Gæti hugsað sér bæjarstjórastólinn

Sverrir Ragnarsson.
Sverrir Ragnarsson.

Akureyringurinn Sverrir Ragnarsson er menntaður í alþjóðaviskiptum frá University of Denver og hefur verið búsettur í borginni undanfarin ár. Hann rekur námskeiðs- og ráðgjafafyrirtækið Unforgettable Performance í Denver ásamt því að vinna töluvert heima á Íslandi og starfar m.a. fyrir sum af stærstu fyrirtækjum í heimi á borð við Microsoft. Vikublaðið setti sig í samband við Sverri og ræddi við hann um lífið og tilveruna. „Stór hluti af mínu starfi er að fara inn í fyrirtækin og hjálpa þeim að breyta menningu og aðferðum til þess að ná betri árangri í mannlega þætti rekstursins,“ segir Sverrir sem kom fyrst til Denver árið 1992. „Í upphafi kom ég hingað til að læra ensku þar sem ég átti alltaf erfitt með hana í skólanum heima. Ég stefndi alltaf að því að fara í háskóla í Bandaríkjunum og varð því að ná góðum tökum á tungumálinu. Eftir nám kom ég heim til Íslands og starfaði þar sem stjórnandi í nokkrum fyrirtækjum þar til ég stofnaði mitt eigið námskeiðs- og ráðgjafafyrirtæki árið 2005. Ég hef verið í þeim bransa síðan og finnst ég vera í besta starfi í heimi,“ segir Sverrir.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast