Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag og margt spennandi er í blaði vikunnar. Fréttir, mannlíf, menning og íþróttir og krossgátan á sínum stað.

Meðal efnis:

*Talsvert hefur verið rætt og ritað um mögulega þéttingu byggðar á Eyrinni og í Tónatröð að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Leitað var álits bæjarfulltrúa í síðasta Vikublaði en nú er tímabært að viðra skoðanir Sigurðar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra SS Byggis. Sigurður segir ýmsar rangfærslur á sveimi varðandi þessa tvo byggingarkosti, Eyrina og Tónatröð.

*Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, flugmaður og talsmaður vinnuhóps sem hefur starfað undir heitinu N-Ice Air (North Iceland Air: Fly N-Ice), kynnti nýverið verkefni sem hann hefur verið að vinna að í tengslum við millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Hópurinn, sem samanstendur m.a. af fulltrúum frá Norlandair, Samherja og Höldi, hefur undanfarið kannað grundvöll þess að koma á fót reglubundnu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll til frambúðar.

*Á sunnudag voru stofnuð hollvinasamtök til að styðja við viðhalda á Húsavíkurkirkju og bjartsýni ríkir innan safnaðarins um að markmiðum verði náð í endurbótum á kirkjunni ´-og safnaðarheimilinu. 

*Óskar Óskarsson segir í samtali við blaðamann að hann sé spenntur fyrir því að fá annan Óskar til Húsavíkur en eins og kunnugt er gæti lagið Húsavík fengið tilnefningu til óskarsverðlauna eftir helgi. 

*Litla Kompaníið í samstarfi við Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld einleikinn „Óvænt uppákoma“ eftir Sögu Jónsdóttur sem einnig flytur verkið og Sunna Borg flytur „Bergljótu” sem er ljóðabálkur eftir Björnstjerne Björnsson við píanóundirleik Alexanders Edelstein. Sunna Borg útskrifaðist frá leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1970 og hélt því upp á 50 ára leiklistarafmælið síðasta sumar. Vikublaðið forvitnaðist um líf og störf Sunnu.

*Siguróli Magni Sigurðsson sér um matarhornið og kemur með nokkrar úrvalsuppskriftir enda finnst honum gaman að prófa sig áfram í eldhúsinu.

*Séra Svavar Alfreð Jónsson skrifar bakþanka vikunnar og kemur með skemmtilegan pistil að vanda.

Þetta og margt fleira í Vikublaðinu sem kemur út á fimmtudag.


Athugasemdir

Nýjast