Tekið á móti vel yfir eitt þúsund köttum um tíðina

Ragnheiður Gunnarsdóttir í Kisukoti með köttinn Snúbba, 5 ára gamall bláeygur hvítur köttur, einmitt…
Ragnheiður Gunnarsdóttir í Kisukoti með köttinn Snúbba, 5 ára gamall bláeygur hvítur köttur, einmitt eins og hana langaði alltaf að eignast. Mynd/MÞÞ

Vel yfir 1000 kettir hafa haft viðkomu í Kisukoti frá því starfsemi þess hófst fyrir nær 10 árum, en Kisukot var fyrst opnað 29. janúar 2012. Ragnheiður Gunnarsdóttir stýrir starfseminni og hefur verið dyggur kattavinur í höfuðstað Norðurlands í mörg herrans ár. Um fátt hefur meira verið rætt undanfarið en endurskoðun á samþykkt um kattahald á Akureyri eftir að bæjarstjórn samþykkti að banna lausagöngu katta í bænum eftir rúm 3 ár, 1. janúar 2025. Ragnheiður hefði viljað sjá að mildari leið hefði verið valið til að sætta ólík sjónarmið bæjarbúa til útivistar katta. Ragnheiður rifjar upp að árið 2011 hefði ný samþykkt um kattahald í bænum tekið gildi. Samkvæmt henni átti að skrá alla ketti, greiða fyrir það gjald sem og árgjald. Áður hafði fólk ekki þurft að gera grein fyrir hvort það héldi ketti né hversu marga. Í samþykktinni frá 2011 var ákvæði um að einungis mætti halda þrjá ketti á hverju heimili að hámarki. Þessar nýju reglur gerðu að verkum að einhverjir kettir fengu ný heimili og þá nefnir Ragnheiður einnig að á þessum tíma hafi talsvert verið um villiketti í bænum. Bæði við bryggjunar og eins hefði stór hópur katta komið sér fyrir í hesthúsahverfinu í Breiðholti. Akureyrarbær hafðii forgöngu um að farga þeim sem þar voru en bryggjukettirnir voru áfram á sínum stað.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast