Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag og að vanda er margt áhugavert í blaðinu; fréttir, mannlíf, menning og viðtöl.

Meðal efnis:

*Akureyringurinn Baldvin Z er einn fremsti leikstjóri landsins og hefur sent frá sér kvikmyndir á borð við Lof mér að falla og Vonarstræti. Baldvin Z er Norðlendingur vikunnar í blaðinu og situr fyrir svörum.

*Einar Pálsson, löggiltur fasteignasali hjá Borg fasteignasölu, segir í samtali við Vikublaðið að nokkuð líflegt hafi verið á fasteignamarkaðnum á Akureyri það sem af er ári. Vikublaðið tók púlsinn á fasteignamarkaðnum og ræddi við Einar.

*Linda Margrét Baldursdóttir hjólaði ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Eiðsyni 430 km. leið frá Húsavík til Hafnar í Hornafirði sl. sumar. Ferðin reyndist hið mesta ævintýri þar sem veðuröflin létu finna fyrir sér. Um næstu helgi hefst nýtt hjólreiðaævintýri þegar þau hjónin leggja af stað frá Höfn til Reykjavíkur.

*Ásgeir Ólafsson Lie, markþjálfi hjá Markþjálfun Norðurlands og þáttastjórnandi hlaðvarpsins 10 bestu, tekur við keflinu í Matarhorninu og kemur með tvær úrvalsuppskriftir sem eru í hollari kantinum.

*Þann 11. maí sl. tók Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings fyrir erindi frá Jóni Helga Björnssyni f.h. Veiðifélags Laxár í Aðaldal, Páli Ólafssyni f.h. Veiðifélags Mýrarkvíslar og Guðmundi Helga Bjarnasyni f.h. Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar. Erindið var jafnframt sent til Fiskistofu en þar óska viðkomandi eftir því að bann verði lagt við netaveiðum á göngusilungi í sjó í Skjálfandaflóa.

*Barr kaffihús er nýtt kaffihús í Menningarhúsinu Hofi. Veitingastjóri Barr er Silja Björk Björnsdóttir en hún segir nafnið sótt í þéttvaxna og hrjóstuga barrskóga landsins.

*Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi D-lista á Akureyri, ætlar ekki að gefa kost á sér næstu sveitastjórnakosningum en hann hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014. Í október 2019 tók Gunnar að sér starf forstöðumanns Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og segist hann hafa mikla löngun til þess að helga sig því starfi það sem eftir lifir af starfsferlinum.

*Indíana Hreinsdóttir heldur um Áskorandapennan og Huld Hafliðadóttir skrifar Bakþanka vikunnar.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Athugasemdir

Nýjast