Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag og að vanda er farið um víðan völl og margt áhugavert í blaðinu.

Meðal efnis:

*Tilviljanir og máttur Facebook er rauði þráðurinn í þessari sögu. Á þriðjudag í síðustu viku komu til Húsavíkur Færeysk hjón og áttu fallega stund með feðginum úr bænum í Húsavíkurkirkju. Þau voru komin til að vitja afa mannsins sem var lagður til hinstu hvílu í kirkjugarði Húsavíkur árið 1925, þau höfðu leitað hans árum saman án árangurs.

*„Sýningarárið leggst mjög vel í mig, afléttingar eru hafnar og afnám nándartakmarkanna í leikhúsi sem skiptir öllu fyrir okkur í leikhúsinu,“ segir Marta Nordal, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar (LA), í samtali við Vikublaðið. Nýtt leikár hefst senn á fjölum leikhússins. Í vetur verða áfram þrjár sýningar frá fyrra leikári. Að auki frumsýnir LA verkið Skugga Svein í janúar þar sem Jón Gnarr verður í aðalhlutverki og er sýningin sú stærsta sem leikfélagið setur upp í vetur.

*Vikublaðið heldur áfram oddvitaspjallinu fyrir komandi alþingiskosningar í haust. Nú er komið að Pírötum en það er Einar Brynjólfsson sem leiðir lista flokksins í NA-kjördæmi. Eftir stúdentspróf frá MA lá leið Einars og Helgu konu hans til náms í Þýskalandi þar sem þau bjuggu í átta ár. Þaðan héldu þau til Sauðárkróks í eitt ár. „En allar götur síðan höfum við átt okkar heimili í höfuðborg hins bjarta norðurs, Akureyri.

*Á fundi sveitarstjórnar Norðurþings í síðustu viku var tekin fyrir tillaga Kolbrúnar Ödu Gunnarsdóttur fráfarandi forseta sveitarstjórnar um að fresta umfjöllun sveitarstjórnar um skipulagsbreytingar í tengslum við vindorkuver á Hólaheiði þar til umhverfismati er lokið að fullu.

*„Við hjónin tókum áskorun frá Guðrúnu og Garðari,“ segja þau Elva Stefánsdóttir og Sigurður Egill Einarsson sem hafa umsjón með Matarhorni vikunnar.

*Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður, eða Siggi Gunnars eins og margir þekkja hann, er nýr pistlahöfundur í blaðinu og skrifar bakþanka vikunnar.

*Gunnar Már Gunnarsson heldur um Áskorandapennan og skrifar um Marvel-veröldina.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Athugasemdir

Nýjast