Handverkshátíðin með óhefðbundnu sniði

Frá Handverkshátíðinni. Mynd/Eyjafarðarsveit.
Frá Handverkshátíðinni. Mynd/Eyjafarðarsveit.

Stjórn og aðstandendur Handverkshátíðarinnar í Eyjafjarðarsveitar hafa tekið ákvörðun um að hátíðin muni fara fram með óhefðbundnu sniði í ár vegna óvissu um áhrif heimsfaraldurs. Segir á vef Eyjafjarðarsveitar að Handverkshátíð og Matarstígur Helga magra hafi tekið höndum saman fyrir sumarið 2021 og munu vera með reglulega bændamarkaði þar sem lögð verður áhersla á mat og handverk úr Eyjafjarðarsveit.

Þá verður félagasamtökum, handverksfólki, matvælaframleiðendum og öðrum þjónustuaðilum í sveitarfélaginu boðið að setja upp dagskrá hjá sér og auglýsa í tengslum við dagskrá Handverkshátíðar og Matarstígs Helga magra árið 2021.

„Með þessu vilja stjórn og aðrir aðstandendur Handverkshátíðar halda nafni hátíðarinnar á lofti og stuðla að skemmtilegum viðburðum víðsvegar um Eyjafjarðarsveit á árinu 2021 í góðu samstarfi við Matarstíg Helga magra, segir í fréttinni. Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit hefur verið haldin á hverju ári, 28 ár í röð, allt þar til í fyrra þegar áhrif af Covid 19 setti strik í reikninginn.  Með óhefðbundnu sniði verður gestum og gangandi boðið að sjá brot af því besta úr Eyjafjarðarsveit árið 2021 og verður viðburðardagatal sumarsins kynnt síðar.


Athugasemdir

Nýjast