Risa kóramessa - innsetning

Sunnudaginn 5. mars kl. 11 verður kóramessa í Akureyrarkirkju     Mynd Eyþór Ingi Jónsson
Sunnudaginn 5. mars kl. 11 verður kóramessa í Akureyrarkirkju Mynd Eyþór Ingi Jónsson
Sunnudaginn 5. mars kl. 11 verður kóramessa í Akureyrarkirkju
Nær allir kirkjukórar Eyjafjarðar sameina þar krafta sína og syngja saman fjölbreytta og glæsilega kórtónlist en kóramót er haldið í kirkjunni um helgina. Lögð verður áhersla á að flytja efni úr glænýrri sálmabók þjóðkirkjunnar en einnig þekkt verk eins og Hallelújakórinn eftir Händel.
 
Í messunni mun prófastur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis, sr. Jón Ármann Gíslason, setja sr. Hildi Eir Bolladóttur í embætti sóknarprests Akureyrarkirkju
 
Kórar verða þessir:
 
Kirkjukór Grundarsóknar
Kór Möðruvallaklausturskirkju
Kór Dalvíkurkirkju
Kór Ólafsfjarðarkirkju
Kór Laufás- og Grenivíkursóknar/Svalbarðskirkju
Kór Glerárkirkju
Kór Akureyrarkirkju
 
Stjórnendur og organistar:

Ave Sillaots
Petra Björk Pálsdóttir
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir
Páll Barna Szabó
Valmar Väljaots
Þorvaldur Örn Davíðsson
Eyþór Ingi Jónsson 
 

Athugasemdir

Nýjast