Dalakofinn í 10 ár

Haraldur Bóasson og eiginkona hans, Þóra Fríður Björnsdóttir. Þau hafa staðið vaktina í Dalakofanum …
Haraldur Bóasson og eiginkona hans, Þóra Fríður Björnsdóttir. Þau hafa staðið vaktina í Dalakofanum í áratug.

Haraldur Bóasson og eiginkona hans, Þóra Fríður Björnsdóttir hafa haldið úti veitingarekstri á Laugum í Reykjadal í 10 ár. Þau reka Dalakofann, vinalegan veitingastað og kjörbúð sem mætti segja að sé ákveðin kjölfesta í samfélaginu á Laugum.

Þann 1. september sl. héldu hjónin kaffisamsæti í Dalakofanum til að fagna 10 ára rekstrarafmæli. Um og yfir 70 manns komu saman og fögnuðu tímamótunum.

Vikublaðið tók Harald tali en hann sagði að þrátt fyrir mikla vinnu þá væri veitingareksturinn alltaf jafn gefandi.

Hvernig kom það til að þið hjónin ákváðuð að fara út í veitingarekstur?

„Ég var áður í stjórn útibús ehf. sem átti fyrirtækið og við vorum með aðra í vinnu við að reka þetta. Ég sá um bókhaldið og launin að einhverju leiti. Þannig að ég var aðeins innvinklaður í fyrirtækið án þess að vinna þar,“ útskýrir Haraldur og bætir við að þau hafi staðið á tímamótum. Hjónin höfðu rekið gistiheimili í Mývatnssveit og voru nýlega komin út úr því.  „Svo eftir að við seldum svínabúið í Pálmholti, þá bara datt mér í hug af því að við bjuggum á Laugum hvort við ættum ekki bara að kaupa þetta. Við keyptum reksturinn árið 2011 og tókum þá strax við. Við höfum ekki litið um öxl síðan,“ segir hann.

 Árstíðarsveiflur

Aðspurður segist Haraldur finna vel fyrir árstíðasveiflum í Dalakofanum. „Jú það eru gríðarlegar sveiflur á milli sumars og veturs, það munar náttúrlega alveg heilmiklu. Veturinn hefur samt verið að fara vaxandi með aukinni komu ferðamanna allt árið áður en Covid skall á. Við höfum getað haldið þessu opnu allt árið.“

Þá eru þau með litla kjörbúð í Dalakofanum, með sér inngangi og veita þannig íbúum kærkomna þjónustu enda eina versluninn á Laugum

„Þetta er nú engin heildsala. Fólk er svona að nota þetta ef vantar smáræði, þá tekur fólk það hjá okkur en þetta fúnkerar vel saman,“ segir Haraldur.

Dalakofinn er frægur í landsfjórðungnum fyrir pizzurnar sínar og Haraldur viðurkennir hóvær þegar gengið er á hann að hann fái talsvert hól fyrir þær. Vinsælasti rétturinn er þó Dalaborgarinn. „Ef ég ætti að taka eitthvað eitt út þá er það Dalaborgarinn sem við búum mest til af.“

 Hádegishlaðborðin klassísk

„Við höfum alla tíð verið með heimilismat í hádeginu og erum með alveg fastan kjarna sem kemur reglulega að borða. Við erum sem betur fer með nokkuð fast 15-30 manns í hádeginu. Það getur líka gerst að það fari vel upp fyrir 30 manns og þá klárast maturinn og fólk fær sér þá bara af matseðli,“ segir Haraldur að lokum en hann deilir með okkur dýrindis uppskrift af hakkbollum að hætti hússins.

Hakkbollur eru

Hakkabollur

1 kg. hakk

1 egg

1 laukur

1 pk. púrrulaukssúpa

1 msk grillmix

aðeins raspur 

kjötkraftur, timian og hveiti

smellið gig

 

 


Athugasemdir

Nýjast