Lausar lóðir boðnar á næstu vikum

Séð yfir að Þursaholti
Séð yfir að Þursaholti

„Það er margt í bígerð hjá okkur í þessum mánuði, við munu bjóða út talsverðan fjölda íbúða á næstu vikum,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi hjá Akureyrarbæ.

Um er að ræða m.a. íbúðir í sérbýli í nýju Móahverfi, einbýli, par- og raðhús, en áður var búið að bjóða út lóðir fyrir fjölbýlishús og gekk sú úthlutun vel að sögn Péturs. Nokkrar lóðir eru eftir lausar í Holtahverfi norður og verða þær sömuleiðis auglýstar á næstu vikum. Það eru sem dæmi lóðir við Þursaholt nyrst í hverfinu, og einnig við Hulduholt og Álfaholt.

„Það er mikil uppbygging í bænum og hjá okkur líkt og víða annars staðar sárvantar húsnæði,“ segir Pétur Ingi. „Á sama tíma og mikil þörf hefur skapast halda verktakar eðlilega að sér höndum því það ríkir mikil óvissa á íbúðamarkaði. Það er dýrt að taka lán í því árferði sem ríkir, mikil verðbólga og háir vextir. Við finnum fyrir því að margir eru aðeins að hægja á sér og vilja sjá hvernig mál þróast.“


Athugasemdir

Nýjast