Mannlíf
12.08.2021
Lesa meira
Mannlíf
11.08.2021
Lesa meira
Mannlíf
10.08.2021
Á Húsavík er skammt að sækja náttúruperlur sem eiga sér engan sinn líka. Lengi vel hefur það einungis verið á vitorði heimamanna en ferðafólk er nú í auknum mæli farið að sækja þessar perlur heim.
Lesa meira
Mannlíf
08.08.2021
Það er líklega fátt jafn dýrmætt samfélagi eins og Húsavík en þegar ungt fólk snýr aftur heim með fjölskyldur sínar eftir að hafa flust á brott til að sinna námi og öðrum störfum.
Lesa meira
Mannlíf
01.08.2021
Fyrir 30 árum síðan útrýmdi Árni Logi Sigurbjörnsson, meindýraeyðir rottum í Hrísey, á Hauganesi og Árskógssandi. Af því tilefni kom hann út í eyju á dögunum og með í för voru hjónin úr Kálfskinni á Árskógsströnd, Sveinn Jónsson og Ása Marínósdóttir.
Lesa meira
Mannlíf
31.07.2021
„Það eru jól hjá mér alla daga,“ segir Benedikt Ingi Blomsterberg Grétarsson sem ásamt konu sinni Ragnheiði Hreiðarsdóttur og Margréti Veru dóttur þeirra rekur Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit. Þar hafa þau staðið fyrir samfelldu jólahaldi í aldarfjórðung, en starfsemin hófst síðasta dag maímánaðar árið 1996. „Mín jól eru í geymslu uppi á háalofti og eru allt öðruvísi en það sem ég er að vasast í alla daga. Þau snúast um annað, m.a. dýrmætar minningar frá fyrri tíð.“
Benedikt segir að hugmyndin að stofnun Jólagarðsins hafi kviknað þegar þau hjón voru að ræða saman eitthvert kvöldið. „Við vorum að spjalla, þreytt seint um kvöld þegar þessi hugmynd kom upp,“ segir hann en sjálfur er hann húsasmiður og matreiðslumaður að mennt. Þau Ragnheiður störfuðu að hluta til saman á þessu árum, á Kristnesi, í veiðihúsi Víðidalsár og ráku í félagi við bróður hennar og mágkonu sumarhótel á Hrafnagili.
„Við Ragnheiður erum góð saman í verki, þannig að þetta virtist tilvalið. Við sáum líka fyrir okkur að öll fjölskyldan gæti haft nóg fyrir stafni hjá þessu litla fyrirtæki um ókoman tíð,“ bætir hann við eitt bros, meðvitaður um að börnin og barnabörnin eigi ófá sporin kringum þetta uppátæki.
Lesa meira
Mannlíf
30.07.2021
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands (SN) hefur undanfarin ár róið á mið kvikmyndatónlistar og að sögn Þorvaldar Bjarna Þorvaldsson, tónlistarstjóra Menningarfélags Akureyrar hafa aflabrögð verið með eindæmum góð.
Lesa meira
Mannlíf
19.07.2021
Ferðamannastraumurinn er smám saman að aukast á Húsavík og aukinnar bjartsýni gætir í ferðaþjónustunni. Þetta á ekki síst við um hvalaskoðunarfyrirtækin í bænum. Vikublaðið ræddi við Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóra Gientle Giants hvalaferða(GG). Hann fagnar sérstaklega komu skemmtiferðaskipa til Húsavíkur en fyrsta skipið sigldi inn í Húsavíkurhöfn á dögunum.
Heimsfaraldurinn hefur sett sitt mark á rekstur GG en Stefán lítur björtum augum á sumarið. „Við vorum búin að fresta vertíðarbyrjun nokkrum sinnum frá 1. mars vegna ástandsins og óvissunar. Við fórum nokkrar sérferðir síðari hluta maí og svo ákváðum við að starta fyrir alvöru með góðum fyrirvara 1. júní,“ útskýrir Stefán og bætir við að ferðamannastraumurinn sé hægt og bítadi að aukast. „Það svo sem er bara búinn að vera merkilega góður stígandi í þessu, hægt og bítandi.“
Lesa meira
Mannlíf
18.07.2021
Undanfarna daga hafa listamennirnir Jonna og Brynhildur Kristinsdóttir flakkað um með listasmiðjur í gerð handbrúða. Viðtökur hafa verið frábærar og krakkarnir verið skapandi og hugmyndarík eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira
Mannlíf
17.07.2021
„Helstu áhyggjur mínar eru þær að sú alúð og nærvera sem einkennt hefur allt starf Öldrunarheimila Akureyrar, sé í óvissu af því nú eru það ekki bæjarfulltrúar eða slíkir hagaðilar í heimabyggð sem taka þátt í ákvarðanatöku í framtíðinni. Það hefur mögulega orðið ákveðið rof þarna á milli,“ segir Halldór S. Guðmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, ÖA. Halldóri var ásamt fjölda annarra starfsmanna sagt upp störfum á dögunum. Heilsuvernd hjúkrunarheimili tóku við rekstri heimilanna með samningi við Sjúkratryggingar Íslands í vor.
