Allt til enda hefst í mars

Myndin er frá fjölskylduleiðsögn um sýninguna Línur í Listasafni Akureyrar árið 2020 og er fengin af…
Myndin er frá fjölskylduleiðsögn um sýninguna Línur í Listasafni Akureyrar árið 2020 og er fengin af vef Akureyrarbæjar.

Listvinnustofur fyrir börn á grunnskólaaldri undir yfirskriftinni Allt til enda verða haldnar í Listasafninu á Akureyri í mars, apríl og maí. Allt til enda er samstarfsverkefni Listasafnsins, Akureyrarbæjar og Barnamenningarsjóðs Íslands.

Boðið verður upp á þrjár ólíkar listvinnustofur undir leiðsögn kraftmikilla og spennandi listamanna og hönnuða. Lögð er áhersla á að börnin taki virkan þátt í öllu ferlinu, frá því að leita sér innblásturs, skapa verkið í samstarfi við leiðbeinanda og sýna svo afraksturinn á sérstakri sýningu sem sett verður upp í lok listvinnustofunnar og verður öllum opin. Þar fá börnin tækifæri til að láta ljós sitt skína á sinni eigin sýningu í Listasafninu, allt frá upphafi til enda.

Nánar á heimasíðu Listasafnsins á Akureyri


Athugasemdir

Nýjast