Mannlíf
27.02.2021
Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar, tók áskorun Helga Héðinssonar og sér um matarhornið þessa vikuna. „Ég var lengi vel kennari í Brekkuskóla og sundþjálfari en sundið hefur leikið stóran part í mínu lífi frá unga aldri. Ég var í unglingalandsliðinu og landsliðinu í sundi, þjálfaði og kenndi sund, m.a. skriðsundsnámskeið sem eru afar vinsæl hér á Akureyri. Þegar pólitíkin fór svo að taka meiri tíma varð eitthvað undan að láta og tóku þá aðrir við sundkennslunni. Dagskrá vikunnar er yfirleitt þétt skipuð hjá okkur og matseldin því oftast einföld á virkum dögum en um helgar bjóðum við oftar en ekki fjölskyldu eða vinum í mat,“ segir Ingibjörg. „Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stóra fjölskyldu en samtals eigum við hjónin sex börn og eitt barnabarn. Á borði fjölskyldunnar er reglulega kjöt og má segja að lambalærið klikki aldrei. Því bregður því oft við um helgar að lambalæri sé skellt á grillið og stórfjölskyldunni boðið í mat. Okkur finnst afar gaman að elda góðan mat og eins að bjóða fólki í mat. Við reynum eftir fremsta megni að kaupa hráefnin úr héraði þar sem því verður við komið en við kaupum t.d. kartöflurnar okkar ýmist frá Þórustöðum eða Lómatjörn, kjöt úr héraði og veljum íslenskt grænmeti þegar það er í boði. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af einföldum en afar góðum réttum.
Lesa meira
Mannlíf
24.02.2021
Lesa meira
Mannlíf
21.02.2021
Matgæðingur vikunnar hefur síðustu 15 ár byggt upp rekstur á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit í ferðaþjónustu, fiskvinnslu og við sauðfjárbúskap. Hann er í dag oddviti Skútustaðahrepps og gefur kost á sér á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þá er hann formaður Veiðifélags Mývatns og því ætti ekki að koma á óvart hvaða réttir eru galdraðir fram að þessu sinni. Matgæðingur vikunnar er Helgi Héðinsson. Helgi hefur á orði að nú gangi í garð tími sem hjúpaður er dýrðarljóma í hugum margra Norðlendinga, en nýlega hófst veiði í Mývatni eftir veiðihlé frá því í lok ágúst.
Lesa meira
Mannlíf
20.02.2021
Tónlistarmaðurinn Valmar Valjaots flutti til Íslands frá Tallinn í Eistlandi árið 1994 og hefur búið hér á landi í um 26 ár. Tilviljun dró hann hingað til lands á sínum tíma og segir hann það forréttindi að geta lifað sem tónlistarmaður. Hann er sannkallaður þúsundþjalasmiður þegar kemur að tónlist og getur nánast leikið á hvaða hljóðfæri sem er. Valmar er Norðlendingur vikunnar að þessu sinni og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira
Mannlíf
19.02.2021
Lesa meira
Mannlíf
18.02.2021
Að vanda er farið um víðan völl í blaðinu og áhugarverðir fréttir, viðtöl og mannlíf
Lesa meira
Mannlíf
13.02.2021
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir er fyrrum formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri til tíu ára og starfaði einnig í verslun, banka og hjá ýmsum félagasamtökum á sínum starfsferli. Úlfhildur var bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir Framsóknarflokkinn í þrjú kjörtímabil frá 1982-1994 og starfaði í ýmsum nefndum. Nokkur ár eru síðan hún fór á eftirlaun og hefur hún m.a. starfað með Félagi eldri borgara á Akureyri eftir að starfsferlinum lauk. Úlfhildur er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira
Mannlíf
12.02.2021
Hjólreiðamenning á Húsavík hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og hefur óformlegt hjólreiðafélag verið starfrækt í bænum undan farin ár. Fyrir skemmstu var fyrsti formlegi aðalfundur félagsins haldinn og kosinn var formaður, Aðalgeir Sævar Óskarsson.
Lesa meira
Mannlíf
11.02.2021
Lesa meira
Mannlíf
07.02.2021
Guðmundi Vilhjálmssyni er margt til lista lagt en hann á og rekur Garðvík ehf. á Húsavík. Samkvæmt síðasta matgæðingi er Guðmundur matmaður mikill og því vel við hæfi að hann taki við keflinu. „Sá matur sem mér þykir bestur sem hátíðarmatur er reyktur kjúklingur. Móðir mín tjáði mér þegar hún dvaldi langdvölum í Reykjavík með veika systur mína, þá hafi hún farið með Margréti móðursystur sinni á Hótel Holt og þær fengið þennan dýrindisrétt. Margrét móðursystir mömmu var gift Gísla Guðmundssyni alþingismanni og var mikið samband á milli heimilanna,“ segir Guðmundur sem er matgæðingur vikunnar, við gefum honum orðið.
