„Fólk þráir að komast í leikhús, hlæja og gráta"

Marta Nordal í Samkomuhúsinu sem er mekka LA.
Marta Nordal í Samkomuhúsinu sem er mekka LA.

„Sýningarárið leggst mjög vel í mig, afléttingar eru hafnar og afnám nándartakmarkanna í leikhúsi sem skiptir öllu fyrir okkur í leikhúsinu,“ segir Marta Nordal, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar (LA), í samtali við Vikublaðið. Nýtt leikár hefst senn á fjölum leikhússins. Í vetur verða áfram þrjár sýningar frá fyrra leikári; Benedikt búálfur, sem sló rækilega í gegn, revían og gamanleikurinn Fullorðinn og samstarfssýningin Tæring. Að auki frumsýnir LA verkið Skugga Svein í janúar þar sem Jón Gnarr verður í aðalhlutverki og er sýningin sú stærsta sem leikfélagið setur upp í vetur. Í apríl verður sýningin Happy Days eða Ljúfir dagar með Eddu Björgu Eyjólfsdóttur frumsýnt. Leikárið endar svo á samstarfi við LHÍ, en útskriftarnemar leikarabrautar frumsýna Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht í Samkomuhúsinu í maí og verður verkið í leikstjórn Ólafs Egilssonar.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast