Mannlíf

„Það er lang mikilvægast hvernig maður notar hestana“

Iðunn Bjarnadóttir frá Húsavík er hestakona af guðsnáð enda alin upp í Saltvík þar sem rekin er hestamennskutengd ferðaþjónusta. Fyrir skemmstu tók hún þátt í nýrri reiðkeppni sem skipulögð var af Landssambandi Hestamanna (LH). Keppnin fólst í fjögurra daga reið yfir Kjöl. Það er skemmst frá því að segja að Iðunn gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina. Vikublaðið tók þessa ungu hestakonu tali.
Lesa meira

Himinlifandi - nýtt norðlenskt barnaefni á leið á sjónvarpsskjáinn

Fyrsta leikna barnaefnið fyrir sjónvarp, sem framleitt er af fagfólki búsettu á landsbyggðunum, er á leið í sýningu á N4 sjónvarpsstöðinni. Um er að ræða 12 þátta seríu sem fengið hefur nafnið Himinlifandi. Þættirnir eru unnir í samstarfi við Þjóðkirkjuna-Biskupsstofu.
Lesa meira

Menningarveisla í Hofi í október

Októberdagskráin í Hofi er hin glæsilegasta. Strax í upphafi október mun hljómsveitin Dúndurfréttir hrista af sér covidslenið og flytja vel valin Pink Floyd verk.
Lesa meira

Kornuppskera eins og hún gerist best í Evrópu

Þó haustið sé nú loks farið að láta að sér kræla var sumarblíðan allsráðandi í síðustu viku þegar blaðamaður Vikublaðsins var á ferðinn í Eyjafirði. Blaðamaður hitti þar á Hermann Inga Gunnarsson, bónda á bænum Klauf en hann var í óða önn við að ljúka þriðja og síðasta slætti á túnum sínum. Hann var glaðbeittur þrátt fyrir þessa óvæntu truflun og stökk brosandi út úr dráttavélinni. Aðspurður sagði Hermann að það væri í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að slegið sé í september. „Ekkert svo, við hreinsum alltaf af túnunum í september. Þetta er þriðja skiptið sem við sláum í sumar en við höfum gert það undan farin 10 ár eða svo.“
Lesa meira

„Við tókumst á við allt sem hægt er að takast á við í íslenskri náttúru“

Bjarni Páll Vilhjálmsson rekur ásamt fjölskyldu sinni ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í hestaferðum með hópa að Saltvík rétt sunnan Húsavíkur. Á bænum er einnig gistiheimili. Bjarni Páll kom heim fyrir skemmstu úr tveggja mánaða hestaferð þvert yfir landið en á annað hundruð manns tóku þátt í ferðinni. Blaðamaður Vikublaðsins heimsótti Bjarna Pál á dögunum og ræddi við hann um ferðina. Bjarni Páll segir að kjarninn í starfseminni sé einmitt þessar lengri hestaferðir sem hann hefur verið að bjóða upp á. „Svo erum við með dagstúra líka og gistiheimili,“ bætir hann við.

Lesa meira

Vel lukkaður Eyfirskur safnadagur

Eyfirski safnadagurinn var haldinn um síðustu helgi og gestum og gangandi boðið að skoða söfn á Eyjafjarðarsvæðinu. Alls tóku 15 söfn á svæðinu þátt í deginum.
Lesa meira

Söfnuðu hálfri milljón fyrir Pietasamtökin

Fjölmargir gestasöngvarar stigu á stokk; systurnar Bylgja, Harpa og Svava Steingrímsdætur fluttu hverjar sitt lagið af sinni alkunnu snilld. Aðalsteinn Júlíusson var nálægt því að rífa þakið af kirkjunni með kraftmikilli röst sinni. Frímann kokkur átti flotta innkomu. Ragnheiður Gröndal bjó til töfrandi stund þegar hún söng tvö lög án undirspils og auðvitað dustaði Biggi í Maus rykið af pönkaranum og flutti lag eftir Billy Idol.
Lesa meira

Nýtt Vikublað komið út

Vikublaðið er komið út - Kosningarnar sem fara fram þann 25. september nk. eru eðli málsins fyrirferðamiklar í blaði vikunnar en einnig er gott úrval af mannlífs,- menningar,- og fréttaefni.
Lesa meira

Sigurður Illugason er listamaður Norðurþings 2021

Listamaður Norðurþings 2021 er Sigurður Helgi Illugason, leikari og tónlistarmaður. Sigurður, eða Siggi Illuga eins og hann er best þekktur, ólst upp í Reykjadal til 16 ára aldurs. Þá flutti hann til Akureyrar til að læra málaraiðn og kynntist þar konu sinni Guðrúnu Sigríði Gunnarsdóttur. Sigurður flutti til Húsavíkur árið 1981 til að spila fótbolta með Völsungi og hefur verið áberandi í samfélaginu síðan. Tónlist og leiklist hafa verið viðloðandi allt hans líf en hann byrjaði að spila á dansleikjum með föður sínu 14 ára gamall. Hann söng um tíma með karlakórnum Hreim og hefur verið í mörgum hljómsveitum, meðal annars Túpílökum sem hafa gefið út tvær plötur.
Lesa meira

„Metnaður til að gera enn betur“

Björgvin Ingi Pétursson tók á dögunum við starfi forstöðumanns Húsavíkurstofu. Hann er viðskiptafræðingur með master í markaðsfræðum og á að baki fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnulífinu. Vikublaðið heimsótti Björgvin í vikunni og ræddi við hann um allt frá pönki til fótbolta. Þá segir Björgvin frá því hvernig það kom til að hann flutti til Húsavíkur. Björgvin er fæddur á Akureyri og bjó þar til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan suður um heiðar og kom sér fyrir í Mosfellsbæ. Við vorum þar í fjögur ár og fluttum svo í Hafnarfjörð þar sem ég hef búið mest alla tíð síðan,“ segir hann.
Lesa meira

Þakklátur fyrir lífið og góðu heilsu

Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grenivík fagnaði 60 ára afmæli á dögunum. Þröstur hefur verið sveitarstjóri í sjö ár og kann vel við sig í Grýtubakkahreppi. Vikublaðið fékk hina hliðina af Þresti sem er Norðlendingur vikunnar.
Lesa meira

„Ert þú stjórnandi?“

Ég hef rekið mig á það að margt hefur breyst í verkalýðs- og hagsmunamálum á Íslandi síðustu áratugi. Þegar ég var að alast upp var Guðmundur Jaki áberandi persóna á sjónarsviðinu og sjálfsagt ekki að ósekju. Það var annar taktur í þjóðfélaginu þá. Atvinnuleysi og verðbólga algengt fyrirbæri sem lagðist helst á hina vinnandi stétt. Það var verkalýðurinn í landinu sem borgaði yfirleitt brúsann að lokum.
Lesa meira

Glaðningur á leið inn um bréfalúguna eða póstkassann

Brakandi ferskt Vikublað er komið út og er á leið til áskrifenda.
Lesa meira

„Íslenska þjóðlagatónlistin er oft tilfinningaþrungnari og tregafyllri“

Tvær upprennandi tónlistarkonur, harmóníkuleikarar standa fyrir tónleikaröð á Norðurlandi í september
Lesa meira

Færeyingur fann látinn afa sinn á Húsavík eftir áralanga leit

Birgir Þórðarson og Linda dóttir hans deila saman miklum áhuga á ættfræði og í raun öllu sem er gamalt. „Linda er sú eina af mínum börnum sem hefur áhuga á þessu og við ræðum mikið saman um þessi mál,“ segir Birgir en blaðamaður leit við hjá feðgininum á dögunum og hlýddi á þessa stórmerkilegu sögu. Þetta byrjaði allt með færslu á fjasbókarsíðu sem heitir Dagbókarfærslur Helgu Sigurjónsdóttur, saumakonu frá Miðhvammi, 1919. Síðan hefur þann tilgang eins og nafnið gefur til kynna að þarna eru settar inn dagbókarfærslur þessarar ágætu konu allt frá árinu 1919. Linda hafði rekið augun í færslu í ágúst árið 2018, það var dagbókarfærsla skrifuð 30. ágúst 1925 og segir m.a. frá því að færeyskur sjómaður um borð í skipinu Vigeland hafi látist á sjúkrahúsi á Húsavík eftir að hafa fallið úr reyða niður í lest á skipinu. Maðurinn hét Jens Oliver Pedersen.
Lesa meira

Matarhornið: Ostabuff, sætkartöflumús og brokkolísalat

„Við hjónin tókum áskorun frá Guðrúnu og Garðari,“ segja þau Elva Stefánsdóttir og Sigurður Egill Einarsson sem hafa umsjón með Matarhorni vikunnar. „Ég er fædd og uppalin á Akureyri en Sigurður er fæddur í Reykjavík og óst þar upp. Flutti til Akureyrar 18 ára gamall. Okkar áhugamál eru ferðalög, útivera og vera í góðra vina hópi. Við eigum fjögur börn og fjögur yndisleg tengdabörn og 10 barnabörn Okkur langar að deila með ykkur uppskrift af Ostabuffum, sætkartöflumús ásamt brokkolisalati.“
Lesa meira

„Fólk þráir að komast í leikhús, hlæja og gráta"

„Sýningarárið leggst mjög vel í mig, afléttingar eru hafnar og afnám nándartakmarkanna í leikhúsi sem skiptir öllu fyrir okkur í leikhúsinu,“ segir Marta Nordal, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar (LA), í samtali við Vikublaðið. Nýtt leikár hefst senn á fjölum leikhússins. Í vetur verða áfram þrjár sýningar frá fyrra leikári; Benedikt búálfur, sem sló rækilega í gegn, revían og gamanleikurinn Fullorðinn og samstarfssýningin Tæring. Að auki frumsýnir LA verkið Skugga Svein í janúar þar sem Jón Gnarr verður í aðalhlutverki og er sýningin sú stærsta sem leikfélagið setur upp í vetur. Í apríl verður sýningin Happy Days eða Ljúfir dagar með Eddu Björgu Eyjólfsdóttur frumsýnt. Leikárið endar svo á samstarfi við LHÍ, en útskriftarnemar leikarabrautar frumsýna Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht í Samkomuhúsinu í maí og verður verkið í leikstjórn Ólafs Egilssonar.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Strandið á Rifstanga 1968 rifjað upp

Skjalasafni Þingeyinga bárust nýlega áhugaverðar ljósmyndir frá strandi danska flutningaskipsins Hans Sif á Rifstanga á Melrakkasléttu. Skipið strandaði aðfaranótt laugardagsins 10. febrúar 1968. Áhöfninni , 11 manns, var bjargað um borð í varðskipið Þór sem flutti hana til Akureyrar. Um borð voru 800 lestir af síldarmjöli sem átti að flytja til Englands. Einar M. Jóhannesson á Húsavík keypti farminn og náði að koma honum í land að hluta til með öðrum bát en einnig með snjósleðum eftir að hafís umkringdi skipið. Farmurinn var síðan seldur til Englands og Írlands. Hans Sif náðist á flot 26. júní 1968 og var í kjölfarið selt aftur til fyrri eiganda.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Afmæli Akureyrarbæjar 2021

Lesa meira

„Við vitum allar að þessi tími mánaðarins er ekki sá skemmtilegasti“

Fanndís Dóra Þórisdóttir frá Húsavík lét drauma sína rætast nýverið og stofnaði fyrirtækið Organized. Á fimmtudag í þarsíðustu viku setti hún í sölu svo kölluð Rósubox sem eru flaggskip fyrirtækisins. Rósuboxin eru í áskrift sem hægt er að panta á organized.is en þau innhalda tíðarvörur og ýmsa aðra glaðninga til að létta konum þann tíma sem þær eru á blæðingum. Fanndís segist lengi hafa dreymt um það að stofna sitt eigið fyrirtæki og vera þannig sinn eigin herra. Þar sem ég fæ að stjórna, skapa minn eigin vinnutíma og gera það sem mig langar til að gera,“ segir Fanndis og bætir við að hún hafi lagt höfuðið í bleyti og margar hugmyndir litið dagsins ljós. „Ég fór að hugsa hvað ég gæti gert og hvers konar fyrirtæki ég gæti stofnað. Ég datt einhverra hluta vegna áskriftarbox í hug. Svo fór ég að skoða ýmsa möguleika og datt loks niður á þessa hugmynd. Að hafa tíðabox fyrir konur,“ útskýrir hún.
Lesa meira

Sunna Borg tekur þátt í Skugga Sveini

Lesa meira

Hjólreiðafélag Húsavíkur opnar nýjan kafla Enduro-brautarinnar

Hjólreiðafélag Húsavíkur stendur fyrir fromlegri opnun á nýjasta kaflanum í Enduro-brautinni sem liggur ofan úr Meyjarskarði og alla leið niður í Skrúðgarð. Opnun brautarinnar verðir klukka 14:30 á laugardag. Meðlimir félagsins munu bjóða upp á akstur upp að brautinni frá kl. 12:45 frá Pósthúsplaninu
Lesa meira

Íslenskur fiskréttur og rússneskt Borcht

Hjónin Skarphéðinn Ásbjörnsson og Victoria Smirnova taka við keflinu í matarhorninu og koma með uppskriftir af rammíslenskum fiskrétti og rússneskum rétti. Victoria er fædd og uppalin í Rogovskaya í Rússlandi, hún er menntaður efnafræðingur og líffræðingur og hefur kennt þau fræði fyrst í Rússlandi en síðar í RBSM einkaskólanum á Möltu. Skarphéðinn er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, hann er menntaður rafmagnstæknifræðingur og vélstjóri og starfar sem deildarstjóri varaafls hjá RARIK hér á Akureyri. Þá er Skarphéðinn forfallinn veiðimaður. Gefum þeim hjónum orðið...
Lesa meira

Myndasyrpa: Borgarhólsskóli fær andlitslyftingu

Skólabyrjun er á næsta leiti en Borgarhólsskóli verður settur á þriðjudag í næstu viku. í kjölfarið hefst hefðbundið skólahald.
Lesa meira

„Hefði vafalaust verið greindur ofvirkur ef það hefði tíðkast þá“

Pálmi Björn Jakobsson er einn af þremur kennurum Borgarhósskóla á Húsavík sem létu af störfum í vor eftir áratuga þjónustu. Hann hefur séð tímana tvenna og skilað fleiri árgöngum til manns, þar á meðal þeim sem þetta ritar. Ég hitti Pálma fyrir utan Borgarhólsskóla á dögunum og ræddi við hann um ferilinn. Það fyrsta sem Pálmi segir þegar ég hitti hann við ærslabelginn á Húsavík í blíðviðrinu er að nú sé enn betri tími til að sinna barnabörnunum, en hann er þar með einum af afastrákunum sínum. Hvernig er tilfinningin að vera kominn á eftirlaun? „Blendin. Eftirsjá en líka tilhlökkun eftir því að gera ekki neitt,“ segir Pálmi og það liggur vel á honum í leik með afastráknum. „Ég ætla að bara að fara njóta efri áranna í rólegheitunum.“
Lesa meira