Félagsgróðurhús og aðstoð við makaleit
Hugmyndir um hraðstefnumót og uppbyggingu á félagsgróðurhúsi litu dagsins ljós á fundum sem haldnir hafa verið í Stórutjarnarskóla og í Skjólbrekku. Mótun heildstæðrar stefnu fyrir Þingeyjarsveit stendur yfir um þessar munir og var boðað til fundanna í tengslum við þá vinnu. Einnig var rafrænn fundur haldinn fyrir allt sveitarfélagið.