Halldór og aðrir stjórnendur innan ÖA sem sagt var upp á dögunum hittast reglulega og taka gott spjall. „Við erum að þessu sjálfra okkar vegna. Við og aðrir stjórnendur hjá ÖA höfum unnið náið saman í langan tíma og viljum bara gæta hvors annars og styðja og fylgjast að um stund. Þessi morgunhittingur er einn hluti þess og gerir gott þó ekki sé annað en hittast og spjalla,“ segir hann um samverustundirnar.
Lesa meira
Mannlíf
15.07.2021
Listasumar á Akureyri 2021 er í fullum gangi en hátíðin var sett þann 2. júlí síðastliðinn og mun hún standa yfir til 31. júlí. Listasumar hefur verið með aðeins breyttu sniði í ár en nú er áhersla lögð á færri en stærri viðburði. Einnig hefur verið komið til móts við vaxandi áhuga á listasmiðjum og þeim fjölgað.
Lesa meira
Mannlíf
12.07.2021
Egill Bjarnason blaðamaður er búsettur á Húsavík ásamt sambýliskonu sinni, Sigrúnu Björgu Aðalgeirsdóttur og tveimur sonum þeirra. Egill gaf út sína fyrstu bók í maí, How Iceland Changed the World (is. Hvernig Ísland breytti heiminum). Hann hefur skrifað fyrir AP, The New York Times (NYT) og fleiri erlenda miðla. Bókin var gefin út á ensku en það er bókaútgáfan Penguin Random House sem gefur hana út. Í bókinni er farið yfir þá ósögðu atburðarás sem varð til þess að örsmá eyja í miðju Atlantshafi hefur mótað heiminn í aldaraðir.
Ég settist niður með Agli í garðinum hans á Húsavík enda veðrið milt og gott. Egill er hávaxinn og virkar örlítið hlédrægur en líklega er það vegna þess hvað hann er einstaklega yfirvegaður. Hann hefur góða nærveru og er áhugasamur umumhverfi sitt. Við settumst niður í miðjum garðinum sem er umlukinn stórum trjám og drekkum í okkur sólina. Egill kann vel þá list að segja frá og ég þarf lítið að gera annað en að hlusta. Viðtalið fæðist af sjálfu sér.
Lesa meira
Mannlíf
11.07.2021
Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gekk nýlega lið liðs við ítalsaka liðið Lecce sem spilar í ítölsku B-deildinni. Brynjar hefur spilað afar vel með KA í úrvalsdeildinni í sumar og spilaði nýverið sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hlutirnir hafa því gerst hratt hjá knattspyrnumanninum efnilega.
Vikublaðið forvitnaðist um líf Brynjars sem er Norðlendingur vikunnar. Ég byrja á að spyrja Brynjar hvernig það leggist í hann að flytja út til Ítalíu. „Bara æðislega, ég er tilbúinn andlega og hlakka til að fá prufa eitthvað nýtt og Ítalía er frábær staður fyrir það. Ég tel að þetta sé fínn áfangastaður til að hefja atvinnumannaferilinn erlendis. Það sem maður hefur séð og heyrt um Lecce er ekkert nema jákvætt fyrir ungan mann sem er að taka sín fyrstu skref. Þeir er með tvo frá Skandinavíu sem eru á mínum aldri og þeir eru eru að fá spilatíma.“
Lesa meira
Mannlíf
10.07.2021
Vikublaðið ræddi við Aðalgeir Sævar Óskarsson, formann Hjólreiðafélags Húsavíkur en hann var mjög spenntur yfir því að fá hluta mótsins til Húsavíkur.
Lesa meira
Mannlíf
09.07.2021
Sirkushópurinn Hringleikur leggur land undir fót og sýnir Allra veðra von utandyra um allt land í sumar. Sýningin var sýnd í Tjarnarbíói í vor og hlaut góðar viðtökur áhorfenda á öllum aldri.
Lesa meira
Mannlíf
08.07.2021
Vikublaðið kemur út í dag eins og alla fimmtudaga og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira
Mannlíf
07.07.2021
Þuríði Þráinsdóttur þekkja flestir Húsvíkingar en hún er svo sannarlega með mold undir nöglunum, enda gengur hún stundum undir nafninu garðyrkjudrottningin. „Ég kom þessu nafni reyndar sjálf á,“ segir hún og hlær innilega en hún hefur alla tíð haft áhuga á blóma og garðrækt. Vikublaði ræddi við Þuríði á dögunum.
Lesa meira
Mannlíf
06.07.2021
Lesa meira
Mannlíf
05.07.2021
Christian Schmidt kemur frá Bremen í Norður-Þýskalandi og er menntaður hagfræðingur. Hann kom upphaflega til Íslands sem ferðamaður og heillaðist af landi og þjóð. Hann dvelur á Húsavík í um níu mánuði á ári og starfar hjá Norðursiglingu. Christian er Norðlendingur vikunnar.
„Ég ákvað árið 2009 að sækja um sem sjálfboðaliði hjá Hvalasafninu á Húsavík af því að ég elska hvali,“ segir Christian en við störf sín átti hann erindi um borð í hvalaskoðunarbáta Norðursiglingar nánast daglega. Það varð til þess að honum var boðin vinna sem leiðsögumaður í hvalferðum fyrirtækisins.
Lesa meira
Mannlíf
03.07.2021
Mikil gróska er í Hörgársveit. Íbúum fer ört fjölgandi og ýmsar framkvæmdir í gangi. Horft er til þess að íbúar geti verið orðnir um 900 innan fárra ára og þessari fjölgun þarf að mæta með uppbyggingu innviða. Snorri Finnlaugsson hefur verið sveitarstjóri í Hörgársveit frá árinu 2015 og Vikublaðið ræddi við Snorra um uppganginn í sveitarfélaginu og hann sjálfan. „Hér er allt mjög gott að frétta. Við erum sveitarfélag í vexti og ég finn að íbúar kunna að meta hvernig þessu sveitarfélagi hefur tekist að gera hlutina á þann veg að hér sé uppbygging og jákvæðni fyrir framtíðinni og við séum að fá nýja íbúa vikulega til að búa með okkur í þessu góða samfélagi. Við erum eftirsóknavert sveitarfélag og það er gott,“ segir Snorri.
Lesa meira
Mannlíf
02.07.2021
Siglingasamband Íslands stendur nú fyrir árlegum siglingabúðum sínum sem að þessu sinni eru haldin á Húsavík. Um 20 ungmenni og þjálfarar eru nú í stífum æfingum á láði og landi.
Lesa meira
Mannlíf
01.07.2021
Lesa meira
Mannlíf
01.07.2021
Lesa meira
Mannlíf
28.06.2021
Lesa meira
Mannlíf
27.06.2021
Á föstudag í síðustu viku luku 16 hressar stelpur á aldrinum 10-14 ára fimm daga dvöl í sumarbúðum í Saltvík rétt sunnan Húsavíkur. Í hópnum eru bæði stelpur sem eru þaulvanar að umgangast hesta en einnig aðrar sem aldrei hafa stigið á bak. Þetta er í fyrsta sinn sem sumarbúðir eru starfræktar í Saltvík. Rakel Jóhannsdóttir er einn af skipuleggjendum sumarbúðanna en hún segir að stelpurnar hafi allar verið svakalega ánægðar.
Sumarbúðirnar heita Útreiðar & Útivist og eins og nafnið gefur til kynna er áhersla lögð á hestamennsku en einnig náttúruskoðun, föndur og leiki. Þá skellti hópurinn sér í hvalaskoðun á fimmtudag með Norðursiglingu. „Hvalaskoðuninn var klárlega einn að hápunktunum og svo að fara a stökk og sækja egg hjá hænunum,“ segir Rakel. Gildi sumarbúðanna eru Gleði - Ævintýri - Óvissa! En það voru stelpurnar sjálfar sem sömdu þau og segir Rakel að starfið í kringum sumarbúðirnar sé í stöðugri þróun enda bara rétta að byrja
Lesa meira
Mannlíf
27.06.2021
Lesa meira
Mannlíf
24.06.2021
Lesa meira