Mannlíf

Fjölskylduklefi í sundlaug Húsavíkur

Nú hefur loksins verið opnaður hjá okkur fjölskylduklefinn í Sundlaug Húsavíkur en um er að ræða einkaklefa fyrir fólk sem til dæmis þarf aðstoð annars aðila og fyrir þá sem vilja vera einir og treysta sér ekki til að deila klefa með öðrum.

Lesa meira

Kvennakórinn Embla heldur tónleika í Glerárkirkju n.k. laugardag

Kvennakórinn Embla flytur verkið Tuvayhun eftir Kim Andre Arnesen ásamt einsöngvurunum Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur, Erlu Dóru Vogler, Sigrúnu Hermannsdóttur og Einari Inga Hermannssyni. Með kórnum spila hljóðfæraleikarar á strengjahljóðfæri, hljómborðshljóðfæri, gítar, flautur og slagverk og stjórnandi er Roar Kvam.

Lesa meira

Hafðu áhrif á framtíð Þingeyjarsveitar

Íbúum Þingeyjarsveitar gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á framtíð sveitarfélagsins. Í aprílmánuði voru haldnir þrír íbúafundir þar sem leitað var samráðs við íbúa um áherslur fyrir sveitarfélagið og var sérstaklega horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í þeim tilgangi. Fundirnir voru haldnir í tengslum við heildarstefnumótun sveitarfélagsins sem nú stendur yfir og tóku yfir 70 íbúar þátt á fundunum sem voru öllum opnir.

Lesa meira

Fiðringsbikarinn til Húsavíkur

Fiðringur á Norðurlandi var haldinn í Hofi þriðja sinn í s.l. viku. Níu skólar af Norðurlandi tóku þátt í ár og sýndu afrakstur vinnu sinnar.

Lesa meira

Fyrsta ringó móið heppnaðist vel

Fyrsta ringó-mótið var haldið á Akureyri fyrir skemmstu undir formerkjum Virkra Virkra efri ára og Félags eldri borgara á Akureyri. Fór það fram í Íþróttahöllinni og mættu rúmlega 50 glaðir þátttakendur 60 ára og eldri.

Lesa meira

„Höldumst í hendur í gegnum þetta og styðjum hvert annað“

Formaður Framsýnar stéttarfélags (áður Verkalýðsfélag Húsavíkur) í 30 ár

Lesa meira

Ferðalag traktors út í Flatey á Skjálfanda

Það er meira en að segja það að flytja traktor út í eyju

Lesa meira

Ingvi Quartet, með tónleika á LYST í Lystigarðinum í kvöld

Kvartett Ingva Rafns Ingvasonar, Ingvi Quartet, heldur tónleika á LYST í Lystigarðinum í kvöld og hefjast tónleikarnir kl 20.30.

Lesa meira

Frumkvöðla- og nýsköpunarfélaginu Drift EA ýtt úr vör

Fjölmenni var á kynningarfundi frumkvöðla- og nýsköpunarfélagsins Driftar EA, sem haldinn var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær

Lesa meira

Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri 18 maí kl 14:00 Sasha Pirker: Ég legg höfuðið í bleyti_I Soak My Head

Sasha Pirker lýsir upp Verksmiðjuna með úrvali kvikmyndainnsetninga og staðbundinni svörun við aðstæðum sem nær yfir síðustu tíu ár starfsferils hennar. Þessi verk bera vitni ekki aðeins víðtækri forvitni listamannsins og rannsóknartilfinningu, heldur eru þau einnig grundvölluð á bakgrunni hennar í málvísindum. Hugsun í gegnum tungumál, tilraunakennda frásögn, persónulegt og byggingarfræðilegt rými og möguleika, verk Sasha sýna næmni fyrir reynslu, þekkingu og skilningi. Þau eru stundum persónuleg eða viðkvæm og gefa þá tilfinningu að kvenlinsan sem kvikmyndir hennar verða og eru til í gegnum séu bæði hugsandi og óvænt, nýstárleg og umvefjandi.

Lesa meira