Íþróttafélagið Þór 109 ára
Í gær var þess minnst í veglegu samsæti í Hamri félagsheimili Þórs að 109 ár voru frá stofnun félagsins. Stofnandi félagsins var Friðrik Einarsson og var hann einnig fyrsti formaður þess. Friðrik var tæplega 15 ára gamall þegar hann stofnaði félagið, ásamt nokkrum öðrum 12-15 ára drengjum á Oddeyri. Í fyrstu hét félagið Íþróttafélag Oddeyringa, Þór.