Mannlíf

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Velheppnaðir skólatónleikar í Hofi

Lesa meira

Sonja Sif er Norðlendingur vikunnar

Sonja Sif Þórólfsdóttir, blaðamaður á mbl.is á ættir að rekja í Bárðardal og Tjörnes en er uppalin á Húsavík. Hún er gallharður Liverpool aðdáandi og ástríðufullur súrdeigsbakari. Sonja Sif er Norðlendingur vikunnar. Fjölskylduhagir? Ég leigi með vinkonu minni og Húsvíkingnum Ásrúnu Ósk Einarsdóttur í Vesturbæ Reykjavíkur um þessar mundir. Helstu áhugamál? Ég tek reglulega upp ný áhugamál en svo gleymi ég þeim jafnóðum eða hef ekki tíma fyrir þau. En fréttir, stjórnmál og fótbolti hafa fylgt mér lengi. Síðan hef ég áhuga á kaffigerð, súrdeigsbakstri og tók nýlega upp á því að prjóna.
Lesa meira

Verkfræðingur í eldhúsinu

Freyr Ingólfsson er efnaverkfræðingur og framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Elkem á Íslandi. Hann er búinn að vera að hrærast í kísiliðnaðinum undanfarin 4 ár og ný tekinn við sem framkvæmdastjóri framleiðslu Elkem á Íslandi en var þar á undan hjá PCC BakkiSilicon sem hráefnasérfræðingur, framleiðslustjóri og framkvæmdastjóri lokavöru. Freyr hefur umsjón með matarhorninu þessa vikuna.
Lesa meira

„Ekki einfalt að hefja nýtt líf rúmlega fimmtugur“

Jón Óðinn Waage flutti út til Svíþjóðar ásamt konunni sinni Ingu Björk Harðardóttur í byrjun september árið 2015 en þau búa í smábæ í Mið-Svíðþjóð. Ódi, eins og hann er jafnan kallaður, er uppalinn Akureyringur og einn helsti júdófrömuður landsins. Hann starfar við kennslu í grunnskóla og talar sænskuna reiprennandi. Vikublaðið ræddi við Óda um lífið í Svíþjóð. „Lífið gengur sinn vanagang hérna í Svíþjóð þrátt fyrir Covid-19. Ég vinn í grunnskóla og þar hafa yfirvöld ákveðið að Covid finnist ekki og þess vegna er engin breyting þar,“ segir Ódi. -Síðast þegar ég ræddi við þig varstu í sænskunámi. Ertu orðinn altalandi á sænsku? „Stuttu eftir að ég kom las ég rannsókn sem sýndi að í kringum fimmtugsaldurinn tapaði maður getunni til að læra ný tungumál. Ég kom hingað þegar ég var 52 ára gamall og tala sænsku reiprennandi núna. Þeir eru að vinna að nýrri rannsókn skilst mér,“ segir Ódi í léttum dúr.
Lesa meira

Stjörnuspá nýja ársins

Fiskarnir 9. febrúar til 20. mars Árið byrjar eins og best verður á kosið fyrir þig. Þú finnur fyrir aukinni orku með hækkandi sól og ákveður að endurnýja eldhúsið eins og makinn þinn er búinn að tuða um lengur en þú vilt muna. Þú finnur gömul Gulli byggir vídeó á youtube og hefst handa við að rífa það gamla. Þar með er orkan búin og þú situr uppi með ekkert eldhús en ekki örvænta, með vorinu eru búið að slaka nægilega á samkomutakmörkunum þannig að þú getur borðað úti það sem eftir er af árinu. Þú munt finna fyrir því að ástin mun blómstra með vorinu og hugleiðir að eiga rómantískt sumar en gerir svo ekkert í því. Ástin kulnar fljótt aftur og verður köld eins og ýsuflak sem hentar þér vel, enda ertu fiskur.
Lesa meira

Í form eftir jólin

Ásta Hermannsdóttir er sérfræðingur hjá PCC á Bakka og einn af eigendum crossfit stöðvarinnar á Húsavík. Ásta nam einnig næringarfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 2014. Hún veit því allt um það hvernig huga skal að heilsunni og réttir vikunnar endurspegla það. Ásta hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Þetta er létt og gott janúarstöff sem vonandi flestir geta leikið eftir!“
Lesa meira

