Hey You með Kjass komið út

Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir.
Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir.

„Lagið Hey You er eins og rómantískur dagdraumur um þrána til að tengjast annarri manneskju á djúpan hátt og sjá allar hliðar hennar, dökkar og ljósar. Við lifum mörg í þeim ótta að vera hafnað ef einhver fær að sjá inn fyrir skelina okkar en það er kannski einmitt þar sem nándin verður til,“ segir um nýtt lag sem tónlistarkonan Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Kjass, hefur sent frá sér.

Lagið Hey You er fyrsta lagið sem birtist á streymisveitum af annarri plötu Kjass sem ber titilinn Bleed´n Blend og er væntanleg í haust. Á plötunni kveður við nýjan litríkan tón í tónlistinni sem tekur snarpa beygju í átt að poppi og rokki. Kjass gaf út plötuna Rætur árið 2018 sem hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í opnum flokki. 


Nýjast