Mannlíf

Kruðerí, kósýheit, kertaljós og knús

Aðventuröltið – skemmtileg jólahefð í Dalvíkurbyggð

Lesa meira

Umhverfisvænni jól og minni neysla

Nú eru jólin að detta í garð og flestir farnir að undirbúa fyrir hátíðirnar. Sumum finnst jólin vera huggulegur og fallegur tími á meðan aðrir finna fyrir streitu og álagi, enda ákveðin pressa sem getur fylgt jólunum. Jólagjafir er meðal annars eitthvað sem fólk fer að huga að og getur það verið ákveðinn hausverkur.

Lesa meira

Af hverju borða Íslendingar skötu?

Það er margt sem kemur manni í jólaskap og fyrir suma er það skötuveisla á Þorláksmessu. Sumum Íslendingum finnst kæst skata vera herramannsmatur á meðan aðrir eru ósammála, aðallega vegna hins einstaka ammoníaksfnyks, sem á það til að vera yfirþyrmandi og gæti sest í fötin. Það er fyrst og fremst fnykurinn sem gerir skötuna óvinsæla í sumum fjölbýlishúsum.

Lesa meira

Kann vel við sig í sveitinni þó svo að skuldbindingin sé mikil

Stefán Sævarsson hefur verið í kringum búskap nær alla ævi. Hann er bóndi á Syðri-Grund í Grýtubakka, þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Hörpu Jónsdóttur. Undirritaður ræddi við Stefán um lífið í sveitinni, bæði í hversdagsleikanum og á jólunum sem senn ganga í garð.

Lesa meira

Ómetanlegt að eiga þessa sögu

-Segir Ragnar Sverrisson sem stundað hefur kaupmennsku á Akureyri í 56 ár

Lesa meira

Ekki standa á öðrum fæti allt lífið

Út er komin bókin Arnar Saga Björnssonar: Ekki standa á öðrum fæti allt lífið, en það er HB útgáfa sem gefur bókina út.

Lesa meira

Velti mér ekki upp úr hlutunum og lifi í núinu

Dagbjört Ósk stundar nám á listnáms og hönnunarbraut VMA

-Er með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur sjónleysi


 „Ég get gert margt af því sem mínir jafnaldrar gera, og reyni að lifa í núinu, hugsa sem minnst um hvað getur orðið. Ég horfi bara á þá stöðu sem ég er í núna og hef það að markmið að njóta lífsins eins og aðrir,“ segir Dagbjört Ósk Jónsdóttir nemi á listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, en hún hóf nám þar á liðnu haust og var að klára fyrstu önnina. Dagbjört er lögblind.  Hún hefur enga sjón á hægra auga en sér enn örlítið með því vinstra, nægilega mikið til að geta að mestu bjargað sér sjálf.

Dagbjört er með sjúkdóm sem kallast Chronic Relapsing Inflammatory Optic Neuropathy, CRION og er eini Íslendingurinn sem er með þann sjúkdóm, en hann er mjög sjaldgæfur og einungis um 120 manns í öllum heiminum sem eru með hann. Um er að ræða sjóntaugakvilla, sjálfsofnæmi sem lýsir sér í því að hvítu blóðkornin ráðast á sjóntaugina. Ekki er þó að hennar sögn vitað af hverju það gerist. Þrátt fyrir sjónleysið tekst Dagbjört á við krefjandi nám sitt á listnámsbrautinni af miklum áhuga og elju.

Missti sjón á hægra auga aðeins 11 ára

Dagbjört var rétt að verða 11 ára þegar sjúkdómurinn uppgötvaðist í september árið 2016. Hún fór að taka eftir að sjón á hægra auga varð skrýtin, hún varð æ lakari með nánast hverjum degi sem leið en hún fann ekki neitt til. 

Lesa meira

Það geta allir skráð sig í björgunarsveit

Jón Ragnar

Flugeldasala björgunarsveita hefur verið gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir þeirra starf. Leonard Birgisson byrjaði að starfa í björgunarsveit 1980 og hefur hann gegnt fjölmörgum störfum á þeim vettvangi. Hann hefur verið formaður, gjaldkeri og séð um nýliðastarf auk þess að sinna almennum verkefnum sem félagi í björgunarsveit. Þá hefur hann einnig setið í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar, verið gjaldkeri félagsins og formaður flugeldanefndar. 

Hvernig eru störf björgunarsveitarinnar um hátíðirnar? Er meira álag?

„Það er öllu jöfnu ekkert aukið álag á björgunarsveitir um hátíðirnar nema í þeim tilfellum sem veðurfar setur samgöngur og mannlíf úr skorðum. Verkefni sem björgunarsveitir fengu í hendur í byrjun desember 2019 og voru viðvarandi langt fram á árið 2020 eru enn í fersku minni. Einnig er 30. desember 2018 eftirminnilegur því þá fengum við krefjandi fjallabjörgunarverkefni í Dalsmynni þar sem þekking og samvinna skipti sköpum við að bjarga einstaklingum sem slösuðust í fjallgöngu.“

Mikilvæg fjáröflun

Hversu mikilvæg er flugeldasalan ykkur í björgunarsveitinni?

„Flugeldasala á sér áratuga hefð á Íslandi og er björgunarsveitum mjög mikilvæg og í mörgum tilfellum stendur hún undir 50-70% af tekjum björgunarsveita.“

Lesa meira

Lára Sóley rifjar upp sígilda takta með Hymnodiu

Kvöldið 22. desember er löngu orðið jólatónleikakvöld Hymnodiu. Kórinn hefur sungið í Akureyrarkirkju þetta kvöld í áratug og mörgum er ómissandi að gera hlé á jólaönnum til að njóta kyrrðar og friðar með Hymnodiu í kirkjunni.

Lesa meira

„Jólaljósin koma mér í jólaskap“

„Ég held ég verði að segja að uppáhalds jólahefðin mín sé sú að við maðurinn minn kaupum alltaf nýja, skemmtilega hluti á jólatréð á hverju ári og það er alltaf svo gaman þegar við skreytum það. Í fyrra vorum við með tré sem var 250 cm og skrautið okkar dugði á það, svo það mætti segja að við séum komnir með ágætt safn. Einnig er alltaf yndislegt að gera laufabrauð með fjölskyldunni en við gerum það á hverju ári.“

Lesa meira

Þörfin óvenju mikil í fyrra en meiri í ár

Matargjafir á Akureyri og nágrenni hefur aðstoðað fólk í neyð í 7 ár

Lesa meira

Kyrrð í Mjólkurbúðinni

Í dag, laugardaginn 4. desember verður opnuð sýning Jónínu Mjallar Þormóðsdóttur, Kyrrð, í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Þar sýnir Jónína Mjöll ný verk sem unnin eru úr hvítum fjöðrum og sýna mýkt og hreinleika. Jónína leitar fanga í íslenskri náttúru og eru verk sýningarinnar innblásin af henni. Þegar rýnt er í verkin má þar greina hverfulleika, endurspeglun og smæð manneskjunnar, en jafnframt kærleika og viðkvæmni lífsins.

Lesa meira

Jólasveinar láta sjá sig á Glerártorgi

Jólasveinarnir ætla að stelast aðeins til byggða og hafa boðað komu sína á svalirnar fyrir ofan innganginn hjá Verksmiðjunni á Glerártorgi á morgun laugardag kl 14:00

Lesa meira

„Munum eftir því að konur þurftu að berjast með kjafti og klóm til að mega ganga í buxum“

Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir er ein af 10 Framúrskarandi ungum Íslendingum


Hóp­ur að nafni Öfgar hefur verið áberandi á sam­fé­lags­miðlum upp á síðkastið en hópurinn hefur haft hátt í umræðu kyn­bundið áreiti og of­beldi

Tanja M. Ísfjörð Magnús­dótt­ir, sem er í stjórn hóps­ins en hún er fædd og uppalin á Húsavík. Hún flutti til Noregs árið 2015 og býr þar í dag ásamt unnusta sínum og tveimur börnum 5, og 3 ára. Hún byrjaði fyrir sex árum síðan að tjá sig opinskátt um kynbundið ofbeldi á samfélagsmiðlum sem er veruleiki allt of margra kvenna.

Tanja segir að Öfgar sé fjölbreyttur hópur af femíniskum aðgerðarsinnum sem stofnaður var í sumar, en hópurinn hefur tekið miklum breytingum síðan hann var stofnaður.

 Dýrmæt viðurkenning

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru veitt árlega af JCI á Íslandi en þetta er í 20. skipti sem verðlaunin eru veitt.

Þetta árið bárust hátt í þrjú hundrað tilnefningar frá almenningi en auglýst er eftir til­nefn­ing­um á hverju ári og get­ur hver sem er til­nefnt framúrsk­ar­andi ung­an Íslend­ing. Sér­stök dóm­nefnd fer svo yfir til­nefn­ing­ar og vel­ur úr 10 framúrskarandi einstaklinga sem fá viðurkenningu og þar af einn verðlauna­hafa. Tanja ein af þessum 10 framúrskarandi ungu Íslendingum.

„Þetta er svo dýrmætt af því að þetta er búið að vera svo ótrúlega erfitt. Ég er búin að fá yfir mig svo mikið mótlæti. Vinir og fjölskylda ekki alltaf verið með mér í liði. Þannig að þegar viðurkenningin kemur þá get ég sagt við sjálfa mig: Ég er greinilega að gera eitthvað rétt,“ útskýrir Tanja og bætir við að mótlætið sé alls konar, fullt af fólki sem ekki sé sammála aðferðafræði hennar og hefur jafnvel slitið sambandi við hana.

„Þetta er spennandi,“ segir hún í hæðni og bætir við að baráttunni hafi fylgt mikill fórnarkostnaður. „Þetta tekur frá andlegu heilsunni og þetta er auðvitað líka erfitt fyrir fjölskyldu mína, manninn og börnin að ég sé alltaf á vakt í baráttunni.“

Öfgar verða til

Tanja segir að grunnurinn að aðgerðarhópnum Öfgar hafi verið lagður á samskiptamiðlinum Tik Tok sem er mjög vinsæll um þessar mundir.

„Það var eftirspurn eftir feminískum aðgöngum á samfélagsmiðlum. Þá sérstaklega á Tik Tok. Þar finnur maður mikið af ungu fólki með hatursorðræðu í garð minnihlutahópa. Það er fitusmánun, transfóbía, kvennhatur, þetta er rosalega ljót orðræða oft á tíðum. Þannig að það vaknaði þessi þörf eftir  feminíska aktívisma á samfélagsmiðlum og þá byrjuðum við að hópa okkur saman. Við þekktumst eiginlega ekkert áður en höfðum séð hverjar aðra í bardaganum. Svo smullum við svona fínt saman og þannig byrjaði þetta,“  segir Tanja um stofnun Öfga.

Aðspurð hvað valdi þessari hatursorðræðu ungmenna á samskiptamiðlum segir Tanja að hana megi rekja til þess að börnin læri það sem fyrir þeim er haft.

„Þau heyra þetta heiman frá, hvernig fullorðna fólkið talar um hvort annað og fara með það á netið. Hvort sem það er létt óviðeigandi grín eða alvarlegar samræður við matarborðið um að þessi sé svona eða hinsegin. Börnin eru eins og svampar og tileinka sér þetta. Þau hafa heldur ekki þroskað með sér þessa gagnrýnu hugsun sem þarf til að skora viðhorf og orðræðu foreldra sinna á hólm. Þau eru heldur ekki með jafn góðan radar á kaldhæðni en við þurfum líka að passa okkur á hvað við segjum í kaldhæðni,“ segir Tanja.

