Tilhneiging til að fjölga börnum í rými og erilshávaði eykst

„Börn hafa mun minni hlustunargetu en fullorðnir og við erum að mínu mati of mikið að horfa framhjá …
„Börn hafa mun minni hlustunargetu en fullorðnir og við erum að mínu mati of mikið að horfa framhjá því. Það er deginum ljósara í mínum huga að það þarf að bregðast við, slök hlustunargeta hefur án efa áhrif á getu t.d. til að læra að lesa,“ segir Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir með bók sína Lestraraðferðin Sjáðu – heyrðu – finndu, Ævintýraför Stubbs og Stubbalinu í Stafalandið. Mynd/MÞÞ

Skólakerfið hefur tilhneigingu til að fjölga börnum í rýmum. Slíkt hefur í för með sér aukinn erilshávaða í skólastofunum sem langt í frá eru alltaf friðsamlegur vinnustaður. Börn, alveg eins og fullorðnir, eiga erfitt með að einbeita sér í hávaða. Mörg börn eiga sér sögu um eyrnabólgu og rör í eyru. Lítill gaumur er gefinn að því hver hlustunargeta barna er. Börnum er blandað í bekki, öllum boðið inn en ekki tekið nægilegt tillit til þeirra sem eru, t.d. tvítyngdir. Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir radd- og talmeinafræðingur hefur bent á að allt þetta, hávaða í skólastofu, einbeitingarleysi og hlustunargetu, allt hafi þetta áhrif þegar verið er að kenna börnum að lesa. Hún hefur sent frá sér bókina Lestrarkennsluaðferðin sjáðu – heyrðu – finndu - Ævintýraför Stubbs og Stubbalinu í Stafalandið. Hún hefur fengið mjög góð viðbrögð við bókinni.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast