Mannlíf

Úr óveðurskafla yfir í heimsfaraldur

Hermann Karlsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði ásamt samstarfsfólki sínu í lögreglunni. Fyrir utan almenn lögreglustörf skall þriðja bylgja Covid-19 faraldursins harkalega á hér á svæðinu og hefur lögreglan upplýst fólk á hverjum degi um stöðuna í samfélaginu er varðar smit. Kom heimsfaraldurinn nánast í kjölfar mikils óveðursveturs sem hófst í desember í fyrra. Vikublaðið tók Hermann tali og forvitnaðist inn í líf og starf lögreglumannsins.
Lesa meira

Friðrik Ómar slaufar jólatónleikunum

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Fer til Egilsstaða til að slaka á

Guðrún Dís Emilsdóttir eða Gunna Dís eins og hún er oftast nær kölluð býr á Húsavík en hún er gift Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra Norðurþings. Þau eiga þrjú börn, Aðalheiði Helgu 12 ára, Magnús Hlíðar 7 ára og Blædísi Borg 4ra ára. Gunnu Dís þarf vart að kynna en hún hefur stýrt vinsælum útvarps og sjónvarpsþáttum um árabil og í seinni tíð er erfitt að hugsa um Eurovisjon sönglagakeppnina án þess að muna eftir Gunnu Dís enda hefur hún með sínum heillandi persónuleika verið einn allra besti Eurovisjon-kynnir sem Íslendingar hafa alið af sér. Í dag starfar hún á skrifstofu Sjóvá á Húsavík en þar hefur aldrei verið skemmtilegra að huga að tryggingum en einmitt nú. Gunna Dís er frá Ytri-Hlíð í Vopnafirði þar sem hún bjó ásamt foreldrum sínum, þremur bræðrum, föðurbróður, ömmu og afa en í dag er hún Norðlendingur vikunnar.
Lesa meira

Viðtal: Þakklát fyrir að geta hjálpað svo mörgum

Júlía Margrét Birgisdóttir er einstæð þriggja barna móðir á Húsavík sem nýlega stofnaði Facebook síðu fyrir sjónrænt skipulag sem hefur sprungið út og telur í dag um 4500 fylgjendur. Júlía á tvo syni og eina dóttur en synir hennar eru báðir geindir með einhverfu. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við hana á dögunum um áfallið við að komast að því að drengirnir væru með einhverfu og verkefni hennar að temja þeim sjálfstæði í daglegum athöfnum. Júlíu er ágætlega lýst sem hlýrri og líflegri ungri konu sem er svolítið eins fiðrildi með sitt leikandi augnaráð, litríka persónuleika og bros sem minnir á sumarið. Hún starfar á leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík og er í sérkennsluteymi leikskólans. Reynsla hennar og þekking á sjónrænu skipulagi nýtist henni afar vel í starfinu og nú eru um 4500 landsmenn sem nota ráð hennar á Facebook-síðunni sem hún stofnaði í fyrstu bylgju Kófsins. „Ég var að „trilla“ í leikskólanum. Ég mátti ekki fara inn á deildir og sá um að labba með matarvagna að deildum, sótthreinsa alla snertifleti og sjá til þess að duglega starfsfólkið fengi kaffisopa. Ef eitthvað vantaði þá redduðu trillur því. Inn á milli var ég með aðstöðu í salnum til að sinna verkefnum tengd jákvæðum aga og margt fleira. Einn daginn var ég að gera hugmynd að sjónrænu skipulagi og fannst það geta hjálpað mörgum og byrjaði á því að setja skipulagið inn á like-síðu leikskólans,“ útskýrir Júlía og bætir við að hún hafi strax fundið fyrir miklu þakklæti frá foreldrum.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Norðlendingur vikunnar: Magni Ásgeirsson tónlistarmaður

Magna Ásgeirsson þarf vart að kynna en hann hefur verið einn af okkar fremstu söngvurum um árabil. Hann sló í gegn sem söngvari í Á móti sól, vakti heimsathygli fyrir þátttöku sína í Rock Star Supernova fyrr á þessari öld og hefur oft verið nærri því að komast í Eurovision fyrir hönd okkar Íslendinga. Magni býr og starfar á Akureyri þar sem hann unir sér vel og rekur hér tónlistar skóla þar sem hann sinnir einnig kennslu. Ef ástandið væri eðlilegt væri Magni að spila á tónleikum flestar helgar en þar sem árið er frekar óeðlilegt hefur minna verið um spilamennsku í ár. Magni er Norðlendingur vikunnar og við skulum forvitnast frekar um söngvarann.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Orkufrekur iðnaður sem næst auðlindunum

