Karólína nýr sviðsstjóri velferðarsviðs
Karólína Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar. Alls bárust 19 umsóknir um starfið. Karólína hefur nú þegar hafið störf sem sviðsstjóri velferðarsviðs.
Karólína Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar. Alls bárust 19 umsóknir um starfið. Karólína hefur nú þegar hafið störf sem sviðsstjóri velferðarsviðs.
Ekkert gjald verður rukkað fyrir að leggja bílum við flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum fyrstu 14 klst en óhætt er að segja að áform ISAVIA Innanlandsflugvalla um að hefja gjaldtöku á bílastæðum hafi vakið hörð viðbrögð. Þetta kom fram í tilkynningu sem ISAVIA sendi frá sér í dag.
Njáll Trausti talaði lengst þingmanna Norðaustukjördæmis á nýliðnu þingi en fundum þess var slitið s.l laugadagkvöld. Þingmaðurinn var með orðið í samtals 11 klst., 13 mín., 45 sek.í 168 ræðum. Þessi árangur skilar honum þó einungis í 11 sæti yfir þá þá þingmenn sem lengst töluðu á nýliðnu.
Brák er fyrsti Sumarlistamaður Einkasafnsins 2024. Hún bætist þar með í glæsilegan hóp listamanna sem unnið hafa í Einkasafninu á sumrin, síðan 2020 og sýnt þar afrakstur vinnu sinnar.
„Þetta var virkilega ánægjulegur dagur og mjög góð mæting,“ segir Ingvi Stefánsson svínabóndi sem bauð gestum að líta við á nýju gyltubúi á Sölvastöðum í Eyjafjarðarsveit. Þar var þeim áfanga fagnað að fyrstu dýrin voru á leið inn í húsið daginn eftir og búið að komast í rekstur.
DriftEA, Háskólinn á Akureyri, Cowi, Deloitte, Efla, Enor, Geimstofan, og KPMG hafa staðfest samstarf um nýsköpun á Norðurlandi.
Benedikt Guðmundsson eða bara Baddi Guðmundss., er eins og svo margir hér á landi hann spilar golf af ástríðu. Baddi segir okkur frá sinni uppáhalds braut en hana er að finna á Jaðarsvelli næanar tiltekið er það sú fimmta.
Í golfi er hver braut mín uppáhalds á meðan ég er að spila hana en vissulega gera sumar manni erfiðar fyrir. Sú erfiðasta sem ég glími reglulega við er 5.brautin að Jaðri. Sú er 282 m af gulum teig sem jafngildir teig 54 í dag.
Silfurstjarnan í Öxarfirði hefur frá upphafi verið burðarás atvinnulífsins á svæðinu og var fyrsta landeldisstöðin á landinu til að nota jarðhita af einhverju marki, enda aðgengi að heitu og köldu vatni sérlega gott í Öxarfirði. Silfurstjarnan var stofnuð árið 1988 og var í fyrstu í eigu heimamanna. Reksturinn gekk ekki þrautarlaust fyrir sig, ýmissa hluta vegna.
Veiði hófst í Laxá í Aðaldal í morgun og ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta feng sumarsins 2024. Sprækur hængur 81 cm á lengd stóðst ekki Metallicu no 8 sem veiðimaðurinn Hilmar Hafsteinsson bauð. Veiðisstaðurinn var Sjávarhola sem hefur nú gefið þá nokkra gegnum tíðina .
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún gæðir svið Leikfélags Akureyrar lífi því hún hannaði leikmyndina fyrir Lísu í Undralandi árið 2014.