Laugardagsgrautur í Hrísey er skemmtileg hefð

Linda Ásgeirsdóttir formaður Ferðamálafélags Hríseyjar skammtar graut á diska, að baki hennar stendu…
Linda Ásgeirsdóttir formaður Ferðamálafélags Hríseyjar skammtar graut á diska, að baki hennar stendur Helena Sólrún Hilmarsdóttir. Á móti þeir í röð eru systurnar Elektra Sól, Victoria Líf, Dísella Carmen og mamma þeirra Díana Björg sem er dóttir Helenu. Þá kemur Sveinbjörn, eiginmaður Helenu og pabbi Díönu. Sannkölluð fjölskyldustund. Myndir: Ingólfur Sigfússon

mth@vikubladid.is

„Þetta er góð og skemmtileg hefð sem mörgum þykir ómissandi,“ segir Ásrún Ýr Gestsdóttir verkefnastýra hjá Áfram Hrísey, en í eyjunni hefur sú hefð skapast að íbúar koma saman í hádeginu  fyrsta laugardag í hverjum mánuði yfir vetrarmánuði og snæða saman mjólkurgraut.

Ferðamálafélag Hríseyjar stendur fyrir þessari sameiginlegu máltíð og hefur gert frá árinu 2008, en í fyrsta sinn bauð félagið upp á graut 19. apríl árið 2008. Grautarhádegið féll niður á meðan kórónuveiran geysaði en var tekið upp nú þegar haustið gekk í garð og stefnt að því að verði í boði i vetur.

Á tíu ára afmæli grautarhittingsins voru teknar saman nokkrar tölur varðandi matargerðina, en þá hafði grautur verið soðin úr 107 kílóum af hrísgrjónum og  756 lítrar af mjólk notaðar útá og með. Sú tala eru orðin talsvert hærri en liggur ekki á lausu. Að meðaltali koma tæplega 50 manns í graut hvern laugardag, en fjölmennustu grautardagar eru fyrir jólin  þegar möndlugrautur er í boði og eins dregur þorrablótsgrauturinn að sér fjölda gesta.

Grautur í Hrísey

Að meðaltali koma um 50 manns saman í Hlein í Hrísey og snæða saman graut í hádeginu fyrsta laugardag hvers mánaðar.

Athugasemdir

Nýjast