 Umdeilt nafn

Nafnið á aðgerðarhópnum hefur verið umdeilt enda margir sem vilja sjá hófstilltari umræðu. Tanja segir að nafnið Öfgar sé ádeila. „Þegar við vorum að leita að nafni á hópinn þá var ein okkar sem stakk upp á þessu. Okkur fannst flestum þetta vera of mikið en svo spurðum við okkur; af hverju er þetta of mikið? Það er alltaf verið að segja við okkur að við séum bara helvítis öfgafemínistar, femí-nasistar og einhver svona ógeðsleg orð. Við hugsuðum bara; Druslugangan gerði þetta, tóku orðið drusla og gerði að sínu. Af hverju gerum við ekki það sama með orðið Öfgar. Ef þú hugsar út í merkingu orðsins öfgar. Það er þegar er of mikið af einhverju en jafnrétti er ekki jafnrétti ef það hallar í aðra áttina. Þannig að þú getur aldrei fengið of mikið jafnrétti. Það er því ekki til öfgafemínismi eða öfgajafnrétti. Þaðan kom nafnið.“

 Fleiri sem hlusta

Tanja segist ekki í vafa um að baráttan fyrir réttlæti hafi skilað sér frá því hún fór að láta í sér heyra um jafnrétti kynjanna. 

Lesa meira

Leikfélag Hörgdæla sýnir leikrit með lögum Bjartmars Guðlaugssonar

Í fylgd með fullorðnum eftir Pétur Guðjónsson sem jafnframt er leikstjóri

Lesa meira

Stofnuðu borðtennisklúbb til að spila meira

Borðtennisáhugi hefur aukist til muna í Borgarhólsskóla og  er nú keppst um borðin til að spila

Lesa meira

„Þetta er þannig starf að þú ert að gefa af þér“

Framhaldsskólinn á Húsavík (FSH) býður upp á fjölbreytt nám og leitar sífellt nýrra leiða til að laða til sín nemendur. Það er vissulega áskorun að halda úti öflugum framhaldsskóla í litlu samfélagi en þeim áskorunum mætir FSH með því að hugsa út fyrir boxið og hanna námsbrautir með sérstöðu.

Ein þeirra námsleiða er heilsunuddbraut sem farið var af stað með haustið 2019. Halldór Jón Gíslason, aðstoðarskólastjóri heldur utan um brautina í FSH en Helga Björg Sigurðardóttir, heilsunuddari stýrir kennslunni. Þau eru í góðu samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla sem hefur kennt brautina um árabil. „Við höfum alltaf getað leitað þangað í þá þekkingu og reynslu sem þar býr,“ segir Halldór Jón en FSH og FÁ eru einu skólarnir á landinu sem bjóða upp á þetta nám. Vikublaðið ræddi við Helgu Björg.

 14 ár í nuddinu

Helga Björg segir að það hafi blundað í sér um nokkurt skeið að læra nudd þegar hún loksins lét verða af því. „Það sem ýtti mér kannski á stað í þetta er bara ákveðin  sjálfsskoðun. Ég var að vinna mikið í sjálfri mér á þessum tíma en þarna var ég orðin læknaritari. Nuddnámið  var kennt í Ármúla þar sem læknaritarinn var kenndur og ég var búin að sjá fög sem voru svolítið lík. Ég útskrifaðist sem læknaritari 2005 og strax í kjölfarið skrái ég mig í heilsunudd. Tek þetta bara í beinu framhaldi. Þá var farið að bjóða upp á þetta nám á Akureyri en ég er í fyrsta árganginum sem lærir þetta á þar. Ég útskrifast vorið 2009 en það er nokkuð síðan þetta nám hætti á Akureyri.

Helga Björg hefur starfað við nudd í og með síðan. „Ég var náttúrlega að vinna sem læknaritari á Heilsugæslunni á Húsavík og nuddaði með. Svo hætti ég á spítalanum og fór að vinna á Deplum þar sem ég var eingöngu að nudda,“ segir Helga Björg en Deplar er lúxushótel í Fljótum.  

„Ég var byrjuð að nudda um áramót 2007 þannig að þetta eru að verða 14 ár. Það er nú bara nokkuð góður lífaldur nuddara,“ segir hún og bætir við að fólk sé oft ekki lengi starfandi í greininni. „Nuddarar eru oft fljótir að brenna upp.“

Nuddarabraut

Hópurinn sem var að klára fyrsta áfangann í verklega náminu, klassískt nudd. Mynd/ aðsend.

 

Sjálf segir Helga Björg að hún hafi yfirleitt unnið við nuddið í hlutastarfi með öðru og þess vegna endist hún lengi í faginu.

