Skapandi krakkar á Norðurlandi


 

Undanfarna daga hafa listamennirnir Jonna og Brynhildur Kristinsdóttir flakkað um með listasmiðjur í gerð handbrúða. Viðtökur hafa verið frábærar og krakkarnir verið skapandi og hugmyndarík eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Þær Jonna og Brynhildur ferðast með smiðjurnar í strætó og smiðjudótinu koma þær fyrir á vagni sem þær draga á eftir sér.

Skapandi krakkar

Um smiðjur:

Í þessum smiðjum læra þátttakendur að búa til handbrúður og brúðuleikhús. Unnið er með fjölbreyttar aðferðir og efni. Verkefni er hugsað fyrir börn á öllum aldri. Verkefnin sem eru lögð fyrir byggja á grundvallaratriðum sjónlista þar sem unnið er með tvívítt og þrívítt form, liti, áferð, ljós og skugga.

Einnig kynnast þátttakendur töfrum leikhússins og búin er til einföld leikmynd fyrir brúðurnar. Við kynnum appið PowerDirector og búum til stutt myndband.

Smiðjurnar hlutu styrk frá SSNE.

Næstu smiðjur verða á Raufarhöfn 20.-21. júlí.


Athugasemdir

Nýjast