Sunna Borg tekur þátt í Skugga Sveini

Sunna Borg.
Sunna Borg.

Leikkonan ástsæla Sunna Borg tekur þátt í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á leikritinu Skugga Sveinn sem frumsýnt verður í upphafi nýs árs. Sunna hélt upp á 50 ára leikafmæli sitt í fyrra og sagði í samtali við Vikublaðið fyrr á þessu ári að hún væri hvergi hætt þegar kemur leiklistinni og segir erfitt að slíta sig frá þessu.

„Þegar árin færast yfir mann, þá er áskorun og gaman að takast á við ný verkefni enda stútfull af reynslu. Á meðan heilsan yfirgefur mig ekki þá held ég ótrauð áfram,” sagði Sunna. Þar að auki leikur stórleikarinn Björgvin Franz Gíslason í sýningunni Sjálfur Skugga Sveinn er leikinn af Jóni Gnarr. Á meðal annarra leikara sýningarinnar eru Vilhjálmur B Bragason, María Pálsdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Árni Beinteinn Árnason. Leikstjóri er Marta Nordal leikhússtjóri.


Athugasemdir

Nýjast