Spennandi og krefjandi starf framundan

Jón Már Héðinsson er skólameistari Menntaskólans á Akureyri og hefur verið um árabil. Hann er Vestfirðingur í húð og hár, hefur brennandi áhuga á starfinu og segir krefjandi verkefni bíða. Jón Már er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. „Ég hef áhuga á því sem ég er að fást við hvert sinn. Ég hef brennandi ástríðu fyrir því að vinna með mínu fólki við að koma MA í gegnum þrengingar næstu tveggja ára. Það er spennandi og krefjandi. Þess utan hef ég áhuga á hreyfingu, göngu, sundi og golfi.....
Lesa meira

Fullorðin frumsýnt í Samkomuhúsinu

Lesa meira

Æfingar hafnar á Benedikt Búálfi

Lesa meira

Elskar að fá jólakort

Leikkonan Nanna Kristín Magnúsdóttir í viðtali
Lesa meira

„Munið bara að vera góð hvert við annað“

Vikublaðið leitaðist eftir að fá einkaviðtal við einn jólasveinanna þrettán sem nú eru flestir mættir til byggða
Lesa meira

Vildi leggja sitt af mörkum

Díana Björk Friðriksdóttir er fædd og uppalin á Dalvík. Hún vinnur á leikskólanum Krílakoti og er að læra leikskólakennarann við Háskólann á Akureyri.
Lesa meira

„Hlakka til norðlenskra jóla“

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra í jólaviðtali
Lesa meira

,,Jólin koma þegar klukkurnar hringja“

,,Jólin í sveitinni voru dásamleg, allt fór í hátíðlegan búning, líka þessir hversdagslegu hlutir eins og að fara í fjárhúsin,“ segir Sigrún Sigurpálsdóttir um jólin heima í sveitinni. Sigrún er 35 ára gömul, uppalin í Fnjóskadal, fjögurra barna móðir og starfar við samfélagsmiðla. Í dag býr Sigrún á Egilsstöðum ásamt sambýlismanni sínum og börnum. Faðir Sigrúnar vann hjá Skógrækt ríkisins og valdi hann alltaf fallegt jólatré fyrir fjölskylduna. ,,Það var alltaf mikil spenna þegar hann renndi í hlaðið með tréð á kerru og maður fékk að sjá gripinn. Þorláksmessukvöld fór í að skreyta tréð, maður dundaði sér oft að skreyta langt fram eftir kvöldi,“ segir Sigrún. Lifandi jólatré hafa verið stór partur af jólahátíðinni hjá Sigrúnu og fjölskyldunni.
Lesa meira

„Enn með metnað og nokkrar framavonir“

Jóhannes Sigurjónsson fyrrverandi ritstjóri Víkurblaðsins og Skarps er Norðlendingur vikunnar. Jóhannes fór á eftirlaun fyrr á þessu ári eftir að hafa þjónað Þingeyingum í ríflega 40 ár sem ritstjóri og álitsgjafi. Hann fæddist í prestsbústaðnum á Bolungarvík og bjó þar fyrstu 3 árinu, en hefur eftir það meira og minna alið manninn á Húsavík. Jóhannes er Norðlendingur vikunnar að þessu sinni og situr fyrir svörum...
Lesa meira

