Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag eftir sutt sumarfrí og að vanda er farið um víðan völl í blaðinu. 

Meðal efnis:

*Vikublaðið hitar nú upp fyrir alþingiskosningarnar sem fara fram í haust og mun blaðið á næstu vikum birta viðtal við oddvita allra flokkana sem bjóða fram í NA-kjördæmi. Við hefjum leikinn á Viðreisn en það er Ei­ríkur Björn Björg­vins­son, sviðs­stjóri og fyrr­verandi bæjar­stjóri á Akur­eyri og á Fljóts­dals­héraði, sem leiðir lista Við­reisnar í Norð­austur­kjör­dæmi í komandi þing­kosningum.

*Hlaupakonan Rannveig Oddsdóttir sigraði í kvennaflokki í Súlur Vertical Ultra fjallahlaupinu sem haldið var á Akureyri á dögunum. Keppt var í 55 km Ultra vegalengd með 3.000 metra hækkun þar sem meðal annars var farið upp á bæjarfjöllin Súlur og Hlíðarfjall. Rannveig kom fyrst í mark hjá konunum á tímanum 07:19:12 2. Rannveig hefur verið ein fremsta hlaupakona landsins í mörg ár en hún starfar við kennslu hjá Háskólanum á Akureyri. Vikublaðið forvitnaðist um lífið hjá Rannveigu sem er Norðlendingur vikunnar.

*Húsanæðissamvinnufélagið Búfesti hsf. hefur rift samningi sínum við Faktabygg ehf. um byggingu raðhúsa á Húsavík. Þetta staðfesti Eiríkur H. Hauksson framkvæmdarstjóri Búfesta í samtali við Vikublaðið. Upphafleg verkáætlun gerði ráð fyrir að íbúðirnar yrðu tilbúnar til afhendingar um mánaðamót janúar/febrúar á þessu ári.

*Pálmi Björn Jakobsson er einn af þremur kennurum Borgarhósskóla á Húsavík sem létu af störfum í vor eftir áratuga þjónustu. Hann hefur séð tímana tvenna og skilað fleiri árgöngum til manns, þar á meðal þeim sem þetta ritar. Ég hitti Pálma fyrir utan Borgarhólsskóla á dögunum og ræddi við hann um ferilinn.

*Staðan hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) í fjórðu bylgju kórónuveirunnar sem nú geisar yfir er almennt þokkaleg, en brothætt í ljósi þess að enn er sumarleyfistími. Starfsfólk er í sumarfríi og því má lítið út af bregða.

*Hjónin Skarphéðinn Ásbjörnsson og Victoria Smirnova taka við keflinu í matarhorninu og koma með uppskriftir af rammíslenskum fiskrétti og rússneskum rétti. Victoria er fædd og uppalin í Rogovskaya í Rússlandi og er menntaður efnafræðingur og líffræðingur, en Skarphéðinn er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og starfar sem deildarstjóri varaafls hjá RARIK á Akureyri.

*María Rún Bjarnadóttir er aðjúnkt við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að samspili tækni og laga með áherslu á mannréttindi og samfélagslega innviði. María er Vísindamaður mánaðarins enumfjöllunin er hluti af kynningu HA á vísindafólki skólans.

*Halldór Óli Kjartansson heldur um Áskorandapennan og Inga Dagný Eydal skrifar bakþanka vikunnar.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Athugasemdir

Nýjast