Lesa meira
Mannlíf
04.02.2021
Lesa meira
Mannlíf
02.02.2021
Lesa meira
Mannlíf
01.02.2021
Agnes Ýr Guðmundsdóttir er fædd og uppalin á Húsavík. Eftir útskrift í Framhaldsskólanum á Húsavík fór hún beint til Bremen í Þýskalandi í eitt ár, og svo heim til Húsavíkur í eitt ár aftur að vinna (bætti reyndar við sig stærðfræði, tækniteiknun, eðlisfræði samhliða því í FSH). Þaðan fór Agnes til Ítalíu (Rómar) í ítölskunám og vinnu, og svo í Kópavoginn. Hún fór þá í Iðnskólann í Hafnarfirði og tók próf í Iðnhönnun, vann á fasteignasölu og arkítektastofu (ASK). Þaðan lá leiðin til Barcelona þar sem Agnes lærði arkítektúr og vann á arkítektastofu í stórum og spennandi verkefnum með Richard Rogers teyminu frá UK. Þaðan til Los Angeles, bætti við sig meistaranámi í innanhússarkítektúr (MIA), og vann á nokkrum arkítekta og hönnunarstofum meðfram því.
Agnes eignaðist 3 stelpur á 5 árum með Jesse, eiginmanni sínum. „Við fluttum niður að ströndinni í Long Beach þar sem við búum enn þá (eða allt dótið okkar býr þar núna í okkar íbúð).“
Fjölskylduhagir?
Á 3 dætur, Lóu, Eyju og Völu með manninum mínum Jesse og nú búum við í Gamla Skólanum á Húsavík.
Við fluttum heim til Húsavíkur í Ágúst 2020, en það sem ýtti okkur af stað núna sérstaklega var að það stóð þannig á að Jesse gat komist frá vinnu frekar auðveldlega. Ég var ekki byrjuð að vinna úti eftir barn nr.3 og eldri stelpurnar voru búnar að vera heima síðan í mars þegar öllum skólum var lokað. Barn í 1. bekk og Forskóla í fjarkennslu (og lítið systkini sem er svolítið fyrir að trufla) er eitthvað sem bara gengur ekki upp, annað foreldrið vinnandi úti allan daginn mánudaga til laugardags yfirleitt, það var allavega ekki auðvelt fyrir mig. Mér fannst mjög erfitt að sjá til þess að þær kláruðu öll verkefni o.þ.h, þó það væri svo sem ekkert mikil pressa frá skólanum því þetta var mjög í lausu lofti og enginn vissi hvað þetta yrði langt tímabil, allir voru bara að reyna að meika kannski 2 vikur í senn.
Við ræddum Íslandsflutning af og til um sumarið en tókum svo bara ákvörðun í byrjun ágúst, og allt gekk upp. Við spurðumst fyrir og leigðum svo fullbúna íbúð með öllu sem þarf (og þar að auki við hliðina á barnaskólanum, í þessu gamla fallega húsi „Gamla Skólanum“) og bíl með bílstólum sem beið okkar á Keflavíkurflugvelli við komuna, hlaðinn af heimasmurðu nesti. Við komum bara með ferðatöskur og öll þau hlýju föt sem við áttum ónotuð frá LA.“
Lesa meira
Mannlíf
28.01.2021
Lesa meira
Mannlíf
22.01.2021
Akureyringurinn Benedikt Brynleifsson er einn helsti trommuleikari landsins og hefur starfað sjálfstætt sem slíkur í meira en áratug. Hann hóf ferilinn með 200.000 Naglbítum á sínum tíma og hefur spilað í ótal hljómsveitum og með ýmsum tónlistarmönnum undanfarin ár. Benedikt er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum....
Lesa meira
Mannlíf
21.01.2021
Lesa meira
Mannlíf
20.01.2021
Lesa meira
Mannlíf
18.01.2021
Sonja Sif Þórólfsdóttir, blaðamaður á mbl.is á ættir að rekja í Bárðardal og Tjörnes en er uppalin á Húsavík. Hún er gallharður Liverpool aðdáandi og ástríðufullur súrdeigsbakari. Sonja Sif er Norðlendingur vikunnar.
Fjölskylduhagir?
Ég leigi með vinkonu minni og Húsvíkingnum Ásrúnu Ósk Einarsdóttur í Vesturbæ Reykjavíkur um þessar mundir.
Helstu áhugamál?
Ég tek reglulega upp ný áhugamál en svo gleymi ég þeim jafnóðum eða hef ekki tíma fyrir þau. En fréttir, stjórnmál og fótbolti hafa fylgt mér lengi. Síðan hef ég áhuga á kaffigerð, súrdeigsbakstri og tók nýlega upp á því að prjóna.
Lesa meira
Mannlíf
17.01.2021
Freyr Ingólfsson er efnaverkfræðingur og framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Elkem á Íslandi. Hann er búinn að vera að hrærast í kísiliðnaðinum undanfarin 4 ár og ný tekinn við sem framkvæmdastjóri framleiðslu Elkem á Íslandi en var þar á undan hjá PCC BakkiSilicon sem hráefnasérfræðingur, framleiðslustjóri og framkvæmdastjóri lokavöru. Freyr hefur umsjón með matarhorninu þessa vikuna.
Lesa meira
Mannlíf
16.01.2021
Jón Óðinn Waage flutti út til Svíþjóðar ásamt konunni sinni Ingu Björk Harðardóttur í byrjun september árið 2015 en þau búa í smábæ í Mið-Svíðþjóð. Ódi, eins og hann er jafnan kallaður, er uppalinn Akureyringur og einn helsti júdófrömuður landsins. Hann starfar við kennslu í grunnskóla og talar sænskuna reiprennandi. Vikublaðið ræddi við Óda um lífið í Svíþjóð. „Lífið gengur sinn vanagang hérna í Svíþjóð þrátt fyrir Covid-19. Ég vinn í grunnskóla og þar hafa yfirvöld ákveðið að Covid finnist ekki og þess vegna er engin breyting þar,“ segir Ódi. -Síðast þegar ég ræddi við þig varstu í sænskunámi. Ertu orðinn altalandi á sænsku? „Stuttu eftir að ég kom las ég rannsókn sem sýndi að í kringum fimmtugsaldurinn tapaði maður getunni til að læra ný tungumál. Ég kom hingað þegar ég var 52 ára gamall og tala sænsku reiprennandi núna. Þeir eru að vinna að nýrri rannsókn skilst mér,“ segir Ódi í léttum dúr.
Lesa meira
Mannlíf
11.01.2021
Fiskarnir
9. febrúar til 20. mars
Árið byrjar eins og best verður á kosið fyrir þig. Þú finnur fyrir aukinni orku með hækkandi sól og ákveður að endurnýja eldhúsið eins og makinn þinn er búinn að tuða um lengur en þú vilt muna. Þú finnur gömul Gulli byggir vídeó á youtube og hefst handa við að rífa það gamla. Þar með er orkan búin og þú situr uppi með ekkert eldhús en ekki örvænta, með vorinu eru búið að slaka nægilega á samkomutakmörkunum þannig að þú getur borðað úti það sem eftir er af árinu.
Þú munt finna fyrir því að ástin mun blómstra með vorinu og hugleiðir að eiga rómantískt sumar en gerir svo ekkert í því. Ástin kulnar fljótt aftur og verður köld eins og ýsuflak sem hentar þér vel, enda ertu fiskur.
Lesa meira
Mannlíf
10.01.2021
Ásta Hermannsdóttir er sérfræðingur hjá PCC á Bakka og einn af eigendum crossfit stöðvarinnar á Húsavík. Ásta nam einnig næringarfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 2014. Hún veit því allt um það hvernig huga skal að heilsunni og réttir vikunnar endurspegla það. Ásta hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Þetta er létt og gott janúarstöff sem vonandi flestir geta leikið eftir!“
Lesa meira
Mannlíf
09.01.2021
Jón Már Héðinsson er skólameistari Menntaskólans á Akureyri og hefur verið um árabil. Hann er Vestfirðingur í húð og hár, hefur brennandi áhuga á starfinu og segir krefjandi verkefni bíða. Jón Már er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. „Ég hef áhuga á því sem ég er að fást við hvert sinn. Ég hef brennandi ástríðu fyrir því að vinna með mínu fólki við að koma MA í gegnum þrengingar næstu tveggja ára. Það er spennandi og krefjandi. Þess utan hef ég áhuga á hreyfingu, göngu, sundi og golfi.....
Lesa meira
Mannlíf
08.01.2021
Lesa meira
Mannlíf
06.01.2021
Lesa meira
Mannlíf
27.12.2020
Leikkonan Nanna Kristín Magnúsdóttir í viðtali
Lesa meira
Mannlíf
26.12.2020
Vikublaðið leitaðist eftir að fá einkaviðtal við einn jólasveinanna þrettán sem nú eru flestir mættir til byggða
Lesa meira