Nýjar og ósýndar myndir á vinnustofusýningu

Haraldur Ingi Haraldsson Mynd:Deiglan 22/Facebook
Haraldur Ingi Haraldsson Mynd:Deiglan 22/Facebook

Næst komandi laugardag kl.14 opnar Haraldur Ingi Haraldsson sýningu á nýjum verkum í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri.

Á meðan á sýningunni stendur kemur út 1 stutt video á dag þar sem Haraldur segir frá verkunum á sýningunni og spilar á heimasmíðaða 3 strengja CB gítara.

Myndböndin verða birt á Facebook síðunn DEIGLAN 22. Í þeim er alltaf sagt frá opnunartíma sama dag og þau koma út og daginn eftir.

Haraldur Ingi hefur haldið hátt á fjórða tug einkasýninga. Hann er menntaður í myndlist frá Íslandi og Hollandi.

„Sýningin er í Listagilinum sem sveipað er dulúð og töfrum, nánar til tekið í þeim þjóðsagnakennda sýningarsal Deiglunni,“ segir Haraldur Ingi í kynningarmyndbandi og bætir við að hann eigi orði haug af myndum sem bíða þess að komast upp á veggina. Nýjar og ósýndar frá síðustu tveimur árum.

„Ég tók mér nokkurra mánaða frí í kófinu en þetta er mikið frá þeim tíma,“ segir hann jafnframt.  

„Þetta er vinnustofusýning, þannig að ég verð að sýsla við alls konar á meðan að sýningu stendur og hún er opin þegar ég er á staðnum. Lengi á frídögum og eftir kl. 16 á vinnudögum,“ segir listamaðurinn en reikna má með að opið verði um helgar frá um það bil 10 til 21 og á vinnudögunum frá 16 til 21.


Athugasemdir

Nýjast