Aðspurð hvers vegna starfsaldur nuddara sé oft skammur segir hún að fólk slitni oft í höndum eins og í fleiri iðngreinum. „Mér skilst samt að það sé meira genatískt heldur en nuddið. En margir fá einhverja svona álagskvilla og veldur því að fólk hættir að nudda.

Lesa meira

Átti mér draum að skrifa bók og hann hefur ræst

Hrund Hlöðversdóttir sendir frá sér spennu- og ævintýrabók
Lesa meira

Birkir Blær kominn áfram í 5 manna úrslit

Sjáið frábæran flutning hans í gærkvöld
Lesa meira

Verðlaunaður fyrir framúrskarandi námsárangur

Lenti óvart í laganámi eftir mistök föður síns
Lesa meira

Gönguskíðavertíðin hafin í Hlíðarfjalli

Í boði eru tvær brautir 1,2 km og 3,5 km. Sporað verðu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum þegar veður leyfir. Snjóalög eru með minnsta móti en færið er samt gott.
Lesa meira

Stefnumót í Hofi

Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir tónleikum sunnudaginn 21. nóvember 2021 kl 16 í Hömrum í Hofi. Sif Margrét Tulinius fiðluleikari og Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld eiga þar stefnumót.
Lesa meira

Draumur um skapandi líf

Please Master er nýtt lag með Kjass sem fjallar um drauminn að fá tíma og rými til að vera skapandi einstaklingur í samfélagi þar sem leikreglurnar krefjast þess við útvegum peninga með iðju okkar dags daglega. Hvað fæ ég borgað fyrir að gera þetta? Er spurning sem við spyrjum okkur gjarna þegar við ákveðum að taka eitthvað verk að okkur eða ekki, en hvers virði er lífið ef það er engin list?
Lesa meira

Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Þetta er einstök sýning þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að heyra sannar en lygilegar sögur frá hans langa og viðburðaríka ferli. Fáir segja sögur eins skemmtilega og Jón og enn færri hafa frá jafn mörgu athyglisverðu að segja.
Lesa meira

Tekið á móti vel yfir eitt þúsund köttum um tíðina

Vel yfir 1000 kettir hafa haft viðkomu í Kisukoti frá því starfsemi þess hófst fyrir nær 10 árum, en Kisukot var fyrst opnað 29. janúar 2012. Ragnheiður Gunnarsdóttir stýrir starfseminni og hefur verið dyggur kattavinur í höfuðstað Norðurlands í mörg herrans ár. Um fátt hefur meira verið rætt undanfarið en endurskoðun á samþykkt um kattahald á Akureyri eftir að bæjarstjórn samþykkti að banna lausagöngu katta í bænum eftir rúm 3 ár, 1. janúar 2025. Ragnheiður hefði viljað sjá að mildari leið hefði verið valið til að sætta ólík sjónarmið bæjarbúa til útivistar katta. Ragnheiður rifjar upp að árið 2011 hefði ný samþykkt um kattahald í bænum tekið gildi. Samkvæmt henni átti að skrá alla ketti, greiða fyrir það gjald sem og árgjald. Áður hafði fólk ekki þurft að gera grein fyrir hvort það héldi ketti né hversu marga. Í samþykktinni frá 2011 var ákvæði um að einungis mætti halda þrjá ketti á hverju heimili að hámarki. Þessar nýju reglur gerðu að verkum að einhverjir kettir fengu ný heimili og þá nefnir Ragnheiður einnig að á þessum tíma hafi talsvert verið um villiketti í bænum. Bæði við bryggjunar og eins hefði stór hópur katta komið sér fyrir í hesthúsahverfinu í Breiðholti. Akureyrarbær hafðii forgöngu um að farga þeim sem þar voru en bryggjukettirnir voru áfram á sínum stað.
Lesa meira