„Ég fer inn í minn eiginn heim og þar líður mér vel“

Baldur Kristjánsson er Húsvíkingur sem er búsettur í Osló í Noregi. Hann vinnur á landslagsarkítektastofunni Trifolia sem hann er meðeigandi í. En í frítíma sínum sinnir hann köllun sinni sem er listin. Myndir hans eru draumkenndar teikningar og notast Baldur aðallega við blýant og þurrpastel. Baldur er kominn með barnabók á teikniborðið og er kominn í samstarf við nýja vefverslun sem heitir Vegglist.is og eru eftirprentanir eftir Baldur á leið á markað innan skamms. Vikublaðið ræddi við Baldur á dögunum. Baldur er borinn og barnfæddur Húsvíkingur og er með ástíðu fyrir sveitinni enda segist hann dreyma um það að verða hobby-sauðfjárbóndi í framtíðinni. Hann notar enda hvert tækifæri til þess að komast heim í sveitina og missir helst ekki af göngum og sauðburði ef hann er á landinu en hann er ættaður innan úr Öxarfirði. Baldur útskrifaðist með BA gráðu í Arkítektúr frá Listaháskóla Íslands árið 2008 en hann segir að það hafi alltaf verið draumur að fara eitthvað erlendis til að halda áfram námi. „Það var ekki boðið upp á Master í Listaháskólanum þannig að það var alltaf planið að fara eitthvað út,“ segir Baldur og bætir við hlæjandi: „Árið 2008 var reyndar ekkert sérstaklega gott fyrir arkítekta og enga vinnu að fá í þeim bransa. Ég hef alltaf haft mestan áhuga fyrir landslagsarkítektúr og langaði til að sérhæfa mig í því.“
Lesa meira

„Ánægjulegt að hafa fleira fólk á eynni"

Lífið í nokkum föstum skorðum í heimsfaraldrinum, segir íbúi á eynni
Lesa meira

Fjölmiðlamaður í 30 ár

Karl Eskil Pálsson nær þeim áfanga um áramótin að hafa starfað í þrjátíu ár við fjölmiðlun, allaf með aðsetur á Akureyri og þá með fréttir af landsbyggðunum sem sérgrein. Fyrstu tuttugu árin starfaði hann á fréttastofu Ríkisútvarpsins með aðsetur á Akureyri. Hann hefur undanfarin fimm ár starfað á sjónvarpsstöðinni N4 en áður var hann sjálfstæður fjölmiðlamaður og ritstjóri Vikudags. Vikublaðið settist í vikunni niður með Karli og gerði upp þessa þrjá áratugi.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag en blaðið er það síðasta á þessu ári
Lesa meira

Opna podcast stúdíó á Akureyri

Sérstakt stúdíó fyrir hlaðvarpsþætti (e.podcast) mun opna Akureyri í desember .
Lesa meira

Hjólreiðafólk ársins á Akureyri

Lesa meira

Tónleikar til heiðurs byltingartónskáldinu

Lesa meira

„Skapandi að leika sér í eldhúsinu“

„Ég elska mat og að borða. Það er skapandi að leika sér í eldhúsinu, helst í annarra manna húsum. Það er sömuleiðis meira gefandi að fara ekki eftir uppskrift heldur skapa sama réttinn þannig að útkoman verði sem fjölbreyttust. Sumt hefur þó meira vægi en annað; íslenska lambið eða grafa ólíkar tegundir af kjöti eða fiski,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, sveitarstjórnarmaður og kennari á Húsavík, sem er matgæðingur vikunnar en hann reiðir hér fram dásamlega þjóðlega máltíð.
Lesa meira

„Á jólunum eru allir börn“

Hjónin Benedikt Ingi Grétarsson og Ragnheiður Hreiðarsdóttir hafa rekið Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit í hartnær aldarfjórðung með aðstoð barna sinna. Því er sannarlega um fjölskyldufyrirtæki að ræða. Líkt og hjá öðrum hefur aðdragandi jóla verið öðruvísi en áður hjá þeim hjónum sem láta þó engan bilbug á sér finna; jólin koma hvað sem öllu líður. Vikublaðið setti sig í samband við jólahjónin og spjallaði við þau um Jólagarðinn og jólin. „Við erum að upplagi með notalega tengingu við jólin og bæði þeirrar gæfu aðnjótandi að bernskujólunum fylgdu engin óveðursský,“ segja þau þegar ég spyr hvort þau hjónin séu í jólaskapi allt árið um kring. „Okkar fyrstu kynni voru í aðdraganda jóla, margar skemmtilegar minningar frá þeim tíma og því sennilega frá því fyrsta dálítil jólabörn. Þannig að þegar þessi hátíð ljóss og friðar náði alveg undirtökum í okkar lífi vorum við meira en til í það. Það var auðvelt að kveikja á jólaskapinu og fyrstu tíu árin a.m.k. vakti minnsta lykt af greni og hangikjöti tilfinninguna á örskotsstund.“
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Magnús Orri er ungskáld Akureyrar 2020

Lesa meira