Þjónustan á Akureyri ekki síðri en var í Noregi

Aðalheiður Jóhannesdóttir og Þóroddur Ingvarsson með yngstu dóttur sína, Fríðu. Þau bjuggu í Lilleha…
Aðalheiður Jóhannesdóttir og Þóroddur Ingvarsson með yngstu dóttur sína, Fríðu. Þau bjuggu í Lillehammer í Noregi en fluttu til Akureyrar í fyrrasumar. Tvö yngstu börn þeirra eru með sykursýki og var allt utanumhald í skólum ytra mjög gott. Þau segja það ekki síðra á Akureyri.

„Við vissum hvað við höfðum en ekki hvað við fengjum. Sem betur fer erum við hæst ánægð með þá þjónustu sem okkur hefur boðist, það er allt til fyrirmyndar,“ segja þau Aðalheiður Jóhannesdóttir og Þóroddur Ingvarsson, foreldrar tveggja sykursjúkra barna. Þau fluttu frá Lillehammer í Noregi til Akureyrar í fyrrasumar. Þar var vel haldið utan um fjölskylduna og góður stuðningur með börnin í skólanum. Þau segja ánægjulegt að upplifa að þjónustan sé ekki síðri á Akureyri. Aðalheiður er frá Dalvík, Þóroddur er Akureyringur, en þau kynntust í Menntaskólanum á Akureyri. Bæði eru læknar og starfa á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þau héldu utan til framhaldsnáms í læknisfræði eftir nám hér á landi, fóru fyrst til Svíþjóðar og síðar Noregs. Tvö yngstu börnin, Magnús 11 ára og Fríða 8 ára fæddust í Svíþjóð. Þau eru nú í 6. og 3. bekk í Brekkuskóla. Eldri börn þeirra hjóna eru Ingvar 23 ára og Ester 17 ára.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast