„Ekkert skemmtilegra en að vinna fótboltaleiki“

Hallgrímur í leik með KA í sumar. Mynd/Sævar Geir Sigurjónsson.
Hallgrímur í leik með KA í sumar. Mynd/Sævar Geir Sigurjónsson.

Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Bergmann hefur verið í fantaformi með KA í Pepsi-Max deildinni í fótbolta í sumar en norðanmenn hafa spilað vel í byrjun sumars og eru í toppbaráttunni. Hallgrímur hefur verið lengi í herbúðum KA og er leikjahæsti leikmaður liðsins. Vikublaðið ræddi við Hallgrím um boltann og ýmislegt fleira. Ég byrja á að spyrja Hallgrím hvort frammistaða KA-manna í sumar hafi verið vonum framar? „Nei, í sjálfu sér ekki. Við erum með mjög sterkan og kröfuharðan hóp svo ég myndi mögulega segja að hún sé á pari ef við horfum á stigafjöldann. Liðið sjálft á nóg inni hvað varðar spilamennsku. Við höfum misst sterka leikmenn í meiðsli en það segir svolítið um styrkin á okkar hóp hvar við erum í töflunni þrátt fyrir svona mörg áföll,“ segir Hallgrímur. Er raunhæft að stefna á Íslandsmeistaratitilinn? „Ég hef fulla trú á því að við getum barist við bestu liðin, hvort sem það verður um Evrópusæti eða Íslandsmeistaratitilinn....

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast