Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.

Meðal efnis:

*Eftir að heilbrigðisráðuneytið kynnti afléttingaáætlun vegna kórónuveirufaraldursins á dögunum lyftist brúnin hjá fulltrúum bæjarhátíða sem eru fjölmargar á sumrin víðs vegar um landið. Almar Alfreðsson verkefnisstjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ segir aukna bjartsýni vera fyrir bæjarhátíðum í sumar.

*Margrét Sverrisdóttir leikkona, handritshöfundur og leikstjóri hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir samtökutakmarkanir undanfarna 14 mánuði. Hún hefur verið að skrifa handrit að barnaefni fyrir Þjóðkirkjuna í samstarfi við sjónvarpsstöðina N4 á Akureyri. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við Margréti á dögunum um helstu verkefni síðustu missera og það sem fram undan er.

*Árni F. Sigurðsson er formaður Hjólreiðarfélags Akureyrar (HFA) en hjólreiðar hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Þótt margir hjóli allt árið er sumarið óneitanlega tíminn fyrir hjólreiðarfólk. Árni og eiginkona hans eiga og reka sauðfjárbú og hestaleigu í Bárðardal auk þess sem hann starfar sem tæknimaður hjá Menningarfélagi Akureyrar. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Árna sem er Norðlendingur vikunnar. 

*Næsta ævintýri Húsavíkur er Eurovision-safn. Það má segja að Húsavíkingar hafi verið í hálfgerðu spennufalli síðan Óskarsverðlaunaafhendingin fór fram í lok apríl. Vikublaðið ræddi við Örlyg Hnefil Örlygsson á dögunum. Hann stóð fyrir frægri Óskarsherferð sem líklega átti sinn þátt í því að atriðið var tekið upp í bænum.

*Axel Albert Jensen er ánægður með viðtökur bæjarbúa á rafskutlunum sem nýlega voru teknar í notkun á vegum Hopp. Alls eru 65 rafskútur í boði og segir Axel að fólk á öllum aldri nýti sér rafhjólin.

*Vikublaðið heldur áfram að fjalla um vísindafólkið í Háskólanum á Akureyri og nú er komið að Brynhildi Bjarnadóttur dósent við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að náttúruvísindum í víðum skilningi.

*Margrét Jóna Kristmundsdóttir tekur við keflinu í matarhorninu. Uppáhaldsmaturinn hennar er grillmatur og er því grillið úti allan ársins hring.

*Huld Hafliðadóttir skrifar bakþanka vikunnar og þá er liður í blaðinu sem fjallar um plöntur og er það Egill Páll Egilsson blaðamaður á Vikublaðinu sem hefur umsjón með því.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Athugasemdir

Nýjast