Vildu færa lögheimili sitt í leikhúsið

10. bekkur Borgarhólsskóla á Húsavík sýnir Pitz Pörfekt í Samkomuhúsinu á Húsavík. Myndirnar eru tek…
10. bekkur Borgarhólsskóla á Húsavík sýnir Pitz Pörfekt í Samkomuhúsinu á Húsavík. Myndirnar eru teknar á æfingarennsli í síðustu viku. Myndir/epe

Á laugardag frumsýndi 10. bekkur Borgarhólsskóla á Húsavík verkið Pitz Pörfekt í Samkomuhúsinu á Húsavík.

Leikstjóri er Karen Erludóttir en hún segir Pitch Perfect er upprunalega vera fræga bíómynd sem skartar þeim Anna Kendrick og Skylar Astin í aðalhlutverkum.

„Björk Jakobsdóttir tók sig svo til og þýddi myndina og færði hana yfir á svið fyrir Flensborg árið 2018. En verkið fjallar um tvo A capella sönghópa sem eru í sama skóla og keppa á landsvísu í a capella söngkeppnum,“ segir Karen og bætir við að í hópunum séu margir ansi skrautlegir karakterar sem gera þetta verk að sprenghlægilegu leikriti.

Leikæfingar byrjuðu 19. sept og var æft af miklu kappi síðan. „Æfingar nánast daglega, enda verður þessi hópur frekar ósáttur ef ég set frídag á planið, metnaðurinn fyrir þessari uppsetningu er slíkur að mörg myndu helst vilja flytja lögheimilið sitt í leikhúsið,“ segir leikstjórinn, greinilega í skýunum með leikarahópinn sinn.

Það er árlegur viðburður að 10. bekkur setji upp stórt leikrit en það er liður í fjáröflun sem fer í ferðasjóð. „Þetta er alltaf samstarfsstarfsverkefni allra í 10.bekk og koma því allir nemendur að með einum eða öðrum hætti. Sumir leika, aðrir sinna tæknimálum, svo þarf að græja leikmynd, sminka leikara, sinna miðasölu og margt fleira og gera þau þetta allt saman í sameiningu.

Þau hafa verið snör handtökin hjá nemendunum sem er 33 talsins og þá hafa þau einnig notið aðstoðar Hörpu Ásgeirsdóttur umsjónarkennara. „Svo ekki sé nefnt alla foreldrana sem styðja við krakkana sína í þessu ferli og hafa komið til að græja og gera hér ýmislegt með krökkunum,“ segir Karen að lokum.

leikrirt

leikrit

Ptr

Pitz

 


Athugasemdir

Nýjast