Tryggja aðgengi að hreinu vatni og stuðla að því að útrýma hungri

„Þetta er köllun, við sjáum að okkar starf skiptir miklu máli. Það sem við erum að gera bætir lífsgæði fólks til mikilla muna. Verkefnin fram undan eru fjölmörg og við erum hvergi nærri hætt,“ segja hjónin Jóhanna Sólrún Norðfjörð og Haraldur Pálsson sem eiga og reka fyrirtækið Áveituna á Akureyri. Þau hafa undanfarin sex ár farið fjölmargar ferðir til Búrkína Fasó sem er á vesturströnd Afríku. Þar hefur verið borað eftir vatni, dælum komið fyrir sem knúnar eru með sólarsellum. Þá eru lagðar áveitulagnir sem hafa í för með sér að heimamenn hafa ávallt greiðan aðgang að vatni og möguleikar opnast til að stunda ræktun á landinu árið um kring. Allt þeirra framlag hefur verið í sjálfboðavinnu, en í sumar sem leið fengu þau styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins, sem er í samstarfi við Heimstorg Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið. Styrkurinn verður til þess að hægt er að gera enn betur og halda þessu góða starfi áfram, þ.e. að aðstoða fólk í Búrkína Fasó að veita vatni á akra og byggja upp sjálfbær ræktarlönd.

Burkina

Heimamenn hafa nú ávallt greiðan aðgang að vatni sem hefur opnað möguleika á að stunda ræktun á grænmeti á sjálfbærum og gjöflulum ræktarlöndum.

 

„Þetta er köllun, við sjáum að okkar starf skiptir miklu máli. Það sem við erum að gera bætir lífsgæði fólks til mikilla muna. Verkefnin fram undan eru fjölmörg og við erum hvergi nærri hætt,“ segja hjónin Jóhanna Sólrún Norðfjörð og Haraldur Pálsson sem eiga og reka fyrirtækið Áveituna á Akureyri. Þau hafa undanfarin sex ár farið fjölmargar ferðir til Búrkína Fasó sem er á vesturströnd Afríku. Þar hefur verið borað eftir vatni, dælum komið fyrir sem knúnar eru með sólarsellum. Þá eru lagðar áveitulagnir sem hafa í för með sér að heimamenn hafa ávallt greiðan aðgang að vatni og möguleikar opnast til að stunda ræktun á landinu árið um kring. Allt þeirra framlag hefur verið í sjálfboðavinnu, en í sumar sem leið fengu þau styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins, sem er í samstarfi við Heimstorg Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið. Styrkurinn verður til þess að hægt er að gera enn betur og halda þessu góða starfi áfram, þ.e. að aðstoða fólk í Búrkína Fasó að veita vatni á akra og byggja upp sjálfbær ræktarlönd.

„Það var draumur minn frá því ég var barn, að fara til hjálparstarfa í Afríku,“ segir Jóhanna Sólrún sem lengi hafði horft til heimsálfunnar í því skyni að leggja lið. Tækifærið kom þegar henni bauðst að sækja nám í Biblíuskóla, sem fór að hluta til fram í Búrkína Fasó. Hún var treg að fara nema eiginmaðurinn Haraldur kæmi með. Hann langaði engin ósköp að slást í þessa för en lét að lokum undan og saman fóru þau til borgarinnar Bobo Dioulasso, þar sem íslensk hjón, Hinrik og Guðný Ragnhildur hafa starfrækt skóla fyrir börn frá árinu 2008, undir merkjum ABC barnahjálpar. Búrkína Fasó er eitt af fátækustu löndum heims, atvinnuleysi er mikið,  langflestir íbúanna eigi ekki í sig og á.

Í þessari ferð sem farin var árið 2015 má segja að teningnum hafi verið kastað en Haraldur heillaðist einnig af Afríku í þessari ferð. Hann hefur í allt farið sex ferðir til Búrkína Fasó og Jóhanna farið fjórar ferðir. Haraldur kom heim úr síðustu ferð sinni í lok október síðastliðinn og þá eru þau hjónin bæði á leið út í febrúar næstkomandi.

 

Lesa meira

Dalakofinn í 10 ár

Haraldur Bóasson og eiginkona hans, Þóra Fríður Björnsdóttir hafa haldið úti veitingarekstri á Laugum í Reykjadal í 10 ár. Þau reka Dalakofann, vinalegan veitingastað og kjörbúð sem mætti segja að sé ákveðin kjölfesta í samfélaginu á Laugum.
Lesa meira