Birkir Blær flaug áfram í kvöld

Birkir Blær fékk standandi lófaklapp eftir flutning sinn í kvöld. Ljósmynd: Skjáskot/Tv4Idol Instagr…
Birkir Blær fékk standandi lófaklapp eftir flutning sinn í kvöld. Ljósmynd: Skjáskot/Tv4Idol Instagram

Velgengni Birkis Blæs Óðinssonar í sænsku Idol söngvakeppninni á TV4 hélt áfram í kvöld og er hann nú kominn í níu manna úrslit.

Sænsku áhorfendurnir kusu Birki Blæ áfram fyrir flutning hans í síðustu viku á laginu Yellow eftir Coldplay. Í kvöld söng tónlistarmaðurinn akureyski lagið Leave The Door Open sem Bruno Mars og Anderson Paak gáfu út á þessu ári en það var dómnefndin sem valdi lagið að þessu sinni. Óhætt er að segja að Birkir Blær hafi neglt þetta enda stóðu dómarar upp fyrir honum að flutningi loknum. Og ef marka má athugasemdir við flutning hans á Instagram síðu keppninnar, þá voru áhorfendur yfir sig hrifnir. Loforðum rignir yfir Birki Blæ og margir skrifa að hann sé besti listamaðurinn í sögu sænsku keppninnar. 

Til hamingju Birkir Blær

 


Athugasemdir

Nýjast