar mundir og á næsta fundi Bæjarstjórnar  Akureyrar munu bæjarfulltrúar Framsóknar, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson, leggja fram eftirfarandi tillögu til að sporna við notkun síma á skólatíma:

Fræðslu- og lýðheilsuráði er falið í samstarfi við ungmennaráð og fulltrúum skólasamfélagsins, skólastjórnendum, kennurum og nemendaráðum grunnskóla, að setja reglur um notkun síma í grunnskólum Akureyrarbæjar. Reglurnar munu taka gildi í síðasta lagi um næstu áramót og gilda þar til mennta- og barnamálaráðherra hefur lokið vinnu við mótun reglna um notkun síma í grunnskólum landsins.


Athugasemdir

Nýjast