Heiðursviðurkenningar fyrir góð störf

Ívar Sigmundsson lengst til vinstri á mynd, Ingibjörg Anna Sigurðardóttur og Hreiðar Jónsson. Samset…
Ívar Sigmundsson lengst til vinstri á mynd, Ingibjörg Anna Sigurðardóttur og Hreiðar Jónsson. Samsett mynd. Ljósmyndir/Þórir Tryggvason.

Við val á íþróttafólki ársins á Akureyri á dögunum voru jafnframt kynntar heiðursviðurkenningar sem frístundaráð Akureyrar veitti þremur einstaklingum fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta á Akureyri.

Hreiðar Jónsson fékk viðurkenningu fyrir áratuga starf í þágu íþrótta, m.a. frjálsíþrótta og handbolta á Akureyri. Ívar Sigmundsson fékk viðurkenningu fyrir áratuga starf í þágu skíðaíþrótta á Akureyri og Íslandi. Ingibjörg Anna Sigurðardóttir fékk viðurkenningur fyrir mikið og óeigingjarnt starf í heilsueflingu almennings í vatnsleikfimi.


Nýjast