Mannlíf
17.09.2020
Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 17. september og farið er víðan völl í blaðinu.
Lesa meira
Mannlíf
14.09.2020
Aðalsteinn Árni Baldursson er líklega best þekktur sem verkalýðsforingi enda verið formaður Framsýnar stéttarfélags lengur en margar kyn slóðir muna. Aðalsteinn sem oftast gengur undir nafninu Kúti í nær samfélaginu, og við höldum okkur við það í þessum texta; er einnig gangnaforingi í Húsavíkurrétt eða fjallkóngur eins og það er gjarnan kallað. Þá er Kúti formaður fjáreigendafélags Húsavíkur og hefur gegnt því embætti lengst af frá stofnun þess 16. júlí 1983. Ég heimsótti Kúta fyrir skemmstu og ræddi við hann um merkileg tímamót og hvernig tímarnir hafa formað þennan mikla áhuga bónda sem að eigin sögn ræktar besta féð á Húsavík og það þótt víðar væri leitað.
Kúti verður sextugur á þessu ári en það eru ekki einu tímamót hans á árinu því um síðustu helgi var réttað í Húsavíkurrétt og tók þessi stolti fjárbóndi þá þátt í göngum í fimmtugasta sinn.
Þegar Kúti var að verða 10 ára byrjaði hann að ganga á fjall eftir fé með föður sínum sem var áhugabóndi á Húsavík ásamt mörgum fleirum. „Þetta var sérstakur söfnuður sem átti kindur á þessum tíma enda var þetta líka hluti af lífsbaráttu þessara tíma. Menn voru að vinna fulla vinnu en áttu líka kindur til að brauðfæða fjölskyldur sínar,“ segir Kúti og bætir við að hann hafi strax drukkið í sig þennan áhuga á sauðfjárbúskap föður síns.
„Frá þessum tíma, 1970 til dagsins í dag hef ég farið í göngur á hverju einasta ári. Hér áður fyrr voru oft settar upp þrennar göngur á haustin. Aðal göngur og síðan eftirleitir. Síðan hefur þetta breyst með tímanum í einar stórar göngur og síðan fara menn á bílum og gjarna með hunda í eftirleitir og handsama fé hér og þar og alls staðar. Svo nú í seinni tíð hefur áhugi á göngum aukist mikið. Þetta er orðið mikið sport og mikið af gestum og jafnvel erlent ferðafólk hefur verið að taka þátt í göngum með okkur.“
Göngum í ár var flýtt vegna veðurs, þær áttu að fara fram 12. september en fóru fram nú á laugardaginn 5. september. Göngurnar fóru fram með talsvert breyttu sniði í ár vegna títt um ræddrar kórónuveiru. En aðgengi utanaðkomandi var bannað og samneyti gangnamanna var takmarkað. „Auðvitað verð ég að virða þessar takmarkanir en það hefði verið gaman að halda upp á þessi tíma mót og bjóða upp á veitingar og annað slíkt, en það bíður bara betri tíma,“ útskýrir Kúti.
Lesa meira
Mannlíf
09.09.2020
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, og Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, skrifuðu nýverið undir samkomulag um stóraukið samstarf menningarstofnananna tveggja.
Lesa meira
Mannlíf
04.09.2020
Hjónin Sævar Helgason og Sara Dögg Pétursdóttir á Akureyri gerðu sér lítið fyrir og klifu Hraundranga í Öxnadal í síðustu viku undir forystu Jökuls Bergmanns fjallaleiðsögumanns. Alls tók ferðin átta og hálfan klukkutíma. Hraundrangi er 1.075 m hár og var fyrst klifinn árið 1956. „Maður er ennþá að vinna úr tilfinningunum eftir þessa ferð,“ sagði Sævar þegar Vikublaðið sló á þráðinn til hans tveimur dögum eftir afrekið. „Ég viðurkenni það alveg að ég hef aldrei verið eins hræddur í lífinu og þarna. Kvöldið áður var ég alveg lystarlaus af stressi og íhugaði að hætta við. En Jökull talaði mig til og við héldum okkar striki og sem betur fer, því þetta var alveg magnað.“
Lesa meira
Mannlíf
01.08.2020
Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum er nú á hringferð um landið og heldur fimleikasýningar víðsvegar um landið. Á sunnudag var fimleikahópurinn staddur á Húsavík og bauð til sannkallaðrar veislu fyrir skilningarvitin í íþróttahöllinni.
Lesa meira
Mannlíf
30.07.2020
Bjargey Ingólfsdóttir kynnir hefur hefur verið að taka viðtöl við fyrrum íbúa Flateyjar á Skjálfanda í sumar. Verkefnið er á vegum Þingeyjarsveitar í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga. Markmiðið er að safna og skrásetja heimildir um lífið í Flatey áður en eyjan lagðist í eyði. Þá hafa hugmyndir vaknað um að gera hlaðvarpsþætti úr viðtölunum.
Lesa meira
Mannlíf
26.07.2020
Kattaeigendur á Húsavík virða flestir lög og reglur um kattahald þó þeir kunni að hafa á þeim ýmsar skoðanir og sumir þeirra nota frumlegar aðferðir til að halda „inni“ köttum sínum ánægðum. Einn þessara kattaeigenda er Guðný María Waage. „Ég á 15 ára gamlan útikött sem heitir Vinur og fékk að leika lausum hala í Hafnafirði þar til við fjölskyldan fluttum til Húsavíkur
Lesa meira
Mannlíf
25.07.2020
Edward H. Huijbens hefur búið í Hollandi í á annað ár ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann starfar sem prófessor og stjórnandi rannsóknarhóps á sviði menningarlandfræði við Wageningen-háskólann. Líkt og önnur lönd hefur Holland ekki farið varhluta af Covid-19 en þar er lífið hægt og bítandi að færast í eðlilegra horf. Vikublaðið sló á þráðinn til Edwards og forvitnaðist um stöðu mála í Hollandi og lífið hjá fjölskyldunni þar ytra.
Lesa meira
Mannlíf
24.07.2020
Guðrún Þórhildur Emilsdóttir, veitingamaður á Veitingahúsinu Sölku er til að mynda mjög ánægð með hversu vel hefur ræst úr sumrinu. „Þetta er búið að vera mjög fínt. Íslendingar hafa verið svakalega duglegir að koma og ekki síst Húsvíkingar. Þetta er eiginlega lúxusvandamál sem við höfum verið með, aðsóknin er það mikil,“
Lesa meira
Mannlíf
20.07.2020
Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hefur reynst hin mesta landkynning fyrir Húsavík og hafa bæjarbúar tekið athyglinni fagnandi.
Lesa meira