Í fréttinni er komið inn á málefni Kísiliðjunnar í Mývatnssveit en starfsemi hennar lagðist af árið 2004 eftir að hafa framleitt kísilgúr frá árinu 1967. Einnig er komið inn á virkjunarmál í Þingeyjarsýslu en saga stóriðju og virkjana í Þingeyjarsýslu er orðin löng og er enn verið að rita miðað við nýjustu fréttir um frekari uppbyggingu á Bakka við Húsavík.
Lesa meira

Norðlendingur vikunnar: Séra Sólveig Halla

Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir er Norðlendingur vikunnar en hún var í haust fastráðin sóknarprestur í Húsavíkur-prestakalli en hafði þá gegnt embættinu í afleysingum í eitt ár. Hún er fædd 14. desember 1977 og ólst upp í Lönguhlíð í Hörgárdal. Sr. Sólveig Halla lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1997 og mag.theol. prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands 2004 og hóf störf hjá Akureyrarkirkju um sumarið sama ár þar sem hún sinnti æskulýðsmálum. Hún var svo vígð sem safnaðar- og skólaprestur við Akureyrarkirkju hinn 18. september 2005 og sagði því starfi svo lausu fimm árum síðar. Þá flutti hún ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Páli Tryggvasyni, og nýfæddri dóttur, að Þverá í Reykjahverfi Þingeyjarsýslu þar sem þau hófu fjárbúskap. Sólveig Halla segist ekki hafa mikið svigrúm í dag fyrir sérstök áhugamál vegna anna en segist hina fullkomnu helgi vera samvera með fólkinu sínu í sumarhúsi fjölskyldunar. „Utan vinnu er best í heimi að njóta samverunnar með fjölskyldu, stórfjölskyldu og vinum, lesa góðar bækur, skáldsögur eða um andleg/trúarleg málefni eða tengt fjölskyldufræðum. Góður göngutúr er líka frábær andleg hleðsla en telst tæplega áhugamál....
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag og er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira

Norðlendingur vikunnar: Saga Geirdal Jónsdóttir

Saga Geirdal Jónsdóttir leikkona hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli. Á löngum starfsferli hefur hún nánast eingöngu starfað við leiklist á einn eða annan hátt.Hún hóf störf hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1964 og var í hópi fyrstu fastráðnu leikara LA árið 1973. Nokkrum árum síðar fór hún til starfa hjá öðrum leikhúsum sunnan heiða. Hún hefur komið við sögu hjá flestum miðlum sem sinna leiklist. Hún á að baki tugi hlutverka hjá LA, LR, Þjóðleikhúsinu, sjónvarpi, útvarpi og í kvikmyndum. Meðal hlutverka sem hún hefur leikið má nefna kvenhlutverkin í BarPari í Borgarleikhúsinu, Dans á rósum í Þjóðleikhúsinu og Gógó í kvikmyndinni Djöflaeyjunni. Saga er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum...
Lesa meira

Þægilegt líf í hitanum í Brasilíu

Vilhjálmur Ingi Árnason starfaði lengi sem íþróttakennari við Menntaskólann á Akureyri en hefur búið í Brasilíu í hátt í tuttugu ár. Hann fór fyrst til landsins um áramótin 2000/2001 en Vilhjámur glímdi við slitgigt og bólgur og leitaði í hitameðferð við Miðjarðar hafið. Svo æxluðust hlutirnir þannig að Vilhjálmur endaði sem Brasilíubúi. Vikublaðið hafði samband við Vilhjálm og forvitnaðist um líf hans í Suður-Ameríku. „Eftir margra ára íþróttakennslu við Menntaskólann á Akureyri tókst mér að ofbjóða svo hnjánum við kennsluna að þau voru orðin mjög illa farin af slitgigt og bólgum. Algengasta ráðið til að lina bólgur er hitameðferð þannig að öll sumur að loknu vetrarstarfi í MA, og eftir að ég hætti íþróttakennslunni, sóttist ég eftir að komast í hita erlendis og þá gjarna við Miðjarðarhafið,“ segir Vilhjálmur þegar ég spyr hann um aðdragandann að því að flytja til Brasilíu. „En í einu slíku „hitaferðalagi¨ lá leiðin mín hinsvegar til Karabísku-eyjunnar Kúbu. Þar hitti ég brasilíska dömu sem bauð mér að koma og heimsækja sig til niður til Brasilíu. Ég lét ekki ganga lengi á eftir mér og strax næsta vetur skellti ég mér þangað. Mér leið svo vel í hitanum að ég ákvað að flytja til þangað eins fljótt og kostur væri.“
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 22. október og farið er um víðan völl í blaði vikunnar að vanda
Lesa meira

Tónleikum Víkings Heiðars frestað

Tónleikum einleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar, sem fara áttu fram í Menningarhúsinu Hofi 25. október, verður frestað vegna hertra fjöldatakmarkana
Lesa meira

Þemadagar um jafnrétti í Glerárskóla

Lesa meira

Norðlendingur vikunnar: Vernharð Þorleifsson

Vernharð Þorleifsson gerði garðinn frægan sem einn helsti júdókappi okkar Íslendinga en þurfti að hætta um þrítugt vegna slitgigtar. Vernharð vakti einnig talsverða athygli sem Venni Páer úr samnefnd um sjónvarpsþáttum sem sýnd ir voru á Skjá einum árið 2006. Vernharð er Norðlendingur vikunnar að þessu sinni og svarar hér spurningum um lífið og...
Lesa meira

Miðjan opnar myndlistasýningu í Safnahúsinu

Í gær miðvikudag var opnuð myndlistasýning á neðstu hæð Safnahússinns á Húsavík á vegum Miðjunnar sem er hæfing og dagþjónusta fyrir fólk með fatlanir. Sýningin er afrakstur af námskeiði sem var haldið í fyrra undir handleiðslu Trausta Ólafssonar myndlistamanns. „Hann fór vel yfir hvernig litum er blandað, hvernig pensla er best að nota til að fá mismunandi áferðir ásamt alls konar aðferðum til að fá sem besta verkið.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 15. október og er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira

Tveir bátar Norðursiglingar halda til hvalaskoðunar og hvalarannsókna

Þrátt fyrir núgildandi takmarkanir vegna Covid-19 ástandsins hefur aðsókn í hvalaskoðun hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Norðursiglingu á Húsavík verið virkilega góð í haust og á laugardaginn var eftirspurnin það mikil að fara þurfti aukaferð síðar um daginn.
Lesa meira

Saknar fólksins mest að norðan

Eiríkur Björn Björgvinsson var bæjarstjóri á Akureyri í átta ár eða frá árinu 2010-2018 en býr núna í Garðabæ þar sem hann starfar fyrir bæjarfélagið. Vikublaðið setti sig í samband við Eirík og spurði hvað væri að frétta af bæjarstjóranum fyrrverandi og hvernig honum líkaði lífið fyrir sunnan. Eiríkur Björn Björgvinsson var bæjarstjóri á Akureyri í átta ár eða frá árinu 2010-2018 en býr núna í Garðabæ þar sem hann starfar fyrir bæjarfélagið. Vikublaðið setti sig í samband við Eirík og spurði hvað væri að frétta af bæjarstjóranum fyrrverandi og hvernig honum líkaði lífið fyrir sunnan. „Það er allt gott að frétta, þakka þér fyrir að spyrja. Ég starfa í dag sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Garðbæjar og það er nóg að gera. Ekki síst vegna Covid og þeirra áhrifa sem veiran hefur á allt samfélagið og þar á meðal rekstur, skóla, íþrótta- og menningarmál sveitarfélaga. Þetta er svipað starfinu mínu fyrir norðan nema nú er fókusinn þrengri og ég að vinna í verkefnum sem ég menntaði mig til,“ segir Eiríkur.
Lesa meira

Norðlendingur vikunnar: Þráinn í Skálmöld

Þráinn Árni Baldvinsson er líklega best þekktur sem gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Skálmaldar sem gert hefur garðinn frægan undanfarin ár. Hann er einnig kennari að mennt og rekur sinn eigin tónlistarskóla, Tónholt, þar sem boðið er upp á námskeið fyrir fólk á öllum aldri á gítar, trommur, bassa, píanó og ukulele; hvort sem er í einka- eða hóptímum, stað- eða fjarnámi. Þá heldur Þráinn utan um tónlistarstarfið í Norðlingaskóla en hann hefur kennt við skólann síðan í janúar 2008 og einnig sér hann um tónlistarstarfið á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti. Þráinn Árni stundaði nám við tónlistarskóla Húsavíkur áður en hann hélt til Reykjavíkur og nam við FÍH 1993-´97. Þráinn Árni Baldvinsson er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum..
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 8. Október og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira

Fljótlegt og hollt í amstri dagsins

„Það er lykilatriði að næra sig vel en jafnframt að reyna að hafa hlutina sem einfaldasta þegar í mörg horn er að líta,“ segir Guðrún Arngrímsdóttir, fjögurra barna móðir sem starfar við kennslu og þjálfun. Guðrún hefur umsjón með matar horninu þessa vikuna. „Allt sem ég vinn við snýst um heilsu eflingu enda hef ég mikla ástríðu fyrir því að aðstoða fólk við að efla bæði andlega og líkamslega heilsu sína. Sjálf ver ég töluverðum tíma í mína heilsurækt og íþróttaþjálfun en til þess að taka ekki tíma frá börnunum þá er þetta eitthvað sem ég geri áður en allir hinir vakna. Ég er því oft farin út úr húsi vel fyrir kl. 6 en er þá að sama skapi laus til að vera með fjölskyldunni eftir miðjan dag. Þarna kemur skipulag mjög sterkt inn. Morgunverðinn bý ég oft til kvöldinu áður til að geta sett í töskuna og átt þegar ég er búin á æfingu og á leið í vinnu. Ég rótera á milli nokkura tegunda af morgunmat en hér er einn grautur sem er í uppáhaldi þessa stundina.“
Lesa meira

Pressar þúsund vínylplötur á dag

Akureyringurinn Guðmundur Örn Ísfeld stofnaði alþjóðlega plötufyrirtækið RPM Records fyrir um tveimur og hálfu ári sem hann rekur í Danmörku en þar hefur Guðmundur búið undanfarin ár. Guðmundur er kvikmyndagerðarmaður og grafískur hönnuður að mennt og hefur framleitt fjölda músíkmyndbanda og hannað plötuumslög. Hann varð var við vaxandi þörf á vínylpressu og stofnaði fyrirtækið VinylTryk sem síðar stækkaði og varð að RPM Records. Vikublaðið tók Guðmund tali og fornvitnaðist um starfið hans í Danmörku sem vínylpressara. kureyringurinn Guðmundur Örn Ísfeld stofnaði alþjóðlega plötufyrirtækið RPM Records fyrir um tveimur og hálfu ári sem hann rekur í Danmörku en þar hefur Guðmundur búið undanfarin ár. Guðmundur er kvikmyndagerðarmaður og grafískur hönnuður að mennt og hefur framleitt fjölda músíkmyndbanda og hannað plötuumslög. Hann varð var við vaxandi þörf á vínylpressu og stofnaði fyrirtækið VinylTryk sem síðar stækkaði og varð að RPM Records. Vikublaðið tók Guðmund tali og fornvitnaðist um starfið hans í Danmörku sem vínylpressara.
Lesa meira

Guðrún nýr formaður Leikfélags Húsavíkur

Aðalfundur Leikfélags Húsavíkur fór fram á þriðjudagskvöld þar sem ný stjórn var kjörin. Nýir félagar bættust einnig í hópinn en þeim hefur fjölgað nokkuð undan farin ár og eru í dag um 110 talsins. Nýr formaður var einnig kjörin, Guðrún Einarsdóttir tekur við af Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Hún var í stjórn áður síðan haustið 20017. Guðrún fær leikhúsáhugan frá foreldrum sínum sem bæði voru virkir þátttakendur í félaginu frá því á áttunda áratugnum og faðir hennar hefur marg oft setið í stjórn og tekur enn virkan þátt í starfinu. „Ég hef verið í leikfélaginu frá því ég var krakki, eiginlega frá því að ég fæddist hreinlega,“ segir hún og bætir við að nýverið hafi fundist gömul gestabók í Flókahúsi en þar hafi Guðrún skrifað nafnið sitt 6 ára gömul.
Lesa meira

„Aldrei misst trúna á það góða í fólki"

Páley Borgþorsdóttir tók við starfi lögreglustjóra á Norðurlandi eystra í sumar. Sjálf lýsir hún sér sem landsbyggðarmanneskju sem setur fjölskylduna í fyrsta sæti. Blaðamaður Vikublaðsins settist niður með henni á dögunum og ræddi við hana um ferilinn og manneskjuna á bak við lögreglustjórann. „Ég er búin að vinna í 18 ár í sakamálum. Fyrst sem staðgengill sýslumanns og síðan lá leiðin í lögmennsku. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sakamálum og þessu kerfi okkar, ekki síst hvernig við getum gert það betra. Maður er í þessu til að reyna koma einhverju góðu til leiðar,“ segir Páley. Hún er mikil fjölskyldumanneskja og viðurkennir að það hafi verið erfitt að skilja foreldra sína eftir í Vestmannaeyjum enda séu þau mjög náin. Í viðtalinu ræðir hún einnig um að lögreglustjórar þurfi að taka erfiðar ákvarðanir um erfið mál. „Við þurfum ekki og erum ekki í vinsældarkeppni. Það er ekkert nýtt fyrir okkur að vera ekki góði gæinn en það snertir mig vissulega þegar málin fara að hafa áhrif á fólkið mitt.“
Lesa meira