Mannlíf

Samningur um 1.500 fermetra nýbyggingu við VMA undirritaður

Ný viðbygging við Verkmenntaskólann á Akureyri og endurskipulagning á eldra húsnæði sem gerð verður í kjölfarið gerir aðstöðu verknámsbrauta skólans betri og nútímalegri sagði Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA þegar samningur um byggingu 1500 fermetra nýbyggingar fyrir verknámsbrautir VMA var undirritaður. Nýbyggingin mun bæta úr aðkallandi húsnæðisþörf skólans. Ríkið greiðir 60% byggingarkostnaðar og sveitarfélög við Eyjafjafjörð, sjö talsins greiða 40% kostnaðar.

Lesa meira

Fiskvinnslubúnaður í saltfiskvinnslu á Nýfundnalandi frá Slippnum DNG

Slippurinn DNG er í óða önn að ljúka framleiðslu á ýmsum búnaði í saltfiskvinnslu Labrador Fishermen's  Union á Nýfundnalandi. Þessi búnaður inniheldur meðal annars snyrtilínu, snigil, afsöltunarkerfi og forritun á allri vinnslunni.

Lesa meira

Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa: Vel heppnað taílenskt skemmtikvöld

Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa (STÚA) efndi til taílensks skemmtikvölds en hjá ÚA starfa hátt í þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Taílands.

Í boði var glæsilegt og fjölbreytt hlaðborð heimagerðra taílenskra rétta, einnig skemmtiatriði í umsjá taílenska starfsfólksins.

Lesa meira

HN gerir hafnarsvæðið öruggara fyrir farþega og starfsfólk

„Veðrið hefur kannski ekki sýnt sínar bestu hliðar alla daga en það er ekki endilega veðrið sem fólk sækist eftir þegar það leggur leið sína til Íslands. Við höfum heyrt af hamingjusömum farþegum sem hafa heillast af náttúruperlunum hér fyrir norðan,“ segir Jóhanna Tryggvadóttir markaðs- og verkefnastjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands.

Lesa meira

Sýningin Pennasafnið mitt; Brot af því besta á Hlíð

Dýrmætasti penninn gjöf frá eiginmanni, handsmíðaður úr snákaviði 

Dýrleif Bjarnadóttir, fyrrum píanókennari um árabil við Tónlistarskólann á Akureyri og íbúi á Hlíð, opnaði nýverið einkasýninguna: Pennasafnið mitt ,,Brot af því besta." Þar er að finna penna alls staðar að úr heiminum og á hver og einn þeirra sína sögu sem hægt er að lesa um. Dýrleif hóf pennasöfnun ung að árum og eru elstu pennar safnsins orðnir ansi gamlir. Hún byrjaði á að geyma alla óvejulegu pennana sem henni áskotnuðust og einnig þá sem bjuggu til minningar. Pennarnir í safni Dýrleifar eru um 500 talsins.

Lesa meira

Brautskráning VMA í dag - 140 nemendur brautskráðir

Að þessu sinni brautskráðust  140 nemendur með 162 skírteini þar sem 22 nemendur útskrifuðust með tvö skírteini. Á þessu skólaári hafa því samtals útskrifast 228 nemendur því 88 nemendur voru útskrifaðir í desember sl

Lesa meira

Hetjur húsvískrar menningar stíga á svið

Tónlistarveisla í boði Tónasmiðjunnar í Húsavíkurkirkju

Lesa meira

Opnun sýningarinnar Arctic Creatures í Hvalasafninu á Húsavík á morgun laugardag

„Arctic Creatures“ er samvinnuverkefni þriggja íslenskra æskuvina; myndlistarmannsins Hrafnkels Sigurðssonar, kvikmyndagerðarmannsins / leikstjórans Óskars Jónassonar og leikarans / leikhúsleikstjórans Stefáns Jónssonar. Frá árinu 2012 hafa þeir unnið að einstöku verkefni sem sameinar sköpunarhæfileika þeirra og áhugamál.

Lesa meira

Vínbúð á Glerártorg

Á samfélagsmiðlum fer síða undir nafninu Norðurvín víða þessa dagana. Eigendur síðunnar fylgja Norðlendingum á samfélagsmiðum í von um að þeir fylgi þeim til baka og eru með gjafaleiki þar sem inneignir í óopnaðri áfengisverslun eru í verðlaun.

Lesa meira

Mara Mars sýnir hjá Gilfélaginu

Mara Mars gestalistamaður Gilfélagsins í maí, opnar sýningu í Deiglunni föstudagskvöldið 24.maí kl.19.30 og stendur opnunin til 21.30. Sýningin verður opin helgina 25. -26. maí frá kl. 14 -17 báða dagana.

Lesa meira